211. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21.júní 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibensson og Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari.
Kosið var um formann og varaformann í umhverfis- og skipulagsráði. Eysteinn Eyjólfsson var kosinn formaður ráðsins og Helga María Finnbjörnsdóttir var kosin varaformaður.
1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 247 og 248 (20180020089)
Lagt fram.
2. Brekadalur 65 - lóðarumsókn (2018060157)
BT4 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 65.
Úthlutun samþykkt .
3. Bergás 3 - lóðarumsókn (2018060158)
Guðmundur Sigurjónsson sækir um lóðina Bergás 3.
Úthlutun samþykkt.
4. Bergás 5 - lóðarumsókn (2018060159)
Guðmundur Sigurjónsson sækir um lóðina Bergás 5.
Úthlutun samþykkt.
5. Bergás 14 - lóðarumsókn (2018060160)
Kolfinna Magnúsdóttir sækir um lóðina Bergás 14.
Úthlutun samþykkt.
6. Bergás 14 - lóðarumsókn (2018060161)
Sýn Fasteignir ehf. sækir um lóðina Bergás 14.
Samkvæmt úthlutunarreglum Reykjanesbær ganga einstaklingar framar lögaðilum við úthlutun einbýlishúsalóða. Umsókn hafnað.
7. Grjótás 10 - lóðarumsókn (2018060163)
Einar S. Jónsson sækir um lóðina Grjótás 10.
Úthlutun samþykkt.
8. Seljudalur 3 - lóðarumsókn (2016060165)
Arunas Apanskas sækir um lóðina Seljudalur 3.
Úthlutun samþykkt.
9. Sóltún 1 - fyrirspurn um bílastæði (2018060166)
Dagný A. Kjærnested og Emil Á. Hermannsson óska eftir því að fá heimild fyrir bílastæði á lóð sinni. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
10. Tjarnargata 29 - fyrirspurn um bílastæði (2018060167)
Jón G. Benediktsson óskar eftir því að fá heimild fyrir bílastæði á lóð sinni með aðkomu frá Sóltúni en lóðin er á horni Tjarnargötu og Sóltúns.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
11. Austurgata 10 - fyrirspurn (2018060168)
Helena Bjarndís Bjarnadóttir og Júlíus Bjargþór Daníelsson óska heimildar til að reka gistiheimili í húseign sinni Austurgötu 10. Lóðin liggur upp að miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Hótel Keilir liggur upp að lóðamörkum. Eins eru eigendur að Austurgötu 11 með rekstrarleyfi á sinni eign og svo er Austurgata 13 (gamli tónlistarskólinn) Hótel Jazz, hótelið starfrækir einnig útleigu á Austurgötu 15. Aðkoma að gistirými er frá Ægisgötu og eykur því ekki við umferð í botnlanganum.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
12. Klettatröð 6-10 - aðalskipulagsbreyting (2017110118)
Tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
13. Klettatröð 15 - ósk um lóðarstækkun (2018060169)
Airport City ehf. sækir um að stækka lóðina Klettatröð 15.
Þá telur umhverfis- og skipulagsráð að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
14. Ferjutröð 2060-2064 - tillaga að deiliskipulagi (2017070037)
ÍAV hf. óskar heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Ferjutröð 2060-2064. Markmið deiliskipulagsins er að gera deiliskipulag fyrir starfsemi ÍAV hf. á lóðinni. Í deiliskipulaginu er skilgreindur byggingarreitur fyrir skrifstofubyggingu og iðnaðarhús norðan við aðkomuveg að lóðinni og byggingarreitir fyrir byggingar tengdar starfsemi ÍAV hf.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
15. Hafnargata 29 - fyrirspurn (2018060170)
Upp-sláttur ehf. leggur inn erindi um að fjölga íbúðum úr 16 í 17, bílastæðum í kjallara er einnig fjölgað í 17.
Þar sem um minniháttar breytingu er að ræða og bílastæðamál eru leyst jafnhliða er erindið samþykkt.
