212. fundur

12.07.2018 00:00

212. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12.7.2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibensson, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari

1. Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 249 (20180020089)
Lagt fram.

2. Seljudalur 25 - Lóðarumsókn (2018070032)
Þórarinn Kristján Hreiðarsson sækir um lóðina Seljudalur 23.

Umsókn er samþykkt.

3. Fitjaás 16 - Lóðarumsókn (2018070034)
Alexandra Cruz Buenano sækir um lóðina Fitjaás 16.

Umsókn er samþykkt.

4. Eikardalur 8 - Lóðarumsókn (2018070035)
Arnar Guðnason sækir um lóðina Eikardalur 8.

Umsókn er samþykkt.

5. Grænásbraut 910 og 913 - Breytingar á lóðum (2018070036)
Kadeco hyggst gera breytingar á lóðarblöðum Grænásbrautar 910 og 913 og nýtt lóðarblað fyrir nýja lóð við Grænásbrautar 910A. Lóðin Grænásbraut 910 er minnkuð en lóð 913 er stækkuð sem því nemur, nema að útbúin er ný lóð sem verður Grænásbraut 910A.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

6. Sjávargata 6 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018040058)
Athugasemdir í 5 liðum samantekið bárust frá 11 einstaklingum. Samandregnar eru athugasemdir eftirfarandi:

Hljóðvist. Partýstand og annað getur orðið daglegt brauð.
Skipulagsyfirvöld taka ekki afstöðu til fullyrðinga um mögulegt skemmtanahald íbúa bæjarfélagsins á eigin heimili.

Innsýn í garða. Íbúar munu hafa útsýn yfir garða og sólpalla, sem dregur úr áhuga á að nýta lóðir.
Mörg íbúðarhús í nágrenninu eru tvær hæðir svo búast má almennt við innsýn í garða frá næsta nágrenni.

Verbúðir og ógn við fjölskyldulíf og börn sérstaklega. Á reitinn verða mögulega komnir um 200 einstaklingar. Börn hverfisins geta líklega ekki leikið frjálst í nærumhverfi sínu.
Íbúar Reykjanesbæjar hafa allir jafnan aðgang að opnum svæðum bæjarins.

Skert útsýni. Þriggja hæða bygging skerðir útsýni á Reykjanesfjallgarðinn.
Útsýni skerðist mögulega að einhverju leyti.

Umferðarmál og bílastæði. Umferð um hverfið hefur aukist svo að hverfið er við þolmörk. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum.
Réttmæt ábending varðandi bílastæði og aðkomu á lóð. Sýna þarf fram á nægan fjölda bílastæða og aðkomu að þeim á uppdrætti. Breyta þarf tengingu Sjávargötu við Klapparstíg og Tunguveg svo umferð tengd Njarðvíkurhöfn villist ekki inn í hverfið. Þetta er í ferli ásamt lagfæringum á gönguleiðum meðfram Sjávargötu. Ekki er tekið undir að umferð nálgist þolmörk vegna þess að við Njarðvíkurhöfn er mjög takmörkuð starfsemi en vegtengingar rúmar.

Notkun fellur að skilmálum aðalskipulags: 4.3.2 Skilmálar fyrir Hafnarsvæði. Ekki er leyfð íbúðarbyggð á hafnarsvæðum, nema íbúðir tengdar starfsemi fyrirtækja.

Umferðarmál verða tekin til skoðunar. Bílastæðamál innan lóðar Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur verði skýrð nánar á aðaluppdráttum en gera skal ráð fyrir 20 bílastæðum. Í farvatninu er heildarendurskoðun hafnarsvæðisins. Erindi samþykkt.

7. Suðurvellir 16 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018030102)
Ósk um stækkun á íbúðarhúsinu Suðurvöllum 16.

Tvær athugasemdir bárust.

Veitir fordæmi fyrir stækkun allra annarra húsa við götuna.
Endalóðir við botnlanga götunnar og snúa að óbyggðri heiðinni eru nokkuð stórar og mögulegt að heimila meiri nýtingu á þeim án þess að að það eigi við alla götuna.
Hafnað er aðkomu eftir sameiginlegri innkeyrslu sem er þröng og yfir einkalóð.

Tekið er undir athugasemd, aðkoma er þröng og illmögulegt að athafnasvæði ná ekki inn á nærliggjandi lóð.

Erindi er samþykkt en settur er fyrirvari um að ef að framkvæmd verður þarf aðkoma að vera um bæjarland og bænum að skaðlausu. Útfærsla þess verði í samráði við starfsmenn umhverfissviðs.

8. Einidalur 13 - Fyrirspurn um bílskúr (2017070042)
Rut Þorsteinsdóttir og Chad Keilen sækja um að byggja bílskúr á lóð við götuenda Einidals. Fyrirliggur samþykki nágranna.

