207. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13.2.2018 kl. 17:00.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jóhann Snorri Sigurbergsson, Margrét Sanders, Una María Unnarsdóttir, Þórður Karlsson
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari
1. Hollvinasamtök sundlaugarinnar - Kynning (2016010192)
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Bjarki Þ. Wíum og Pétur Ármannsson kynntu sjónarmið Hollvinasamtakanna. Ráðið þakkar þeim erindið.
2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 241 (2018020089)
Lagt fram.
3. Brimdalur 8,10,12 - Lóðarumsókn (2018020090)
Anný ehf. sækir um lóðirnar Brimdalur 8,10 og 12.
Úthlutun samþykkt.
4. Flugvellir 8 - Lóðarumsókn (2018010060)
Brimborg ehf. sækir um lóðina flugvellir 8, erindi frestað á síðasta fundi.
Úthlutun samþykkt.
5. Flugvellir 21 - Lóðarumsókn (2018020091)
Lotus Car Rental ehf. sækir um lóðina Flugvellir 21
Úthlutun samþykkt.
6. Flugvellir 23 - Lóðarumsókn (2018020092)
Lotus Car Rental ehf. sækir um lóðirnar Flugvellir 23.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.
7. Flugvellir 23 - Lóðarumsókn (2018020093)
ATH eignir ehf. sækir um lóðina Flugvellir 23.
Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.
8. Leirdalur 36 - Lóðarumsókn (2018020094)
Unnar Ragnarsson sækir um lóðina Leirdalur 36.
Úthlutun samþykkt. Una María Unnarsdóttir situr hjá undir þessum liði.
9. Mýrdalur 1 - Lóðarumsókn (2018020095)
Hermann Ragnar Unnarsson sækir um lóðina Mýrdalur 1.
Úthlutun samþykkt. Una María Unnarsdóttir situr hjá undir þessum liði.
10. Sjónarhóll 4 - Lóðarumsókn (2018020096)
Advania Data Centers sækir um lóðina Sjónarhóll 4.
Úthlutun samþykkt.
11. Brekadalur 40-58 - Lóðarumsókn (2018020097)
Sæfaxi ehf. sækir um lóðirnar Brekadalur 40,42,44,46,48,50,52,54,56 og 58. Einnig er lögð fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. Skilmálum verði breytt frá því að vera 10 einbýlishús á tveimur hæðum í 15-18 raðhús.
Lóðaúthlutun samþykkt miðað við gildandi deiliskipulag. Hugmyndir um breytingu á deiliskipulagi sem fram koma í umsókn er hafnað.
12. Flugvellir 14 - Lóðarumsókn (2018010111)
Frestað frá síðasta fundi.
Úthlutun samþykkt.
13. Víðidalur 5 - Lóðarumsókn (2018020136)
Rostislav Tkciuk sækir um lóðina Víðidalur 5.
Erindi frestað.
14. Víðidalur 7 - Lóðarumsókn (2018020137)
Rostislav Tkciuk sækir um lóðina Víðidalur 7.
Erindi frestað.
15. Víðidalur 9 - Lóðarumsókn (2018020138)
Rostislav Tkciuk sækir um lóðina Víðidalur 9.
Erindi frestað.
16. Lerkidalur 13 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020105)
Árni S. Samúelsson óskar efir heimild til þess að stækka lóð sína í norður.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Stækkun lóðar mun ekki fela í sér stækkun á byggingareit.
17. Grófin 18a - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020103)
Lóðarhafar Grófinni 18a leggja inn fyrirspurn um lóðastækkun, frárennslismál.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í stækkun á lóð. Óskað er eftir nánari útfærslu.
18. Hólamið 1 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi (2018020115)
JBB tréverk óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimila stækkun á byggingarreit um 9 metra til vesturs og bæta aðkomu inn á norð-vestur horn lóðarinnar sem þjónustuaðgengi. Heimilt nýtingarhlutfall og hámarks hæð samþykkt deiliskipulags standi óbreytt.
Breytingin er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
19. Breiðbraut 643-647 - Uppskipting lóða (2018020116)
Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðunum Breiðbraut 643-647.
Breytingin er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
20. Breiðbraut 670 - Uppskipting lóða (2018020117)
Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðinni Breiðbraut 670.
Breytingin er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
21. Keilisbraut 770-778 - Uppskipting lóða (2018020118)
Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðunum Keilisbraut 770-778.