16. Hafnargata 52 - fyrirspurn (2018060175)
Módelhús ehf. (Jóhann Rönning hf.) óskar heimildar til að byggja ofan á húsið. Á jarðhæð verði áfram verslunarrými en á 2. - 4. hæð verði íbúðir.
Frestað.
17. Hafnargata 54 - fyrirspurn (2018060171)
Spurst er fyrir um heimild til að byggja tvær hæðir ofan á Hafnargötu 54. Byggingin verði 4 hæðir með efstu hæð inndregna. Uppdrættir frá 1978 sýna þriggja hæða hús með efstu hæð inndregna að hluta.
Frestað.
18. Hafnargata 58 - fyrirspurn (2018060174)
Júnía Vald Jia leggur inn ósk um að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Hafnargata 58. Lagt er til að byggð verði hæð ofan á núverandi hús.
Frestað.
19. Hafnargata 56 - deiliskipulagstillaga (2017110139)
Umsögn Skipulagsstofnunar barst sem að inntaki fjallar um að gera þarf betur grein fyrir lausnum varðandi bílastæði, umferð um lóð, áhrif á nágrenni og hvatt til að unnið sé heildarskipulag fyrir svæðið.
Töluverður áhugi hefur komið fram um uppbyggingu á þessum reit frá því skipulagstillagan var lögð fram, óformlegar fyrirspurnir frá fasteignaeigendum við Suðurgötu og erindi frá fasteignaeigendum við Hafnargötu 52, 54 og 58 eftir allt að 40 ára bið. Skipulagsráð tekur undir að vinna skal deiliskipulag fyrir reitinn Hafnargata-Vatnsnesvegur-Suðurgata-Skólavegur. Ráðið veitir heimild til að vinna deiliskipulagstillögu fyrir allan reitinn í samráði við hagsmunaaðila. Erindi frestað.
20. Hólagata 19 -23 - aðalskipulagsbreyting (2017040112)
Beimur ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir heimild til að breyta aðalskipulagi fyrir reitinn Hólagata 19 - 23 úr viðskipta og þjónustusvæði í miðsvæði.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa aðalskipulagstillöguna.
Gunnar Felix Rúnarsson vék af fundi undir þessum lið.
21. Hólagata 19 -23 - tillaga að deiliskipulagi (2017040112)
Tilgangur með deiliskipulaginu er að skilgreina lóð fyrir 2ja hæða íbúðarhús með 14 íbúðum í stað verslunar- og þjónustubyggingar á umræddum reit.
Frestað. Óskað er eftir frekari gögnum.
22. Reynidalur 3-13 - deiliskipulagsbreyting (2017030187)
Reynidalur 3-13 ehf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir lóðirnar Reynidalur 3-13. Breytingin er sú að í stað 6 raðhúsa á tveimur hæðum komi 12 íbúða fjölbýli.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
23. Hlíðahverfi, deiliskipulag - niðurstaða (2015100139)
Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
24. Dalsbraut 1 og 2 - niðurstaða (2018040056)
Mótmæli bárust. Listi með 7 nöfnum sem hafna að á lóðinni verði byggt og alls ekki hús upp á þrjár hæðir.
Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi allt að þremur hæðum á lóðinni samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Því er ekki verið að breyta og þess vegna er ekki tekið tillit til athugasemda.
25. Sjávargata 6 - niðurstaða grenndarkynningar (2018040058)
Athugasemdir í 5 liðum samantekið bárust frá 11 einstaklingum. Samandregnar eru athugasemdir eftirfarandi:
Hljóðvist og partýstand. Partýstand og annað getur orðið daglegt brauð.
Skipulagsyfirvöld taka ekki afstöðu til fullyrðinga um mögulega áfengisneyslu íbúa bæjarfélagsins á eigin heimili.
Innsýn í garða. Íbúar munu hafa útsýni yfir garða og sólpalla, sem dregur úr áhuga á að nýta lóðir.
Mörg íbúðarhús í nágrenninu eru tvær hæðir svo búast má almennt við innsýn í garða frá næsta nágrenni.