Frestað. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir frekari gögnum.

9. Reynidalur 2 - Breyting á deiliskipulagi (2018060181)
Fyrir hönd lóðarhafa sæki Krark, Kristinn Ragnarsson arkitekt ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Íbúðum verði fjölgað úr 16 í 19 og bílastæðakrafa lækki úr 1,8 í 1,6 á lóð. Heildarfjöldi bílastæða verði 31.

Samþykkt að auglýsa tillöguna og senda á skipulagsstofnun að auglýsingatíma liðnum ef engar athugasemdir berast.

10. Hringbraut 64 - Breyta bílskúr í íbúð (2018060183)
Guðjón Þórsson og Jórunn Kjartansdóttir óska heimildar til að breyta bílskúr á lóð þeirra í íbúðarrými.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

11. Brekadalur 9 - Fyrirspurn (2017090144)
132 ehf. óskar eftir stækkun á byggingareit Brekadals 9.

Sama erindi var afgreitt á 204. fundi Umhverfis- og skipulagsráðs með eftirfarandi bókun: „Þegar hefur byggingarreitur verið breikkaður um 2m, þó gildir áfram að einstaka minniháttar byggingarhlutar s.s. þakskegg, svalir, skyggni og gluggafrágangur sem felur í sér útkrögun, mega skaga út fyrir bygginguna. Byggingarreiturinn var 10m á breidd, breikkaður upp í 12m og nú er farið fram að byggingarreiturinn verði 15 metra breiður. Engin haldbær rök eru fyrir þessari breytingu“. Bókunin stendur, erindi hafnað.

12. Brekadalur 57 - Fyrirspurn ( 2017100054)
BT4 ehf. óskar heimildar til að stækka bygginguna um tvo metra yfir byggingareit og auka við byggingamagn. Heimilt byggingamagns samkvæmt skipulagsskilmálum er 220, íbúð og bílskúr verði um 270m2.

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 14. nóvember 2017 var veitt heimild til að fara 2m yfir byggingareit. Aukið byggingamagn er yfir skilmálum skipulags. Breytingin hefur þó lítil áhrif á ásýnd og yfirbragð götunnar. Samþykkt.

13. Auglýsingaskilti - Fyrirspurn (2018060186)
Axel Már Waltersson fyrir hönd Whale Watching Reykjanes sækir um heimild til að setja upp skilti til bráðabirgða.

Til eins árs verður heimilt að setja upp auglýsingaskilti á 500m kafla með allt að 70m bili norðan Aðalgötu meðfram Reykjanesbraut utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Skiltin uppfylli ákvæði skiltareglugerðar Reykjanesbæjar en ekki verða leyfð raflýst skilti. Fyrirkomulag og staðsetning skilta á umræddu svæði verða útfærð og staðsett í samráði við umhverfissvið bæjarins. Skiltin verði fjarlægð að ári liðnu Reykjanesbæ að kostnaðarlausu.

14. Bergvegur 14 - Ósk um stækkun (2018060192)
Sylwester Sieniewicz sækir um að byggja garðskála við norðurhlið íbúðarhús og frístandandi bílgeymslu út frá norðvesur horni íbúðarhússins.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

15. Jarðvangur - Þróunarsamningur (2018070041)
JV hefur fjárfest í landspildum (lóðum) á landsvæði sunnan megin Reykjanesbrautar, til vesturs frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, með það að markmiði að skapa vistþorp (ECO Town) sem verði n.k. hlið inn í Jarðvanginn á Reykjanesi. Reykjanesbær og JV geri með sér þróunarsamning um landsvæðið.

Samþykkt.

16. Pósthússtræti 5 - 9 - Breyting á deiliskipulagi (2018070042)
Lagt er fram erindi um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við breytt aðalskipulag þar sem fjölgað var íbúðum á reit úr 80 í 102. Einnig að byggingareitum sé breytt þannig að bæta megi væntanlegt útsýni frá íbúðum við Pósthússtræti 5-9 og skerða útsýn frá íbúðum við Pósthússtræti 3 minna en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Byggingamagn eykst lítilsháttar. Fjarlægð frá lóðamörkum og húshæð er óbreytt.

Útakstur verður bannaður um vegtengingu við Hafnargötu. Að öðru leyti samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

17. Seltjörn - Deiliskipulag (2018070043)
Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Seltjörn og Sólbrekkuskóga. Tilgangur skipulagsins er að bæta aðgengi að svæðinu og skilgreina nýja stíga og áningarstaði. Að auka gildi svæðisins til útivistar en um leið verði umferð betur stýrt og þannig verndað fyrir auknum ágangi.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

18. Hólagata 19 -23 - Tillaga að deiliskipulagi (2017040112)
Beimur ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi fyri reitinn Hólagata 19-23 úr viðskipta- og þjónustusvæði í miðsvæði. Erindið var lagt fram á síðasta fundi en frestað og óskað nánari gagna, sem hafa nú verið lögð fram.