Breytingin er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
22. Dalsbraut 8 - Niðurstaða grenndarkynningar (2017120071)
Niðurstaða grenndarkynningar: Engar athugasemdir bárust.
Erindi samþykkt.
23. Brekkustígur 41 - Breyting (2017110120)
Netaverkstæði Suðurnesja ehf. óskar þess að breyta skrifstofuhluta í 8 gistieiningar og setja svalir á austurhlið og endurnýja utanhúsklæðningu.
Erindi samþykkt.
24. Seljudalur 25 - Fyrirspurn (2018020122)
Húnbogi Þ. Árnason fyrir hönd lóðarhafa óskar heimildar til að fara út fyrir byggingareit með garðstofu til vesturs og hluta bílskúr til suðurs.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
25. Flugvellir 18 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020123)
Hádalur ehf. óskar eftir lóðastækkun samkvæmt meðfylgjandi bréfi.
Erindið er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
26. Lobster Hut - Fyrirspurn (2018020125)
Lobster - Hut slf. leggur inn fyrirspurn um bráðabyrgðaleyfi til að reka veitingavagn við Fitjar.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir stöðuleyfi samkvæmt umsókn með fyrirvara um að ásættanleg staðsetning finnist.
27. Þverholt 11 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2018020126)
Ögmundur Erlendsson óskar eftir lóðastækkun.
Erindið er samþykkt. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda. Ráðið samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
28. Þverholt 5 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018020127)
Magnús S. Þorsteinsson óskar eftir lóðarstækkun og heimild til þess að nýta rými undir sólpalli sem garðgeymslu.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
29. Sjónarhóll - Fyrirspurn um breytt deiliskipulag (2018020128)
Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að breyta deiliskipulagi Vogshól/Sjónarhól.
Samþykkt.
30. Brimdalur 8,10,12 - Breyting á skipulagi (2018020129)
Anný ehf. óskar eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðir Brimdalur 8,10 og 12. Í stað einbýlishúsa komi parhús.
Frestað.
31. Aðalgata 60 og 62 - Deiliskipulag (2017100050)
Skipulagsstofnun gerði athugasemd með bréfi dagsettu 10.01.2018. Að megin efni var bent á að byggingarmagn væri óljóst og æskilegra væri að hafa samráð við ISAVIA og Landhelgisgæsluna á skipulagsstigi.
Skipulagsfulltrúi og skipulagshöfundar funduðu með fulltrúum skipulagsstofnunar og uppdráttur lagaður að athugasemdum skipulagsstofnunar. Umsögnum var aflað og Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um byggingarmagn á lóð og heildar leyfilegt byggingarmagn á reit sem á aðalskipulagi heitir VÞ1. Ráðið veitir heimild til þess að auglýsa breytinguna og senda deiliskipulagstillöguna á skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
32. Framnesvegur 9-11 - Deiliskipulag (2016010192)
Deiliskipulagstillaga, auglýsingatíma lokið. Erindi frestað á síðasta fundi.
Ráðið tekur undir þau sjónarmið er koma fram í niðurlagi álits Minjastofnunar dagsettu 31. janúar 2018. Málinu frestað.
33. Víkurbraut 21-23 - Aðalskipulagsbreyting (2017090121)
Erindi frestað frá síðasta fundi. Bygging nyrst á skipulagssvæðinu hefur verið færð fjær hringtorgi og byggingarreitur styttur. Skilmála um 5m öryggissvæði við innkeyrslur og bílageymslu hefur verið bætt við. Fundað hefur verið með umferðarsérfræðingum og aðkoma Hafnargötumegin verur leyst utan skipulagssvæðis ásamt öðrum tengingum milli hringtorga við Víkurbraut og Þjóðbraut.
Frestað.
34. Erindi til Umhverfis- og skipulagsráðs (2018020132)
Vilhjálmur V. Steinarsson leggur fram erindi um umgengni byggingarverktaka.
Ráðið vísar erindinu til byggingarfulltrúa.
35. Hlíðahverfi - Drög að deiliskipulagi (2015100139)
GG bygg leggur fram drög að deiliskipulagi Hlíðahverfis. Óskað er heimildar til þess að áfangaskipta deiliskipulaginu svo svæði sem er skilgreint í aðalskipulagi Íb28 er skipulagt fyrst en svæði Íb29 síðar ásamt breytingu á aðalskipulagi þar sem íbúðafjöldi beggja svæða færist allur á fyrri hlutann.