Verbúðir og ógn við fjölskyldulíf og börn sérstaklega. Á reitinn verða mögulega komnir um 200 einstaklingar. Börn hverfisins geta líklega ekki leikið frjálst í nærumhverfi sínu.
Íbúar Reykjanesbæjar hafa allir jafnan aðgang að opnum svæðum bæjarins.
Skert útsýni. Þriggja hæða bygging skerðir útsýni á Reykjanesfjallgarðinn.
Útsýni skerðist mögulega að einhverju leyti.
Umferðarmál og bílastæði. Umferð um hverfið hefur aukist svo að hverfið er við þolmörk. Ekki er gert ráð fyrirbílastæðum.
Réttmæt ábending varðandi bílastæði og aðkomu. Breyta þarf tengingu Sjávargötu við Klapparstíg og Tunguveg svo umferð tengd Njarðvíkurhöfn villist ekki inn í hverfið.
Sýna þarf fram á nægan fjölda bílastæða og aðkomu að þeim á uppdrætti.
Frestað.
26. Suðurvellir 16 - niðurstaða grenndarkynningar (2018030102)
Ósk um stækkun á íbúðarhúsinu Suðurvöllum 16, tvær athugasemdir bárust.
Veitir fordæmi fyrir stækkun allra annarra húsa við götuna.
Endalóðir við botnlagna götunnar og snúa að óbyggðri heiðinni eru nokkuð stórar og mögulegt að heimila meiri nýtingu á þeim án þess að að það eigi við allar við götuna.
Hafnað er aðkomu eftir sameiginlegri innkeyrslu sem er þröng og yfir einkalóð.
Tekið er undir athugasemd, aðkoma er þröng og illmögulegt að athafnasvæði nái ekki inn á nærliggjandi lóð.
Frestað.
27. Einidalur 13 - fyrirspurn um bílskúr (2017070042)
Rut Þorsteinsdóttir og Chad Keilen sækja um að byggja bílskúr á lóð við götuenda Einidals. Fyrir liggur samþykki nágranna.
Frestað.
28. Reynidalur 2 - breyting á deiliskipulagi (2018060181)
Fyrir hönd lóðarhafa sækir KRark, Kristinn Ragnarsson arkitekt ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Íbúðum verði fjölgað úr 16 í 19 og bílastæðakrafa lækki úr 1,8 í 1,6 á lóð. Heildarfjöldi bílastæða verði 31.
Frestað.
29. Pósthússtræti 5 - 9 - aðalskipulagsbreyting (2018040062)
Auglýsingatími liðinn, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
30. Hringbraut 64 - breyta bílskúr í íbúð (2018060183)
Guðjón Þórsson og Jórunn Kjartansdóttir óska heimildar til að breyta bílskúr á lóð þeirra í íbúðarrými.
Frestað.
31. Stapabraut 1 - aðalskipulagsbreyting (2018020144)
Heimild var veitt til að auglýsa minniháttar breytingu á aðalskipulagi. Svæði AT3 er stækkað um 4200m2 og leyfilegt byggingamagn aukið fyrir svæðið úr 11.000m2 í 15.000m2.
Auglýsingatími liðinn, engar athugasemdir bárust. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
32. Stapabraut 1 - deiliskipulagsbreyting (2018020144)
Heimild var veitt til að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lóð er stækkuð til suðurs þar sem gert verður ráð fyrir byggingareit fyrir nýtt athafna- eða þjónustuhús.
Auglýsingatími liðinn, engar athugasemdir bárust. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
33. Víkurbraut 21-23 - aðalskipulagsbreyting (2017090121)
Auglýsingatími liðinn. Ein mótmæli bárust um að lóð Saltgeymslunnar yrði verðlaus við breytinguna. Þetta atriði var leyst með samkomulagi við viðkomandi.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
34. Víkurbraut 21-23 - deiliskipulagsbreyting (2017090121)
Auglýsingatími liðinn. Ein mótmæli bárust varðandi umferðarmál. Unnin var umferðargreining, vinstribeygja verður bönnuð út af innkeyrslu lóða.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
35. Brekadalur 9 - fyrirspurn (2017090144)
132 ehf. óskar eftir stækkun á byggingareit Brekadals 9.
