222. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11.1.2019 kl. 08:15.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari
1. Ásbrú - Rammaskipulag (2018050088)
Alta kynnti forsögn að rammaskipulagi fyrir Ásbrú.
Lagt fram.
2. Einidalur 13 - Erindi um bráðabirgðahúsnæði og bílskúr (2017070042)
Chad Keilen og Rut Þorsteinsdóttir óska eftir heimild til byggingar á um 40m2 skúr í stað minni geymsluskúrs við enda götunnar. Fyrir liggur samþykki nágranna.
Í ljósi aðstæðna veitir umhverfis- og skipulagsráð heimild til þriggja ára fyrir tímabundnu bráðabirgðahúsnæði með möguleika á framlengingu. Nánari útfærsla verði unnin í samráði við skipulagsfulltrúa.
3. Hótel Grásteinn - Fyrirspurn (2019010117)
Hótel Grásteinn óskar heimildar til að reisa um 200m2 viðbyggingu á einni hæð með 8 herbergjum og setustofu eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti frá Beimi ehf. frá desember 2018.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
4. Tjarnarbraut 6 - Fyrirspurn (2016060396)
Þórhallur Garðarsson fyrir hönd lóðarhafa leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfalli og fjölda íbúða. Byggingarreitur minnkar um 97 m2 en breikkar um 0,5 m. Nýtingarhlutfall fer úr 0,40 í 0,46. Íbúðafjöldi fari úr 14-15 og verði 31, bílastæðum innan lóðar er fjölgað til samræmis í óbreyttu bílastæðahlutfalli.
Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.
5. Reynidalur 4, 6 og 8 - Fyrirspurn um byggingareit (2018110241)
Guðmundur Óskar Unnarsson fyrir hönd lóðarhafa leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit. Reitur er styttur en færður sunnar á lóð til þess að gefa betra pláss fyrir bílastæði á lóð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
6. Víkurbraut 21-23 - Breytingar á deiliskipulagi (2017090121)
Bryggjubyggð óskar eftir breytingu á deiliskipulagi. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi, sem ekki hefur fengið afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Vegna tafa í afgreiðslu þarf að auglýsa tillöguna aftur samkv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga 123/2010.
Athugasemdir voru gerðar við auglýsta tillögu, sem brugðist var við: Aðkoma um sameiginlegan vegstubb með Pósthússtræti 1 og 3 er breytt svo aðkoma er beint inn á lóð frá Hafnargötu. Áhyggjum var lýst yfir aukinni umferð um Hafnargötu vegna aukinnar uppbyggingar en Efla vann minnisblað dags 07.03.2018 þar sem lýst er nokkrum mótvægisaðgerðum sem gripið verður til. Einnig var lýst yfir áhyggjum yfir aðkomu bílageymslu frá Bakkastíg, en settir hafa verið inn í skipulagið skilmálar um öryggissvæði við innkeyrslu, sem tryggir betri yfirsýn.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
7. Hundagerði í Reykjanesbæ (2019010120)
Umræður um mögulegar staðsetningar og fyrirkomulag.
Sviðsstjóra falið að koma með kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.
8. Urðarás 11 - Lóðarumsókn (2019010122)
Halldór V. Jónsson sækir um lóðina Urðarás 11.
Úthlutun samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. janúar 2018.