220. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23.11.2018 kl. 08:15.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Kynning Hafnarstjóra á lóðum Helguvík (2018110221)
Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri kom og fór yfir stöðu lóða í Helguvík. Lagt fram til kynningar.
2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 256 (2018020089)
Lögð fram til kynningar fundargerð 256. fundar, dagsett 13. nóvember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina
3. HS Orka - Framkvæmdaleyfi REY-4 (2018110220)
HS Orka hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir REY-4 með bréfi undirrituðu af framkvæmdastjóra þróunarsviðs dags. 13. nóvember 2018. Fylgigögn eru: Umsókn um framkvæmdaleyfi unnin af VSÓ fyrir HS Orku hf. dags. 31. maí 2016. Stækkun Reykjanesvirkjunar, álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum dags. 23. júlí 2009 og bréf Skipulagsstofnunar á Reykjanesvirkjun, breytingar á staðsetningu mannvirkja og ákvörðun um matsskyldu dags. 26. febrúar 2016.
Erindi samþykkt. Skipulagsfulltrúa er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfið.
4. Þórustígur 30 - Breyta bílskúrum í íbúðir (2018110222)
Birkir Guðsteinsson og Félagshús ehf. sækja um að breyta bílskúrum við Þórustíg 30 í íbúðir.
Erindi frestað.
5. Seljudalur 25 - Ósk um stækkun á byggingareit (2018110223)
Reginald Dupre óskar eftir stækkun á byggingareit fyrir nýbyggingu við Seljudal 25.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
6. Hafdalur 6-14 - Tveggja hæða raðhús verði ein hæð (2018100080)
Mótasmíði ehf. óskar heimildar til að breyta skilmálum deiliskipulags svo húsin verið á einni hæð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
7. Hrannargata 6 (Soho) - Stækkun á lóð ofl. (2018110224)
Óskað er eftir endurskoðun lóðamarka Hrannargötu 6 í samræmi við tillögu VSS að lóðablaði. Ástæða endurskoðunar eru takmarkandi uppbyggingamöguleikar vegna aðþrengdra lóðamarka til austurs og vöntunar á bílastæðum.
Erindi frestað. Óskað er eftir frekari gögnum og Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
8. Klettatröð 6,8 og 10 - Breytinga á deiliskipulagi vegna reksturs á gistiheimili (2017110118)
Airport City ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 6,8 og 10 við Klettatröð. Heimilt verði að reka gistiheimili á þessum reit en svæðið er skilgreint athafnasvæði á aðalskipulagi.
Það samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins að heimila íbúðarhúsnæði eða gistiheimili á athafnasvæðum eins og hverfið Tæknivellir er skilgreint í aðalskipulagi og nánar er kveðið á um í deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsráð heimilar ekki breytingu á deiliskipulagi og leggur ekki til að stefnu sveitarfélagsins sé breytt að þessu leyti.
9. Athafnasvæði vegna uppbyggingar Hlíðahverfis (2018110248)
Byggingafélag Gylf/Gunnars hf. óska heimildar til að koma fyrir athafnasvæði til tíu ára á horni Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar samkvæmt uppdrætti KRark, dags. 31.10.2018. Ekki er gert ráð fyrir gistiskálum. Að leyfistíma loknum verða búðir fjarlægðar, ummerki fjarlægð og land mótað fyrir framtíðar starfsemi.
Skipulagsfulltrúa er veitt heimild til leyfisveitingar til fimm ára með mögulegri framlengingu og einnig með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðis- og Vinnueftirlits.
10. Reynidalur 4,6 og 8 - Fjölgun íbúða (2018110241)
HUG-verktakar ehf. óska heimildar til að fjölga íbúðum úr 6 í 8 á hverri lóð og færa til byggingareit á lóð. Bílastæðafjöldi óbreyttur.
Mögulega má færa til byggingareiti á lóð en nánari gögn þurfa til að tekin verði afstaða til þess. Lóðirnar voru upphaflega parhúsalóðir sem var breytt í 6 íbúða fjöleignarhús. Frekari fjölgun íbúða er hafnað.
11. Bergás 8 - Lóðarumsókn (2018110242)
KJK ehf. sækir um lóðina Bergás 8.
Úthlutun samþykkt.
12. Vallarás 4 - Lóðarumsókn (2018110246)
ES ehf. sækir um lóðina Vallarás 4 en Vallarás 6 og Bergás 8 til vara.
Úthlutun samþykkt.
13. Vallarás 6 - Lóðarumsókn (2018110247)
Dódó ehf. sækir um lóðina Vallarás 6 en Vallarás 4 og Bergás 8 til vara.
Úthlutun samþykkt.
14. Flugvellir 29 - Slökkvistöð (2018110273)
Erindi vísað til Skipulagsfulltrúa vegna vegghæða, klæðningar og aðkomu á lóð. Skipulagsskilmálar lýsa lágmarks og hámarks vegghæðum, einhalla þaki með 5 gráðu halla með bundinni stefnu og einni aðkomu á lóð. Þakhalli hefur verið leiðréttur til samræmis við skipulagsskilmála, eftir stendur að þak er flatt á hluta byggingarinnar og vegghæð hærri en skilmálar leyfa og aðkomur eru tvær þ.a. önnur beint af Aðalgötu.
Heimilt er að aðkoma á lóð sé einnig frá Aðalgötu, enda styttir það viðbragðstíma slökkviliðs. Gæta þarf að aðstæður við gatnamót taki tillit til þarfa slökkviliðs og öryggis í umferð. Frávik frá skipulagsskilmálum eru hógvær og Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við þau.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. desember 2018.