218. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26.10.2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson. Helga María Finnbjörnsdóttir. Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 254 (2018020089)
Lögð fram til kynningar fundargerð 254. fundar, dagsett 16. október 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12. liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina.
2. Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar (2018100225)
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Reykjanesbæjar.
Lagt fram til kynningar.
3. Pósthússtræti 5,7 og 9 - Niðurstaða grenndarkynningar (2018070042)
Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindi var sent í grenndarkynningu sem lauk þann 12. september 2018. 4 athugasemdir bárust þar af ein með 43 undirskriftum íbúa Pósthússtræti 3 sem vísar til einróma samþykktar stjórnar húsfélagsins á bréfi frá JA lögmönnum dagsett 29.08.2018. Megin inntak flestra mótmæla er nálægð húsa, fjöldi íbúða og fjöldi bílastæða. Fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3. Samkvæmt ósk sem fram kom í andmælabréfi og íbúum gefin kostur á að koma sínum sjónarmiðum að milliliða laust. Framkvæmdaaðili fór yfir verkefnið.
Svarbréf með svörum við athugasemdum dagsett 28.09.2018 er samþykkt. Samantekt á svörum við athugasemdum: Fjöldi íbúða er í samræmi við breytt aðalskipulag en engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Aðkoma á lóð er óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Bílastæðahlutfall 1,9 er eðlilegt og ríflegra en við fjölbýlishús í nýjum hverfum bæjarins s.s. Dalshverfi og Tjarnarhverfi þar sem hlutfallið er 1,6 – 1,8. Nálægð bygginga er óbreytt frá gildandi deiliskipulagi frá 2005. Hæð bygginga er óbreytt, nema jarðhæð lækkar um 0,6m. Unnin var könnun á vindafari þar sem þeirri niðurstöðu er lýst í minnisblaði Verkfræðistofunnar Eflu dags. 08.10.2018, að breytingin er að líkindum til batnaðar varðandi sviptivinda við húsið. Umhverfis- og skipulagsráð skilur hug íbúa en telur breytinguna á deiliskipulagi frá 2005 til bóta. Skipulagsbreyting samþykkt.
Gunnar Felix Rúnarsson fulltrúi Miðflokks situr hjá undir þessum lið.
4. Hótel Keilir - Fyrirspurn um stækkun (2017060127)
Hótel Keilir leggur inn fyrirspurn um stækkun hótels með viðbyggingu austanmegin, sem verði alls 6 hæðir með 44 herbergjum. Undirgöngum frá Hafnargötu verði lokað og komið yrði fyrir lyftu.
Óskað er eftir frekari gögnum. Gera þarf betur grein fyrir aðkomu gesta, bílastæðaþörf og lausn á henni. Gera þarf betri grein fyrir ásýnd og umfangi. Erindi frestað.
5. Melás 9 - Fyrirspurn (2018100226)
Natalya Gryshanina og Ingiber Óskarsson óska eftir heimild til að breyta einbýlishúsi sínu að Melás 9 í tvíbýlishús.
Hverfið er einbýlishúsahverfi og það er ekki stefna sveitarfélagsins að breyta því. Erindi hafnað.
6. Berghólabraut 6 - Lóðarumsókn (2018100129)
Kalka sækir um lóðina Berghólabraut 6 í Helguvík fyrir sorpbrennslustöð.
Samþykkt.
7. Seljudalur 25 - Niðurstaða hlutkestis (2018100084)
Annar umsækjanda dró umsókn til baka. Reggie K. Dupree er úthlutuð lóðin.
Samþykkt.
8. Starfsmannaleigur (2018100227)
Brýnt er að huga vel að aðbúnaði starfsfólks sem starfar á svæðinu tímabundið í samstarfi við tengda aðila. Þróun þessara mála þarf að tengja við endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar.
9. Staða vinnu við endurskoðun aðalskipulags (2015020120)
Stýrihópur mun halda íbúaþing 17. nóvember 2018.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. nóvember 2018.