Ráðið samþykkir þetta verklag. Ráðið fer fram á að byggingaraðilar haldi íbúakynningu á heildarskipulagi svæðisins.
36. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð nóvember og desember 2017.
37. Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir rannsóknarmasturs (2018020142)
HS Orka hf. sækir hér með um leyfi til þess að reisa tímabundið allt að 80 metra hátt rannsóknarmastur á Reykjanesi til að mæla vindstyrk. Rannsóknarverkefnið tekur um 1-2 ár en eftir að því lýkur er gert ráð fyrir að taka mastrið niður. Mæliniðurstöður verða nýttar til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver innan tiltekins svæðis frá mælingarstað.
Erindi er frestað. Sviðsstjóra er falið að ræða við umsóknaraðila. Jóhann Snorri Sigurbergsson situr hjá undir þessum lið.
38. Víkurbraut 21-23 - Deiliskipulagsbreyting (2017090121)
Erindi frestað á síðasta fundi vegna andmæla.
Frestað.
39. Stapabraut 1 - Fyrirspurn um breytt aðalskipulag (2018020144)
Minniháttar breyting á aðalskipulagi. Svæði AT3 er stækkað um 4200m2 og leyfilegt byggingarmagn aukið fyrir svæðið úr 11.000m2 í 15.000m2 .
Frestað.
40. Stapabraut 1 - Fyrirspurn um lóðarstækkun (2017020187)
Óskað er heimildar til auglýsingar á tillögu á deiliskipulagi. Lóð er stækkuð til suðurs þar sem gert verður ráð fyrir byggingareit fyrir nýtt iðnaðar- eða þjónustuhús. Á lóð er einnig gert ráð fyrir auglýsingaskilti sem snýr að Reykjanesbraut. Óskað er heimildar til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Frestað.
41. Bolafótur 1 - Auglýsingaskilti (2018020145)
Óskað er heimildar til að setja upp 6m hátt díóðuskilti.
Frestað þar sem unnið er að endurskoðun samþykktar um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar.
42. Klettatröð 8 og 10 - Breyting á aðalskipulagi (2017110118)
Erindi var frestað á síðasta fundi, lagt fyrir aftur en með stærra svæði. Nýtt viðskipta og þjónustusvæði VÞ9 er skipulagt innan athafnasvæðis.
Frestað.
43. Lóðaúthlutanir sunnan Reykjanesbrautar (2018020148)
Þar sem hafinn er undirbúningur endurskoðunar aðalskipulags fyrir svæðið sunnan Reykjanesbrautar og austan Patterson er lagt til að lóðaúthlutunum á svæðinu verið frestað.
Samþykkt.
44. Suðurnesjalína 2 - Drög að matsáætlun (2018020147)
Lagt fram til kynningar.
Áhersla Umhverfis- og skipulagsráðs er að þar sem línan fer um land Reykjanesbæjar eða meðfram sveitarfélagamörkum þar sem líklegt er að við endurskoðun aðalskipulags verði komið fyrir íbúðasvæðum í næsta nágrenni að línur verði í jörðu.
45. Erum við tilbúin málþing (2018020150)
Lagt fram til kynningar.
Reykjanesbær – staðan við áramót.
160 lóðum fyrir 747 íbúðir hefur verið úthlutað síðustu þrjú árin í Reykjanesbæ, langmest árið 2017.
Frá 2014 hefur byggingafulltrúi Reykjanesbæjar gefið út 486 byggingarleyfi til byggingar eða breytinga á 31 einbýlishúsum, 242 fjölbýlishúsa íbúðum og 168 leyfi til byggingar eða á breytinga iðnaðarhúsnæði.
Um 250 íbúðir eru í byggingu í Reykjanesbæ nú og allt stefnir í að 569 nýjar íbúðir verði tilbúnar innan tveggja ára í Reykjanesbæ. 110 einbýlishús, 47 íbúðir í tví- og þríbýli, 96 íbúðir í 4-9 íbúða húsum og 316 íbúðir í fjölbýlishúsum með 10 eða fleiri íbúðum.
46. Víðidalur 15 - Lóðarumsókn (2018020151)
Guðmundur Jónsson sækir um lóðina Víðidalur 15.
Úthlutun samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2018.