Erindi frestað. Gunnar Felix Rúnarsson situr hjá undir þessum lið.

19. Víkurbraut 21-23 - Breyting á deiliskipulagi (2017090121)
Auglýsingatími liðinn. Ein mótmæli bárust varðandi umferðarmál. Unnin var umferðargreining fyrir viðkomandi lóð, vinstribeygja verður bönnuð út af innkeyrslu lóðar að Hafnargötu.

Vinnu við umferðargreiningu fyrir ofanverða Hafnargötu verður haldið áfram og lögð verður fram heildarendurskoðun á fyrirkomulagi Hafnargötu milli hringtorga við Þjóðbraut og Víkurbraut þar sem skipulag verður endurskoðað. Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

20. Duusgata 10 - Viðbygging (2018070045)
Byggingaráform um breytingu á stærð og útliti hefur verið samþykkt án þess að það samræmist gildandi deiliskipulagi en framkvæmdir hafnar og komnar langt á leið.

Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.

21. Flugvellir 2-4 - Fyrirspurn (2018040046)
Brimborg ehf. óskar eftir samnýtingu á byggingamagni aðliggjandi lóða sinna við Flugvelli 2 og 4. Einnig heimildar til að lengja byggingu um 6m yfir byggingareit.

Samanlagt byggingamagn beggja lóða er innan marka um nýtingarhlutfall. Lenging byggingar hefur lítil áhrif á heildar yfirbragð hverfisins og nágranna. Heimild er veitt fyrir sameiningu lóða óski lóðarhafi þess. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

22. HS veitur - Strenglögn, tilkynning (2018070051)
HS Veitur óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir nýju skurðstæði og 110mm PEH röra í þverun Garðvegs vegna lagningu 36kV háspennustrengs. Þvera þarf Garðveg á gatnamótum Stakksbrautar-Garðvegs og þurfum við að koma fyrir 110mm rörum i þveruna. Einnig þurfu við að búa þar til nýtt skurðstæði fyrir 36kV háspennustreng meðfram Garðvegi frá gatnamótum Stakksbraut-Garðvegur í átt að gatnamótum Garðvegur – Helguvíkurveg

Framkvæmdin samræmist samþykktu aðalskipulagi og deiliskipulagi að hluta. Skipulagsfulltrúa er veitt heimild til útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll viðkomandi gögn liggja fyrir en framkvæmdin skal auglýst opinberlega.

23. HS veitur - Vegslóði meðfram hitaveitulögn (2018070064)
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegslóða meðfram hitaveitulögn við Skipsstíg. Faramkvæmdin samræmist aðalskipulagi en ekki er til deiliskipulag af umræddu svæði.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3 að skipulagsfulltrúa sé veitt heimild til útgáfu framkvæmdaleyfis.

24. Sundhöll Keflavíkur - Matsskýrsla (2016010192)
Með tilvísun í bréf Minjastofnunar til Reykjanesbæjar frá 12. apríl 2018 óskar Minjastofnun Íslands eftir að húsafriðunarnefnd leggi sjálfstætt mat á varðveislugildi Sundhallar Keflavíkur við Framnesveg 9, Reykjanesbæ. Jafnframt er óskað álits nefndarinnar á því hvort rétt sé að leggja til friðlýsingu hússins ef ekki reynist unnt að tryggja varðveislu þess í deiliskipulagi.

Nefndin leggur til við Minjastofnun að unnið verði ítarlegt varðveislumat og hluti af því mati verði heildarúttekt á tæknilegu ástandi hússins, framkvæmd af fagmönnum. Jafnframt verði unnin frumkostnaðaráætlun um viðgerð á húsinu. Kostnaður við gerð úttektarinnar verði greiddur úr húsafriðunarsjóði. Nefndin telur rétt að á grundvelli þessarar úttektar verði tekin ákvörðun um friðlýsingu hússins.

Greinargerð um varðveislumat er lokið og er lögð fram þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að byggingin hefur í núverandi ástandi ekkert listrænt gildi, takmarkað umhverfisgildi en vegna forsögunnar er lokaniðurstaðan sú að byggingin hefur átt verndargildi.

Erindi vísað til bæjarstjórnar.

25. Suðurnesjalína 2 - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun (2018020147)
Lagt fram.

26. Móavellir – Umsókn um framkvæmaleyfi (2018070089)
NV lóðir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnaframkvæmda við Móavelli samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Samþykkt.

27. Fundartími USK ráðs (2018050132)
Umræður um fundartíma USK ráðs fór fram. Ákveðið hefur verið að funda aðra og fjórða viku hvers mánaðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 19. júlí 2018.