213. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. ágúst 2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsensson, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Hafnargata 12 - Kynning (2016010194)
Jón S. Einarsson arkitekt kynnir drög að breytingu á skipulagi.
2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr: 250 og 251 (20180020089)
Lagt fram.
3. Erindi um íbúðareiningar (2018080093)
Víkurröst ehf. leggur fram erindi með ósk um heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð félagsins við Víkurbraut 6 til þess að leysa húsnæðisvanda heimilislausra í Reykjanesbæ.
Erindi frestað til næsta fundar. Óskað verður eftir umsögn Velferðarsviðs Reykjanesbæjar.
4. Ósk um breytingu á aðalskipulagi (2018080094)
Aðaltorg ehf. óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi reit VÞ1 svo mögulegt verði að skrá íbúa með lögheimili í starfsmannaíbúðum í gistiheimili í húsnæði við Aðaltorg.
Vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar.
5. Hótel Keflavík - Fyrirspurn um lyftuhús (2018080095)
Hótel Keflavík óskar heimildar til að hækka lyftustokk, hæð á lyftustokki verður um 3,4m upp fyrir þakbrún.
Breytingin hefur lítil áhrif á ásýnd eða skuggavarp og ekki er óskað breytinga á notkun húsnæðisins. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
6. Hringbraut 96 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018080096)
Kothamoly Aliyampurath P. Nair og Neetu Praseed óska heimildar til að byggja við hús sitt að Hringbraut 96 með því að stækka anddyri og forstofuherbergi en einnig að byggja yfir útitröppur.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
7. Vallargata 24 - Fyrirspurn um uppsetningu loftnets (2018080097)
Jakob Jakobsson óskar heimildar til að setja upp loftnet á lóð sinni við heimili að Vallargötu 24. Loftnetið er á stöng og stagað. Hæð á loftneti 5-7m.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
8. Mardalur 16-24 og 26-32 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða (2018070200)
AD verktakar ehf. eigendur lóðanna Mardalur 16-24 og 26-32. Skipulag tilgreinir tveggja hæða raðhús á hvorri lóð. Óskað er breytingar á skilmálum deiliskipulags lóðanna að í stað 5 tveggja hæða raðhúsa á hvorri lóð komi tveggja hæða fjölbýlishús með 10 íbúðum á hvorri lóð, byggingamagn og byggingarreitur óbreyttur.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
9. Stapabraut 1 - Fyrirspurn um geymsluhúsnæði (2018080098)
Guðmundur Þ. Ingólfsson leggur fram fyrirspurn að útbúin sé lóð fyrir geymsluhúsnæði á grænu svæði milli Stapabrautar 1 og Seylubraut 1, Ramma.
Ekki er fallist á að aðalskipulagi verði breytt á þennan hátt. Erindi hafnað.
10. Hafnarbakki 10 - Fyrirspurn um breytingu í íbúðarhúsnæði (2018080099)
Ásmundur Örn Valgeirsson eigandi Hafnarbakka 10 fyrrum Vélsmiðja Ól. Ólsen óskar eftir leyfi til að breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæði.
Breytingin er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um notkun. Tekið er vel í erindið en afla þarf nánari gagna. Erindi frestað.
11. Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi (2018080100)
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða breikkun á Grindavíkurvegi á tveimur vegköflum auk stígs meðfram Grindavíkurvegi.
Skipulagsfulltrúa er veitt heimild til útgáfu framkvæmdaleyfis.
12. Fitjabraut 4 - Umsókn um lóðarstækkun (2018080101)
ÁÁ verktakar ehf. óska eftir lóðarstækkun með því að snúningshaus við enda botnlanga falli út og renni saman við lóðina Fitjabraut 4.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
13. Flugvellir 14 - Lóðarumsókn (2018080106)
Abil ehf. sækir um lóðina Flugvellir 14.
Úthlutun samþykkt.
14. Kliftröð 27 - Lóðarumsókn (2018080107)
Ásgeir Norðmann Gunnarsson sækir um lóðina Kliftröð 27 undir geymslusvæði.
Úthlutun samþykkt.
15. Bergás 8 - Lóðarumsókn (2018080108)
Lórenz Óli Ólason sækir um lóðina Bergás 8, til vara er sótt um lóðina Bergás 7.
Úthlutun Bergáss 8 er samþykkt.
16. Birkidalur 6 - Lóðarumsókn (2018080109)
Guðni Magnús Haraldsson sækir um lóðina Birkidalur 6.
Úthlutun samþykkt.
17. Fjárhagsáætlun 2019 (2018080110)
Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2019.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.