Frestað.
36. Brekadalur 57 - fyrirspurn ( 2017100054)
BT4 ehf. óskar heimildar til að stækka bygginguna um tvo metra yfir byggingareit og auka við byggingamagn. Þar sem sökkull byggingar er nokkuð hár vegna legu lands er óskað heimildar til aukins til að nýta kjallara sem geymslurými og auka þannig frekar við leyfilegt byggingarmagn. Heimilt byggingarmagn samkvæmt skipulagsskilmálum er 220, íbúð og bílskúr verði um 270m2 auk um 90m2 kjallara.
Frestað.
37. Auglýsingaskilti - fyrirspurn (2018060186)
Axel Már Waltersson fyrir hönd Whale Watching Reykjanes sækir um heimild til að setja upp skilti til bráðabirgða.
Frestað.
38. Efnistaka Stapafelli og Súlum - umsögn (2018040110)
Umsögn Skipulagsfulltrúa.
Umsögn samþykkt.
39. Sundhöll Keflavíkur (2016010192)
Með tilvísun í bréf Minjastofnunar til Reykjanesbæjar frá 12. apríl 2018 óskar Minjastofnun Íslands eftir að húsafriðunarnefnd leggi sjálfstætt mat á varðveislugildi Sundhallar Keflavíkur við Framnesveg 9, Reykjanesbæ. Jafnframt er óskað álits nefndarinnar á því hvort rétt sé að leggja til friðlýsingu hússins ef ekki reynist unnt að tryggja varðveislu þess í deiliskipulagi.
Nefndin leggur til við Minjastofnun að unnið verði ítarlegt varðveislumat og hluti af því mati verði heildarúttekt á tæknilegu ástandi hússins, framkvæmd af fagmönnum. Jafnframt verði unnin frumkostnaðaráætlun um viðgerð á húsinu. Kostnaður við gerð úttektarinnar verði greiddur úr húsafriðunarsjóði. Nefndin telur rétt að á grundvelli þessarar úttektar verði tekin ákvörðun um friðlýsingu hússins.
Frestað.
40. Svæðisskipulag Suðurnesja - breyting á skipulagi (2017030458)
Lagt fram.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa breytinguna.
41. Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2015-2030 (2018060190)
Samkvæmt 35. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir að þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.
Vöxtur bæjarins hefur orðið hraðari en ráð var fyrir gert og áframhaldandi vöxtur umfram áætlanir er fyrirsjáanlegur. Lagt er til að endurskoðun aðalskipulags fari fram.
42. Klettatröð 14 - lóðarumsókn (2018060191)
Járnsmiðjan ehf. sækir um lóðina Klettatröð 14 með samþykki Kadeco.
Úthlutun samþykkt.
43. Bergvegur 14 - ósk um stækkun (2018060192)
Sylwester Sieniewicz sækir um að byggja garðskála við norðurhlið íbúðarhúss og frístandandi bílgeymslu út frá norðvesturhorni íbúðarhússins.
Frestað.
44. Vallarás 7 - lóðarumsókn (2018060193)
Karl Þórðarson og Berglind Þorsteinsdóttir sækja um lóðina Vallarás 7.
Úthlutun samþykkt.
45. Seljudalur 1 - lóðarumsókn (2018060194)
Örk ehf. sækir um lóðina Seljudalur 1.
Úthlutun samþykkt.
46. Sjónarhóll - deiliskipulagsbreyting (2018060202)
Reykjanesbær óskar heimildar til að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Sjónarhóls. Lóð Sjónarhóll 2 er skipt upp og nýtingarhlutfalli á lóðum er breytt úr 0,9 í 0,5-0,9.
Frestað.
47. Mælaborð sviðsstjóra (2017020190)
Sviðsstjóri fór yfir mælaborð maí 2018.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 28. júní 2018.