224. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15.02.2019 kl. 08:15.
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Hannes Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson
Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari
1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 259 (2019010328)
Lögð fram til kynningar fundargerð 259. fundar, dagsett , 31. janúar 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina
2. Sólvallagata 11 - Erindi (2018120175)
Eigandi fasteignarinnar Unique Chillfresh Iceland ehf. óskar eftir breytingu á skráningu eignar með bréfi dags 07.01.2019. Byggingin er einbýlishús en á lóðinni er bygging með gistiheimili og bílskúr. Húsinu verið breytt í tvíbýlishús, gistiheimili fylgi annarri íbúðinni en bílageymslan hinni.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
3. Pósthússtræti 5,7 og 9 (2018070042)
Erindi var frestað á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 25.01.2019 og óskað eftir nánari gögnum. Umbeðin gögn hafa borist sem skýra betur fjarlægð milli húsa.
Tillögur arkitektar um breytingar húss á Pósthússtræti 5 sem felur í sér minna byggingarmagn og aukið bil milli húsa dagsettar 12.02.2019 eru samþykktar.
4. Skólavegur 18 - Fyrirspurn (2019020161)
Guðni S. Sigurðsson f.h. eigenda Blue eignir ehf. óskar eftir að rífa núverandi bílskúr á lóð sinni við Skólaveg 18 og endurbyggja hann stærri. Bílskúrinn verði 85m2.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
5. Tjarnargata 3 - Fyrirspurn (2019020162)
147 ehf. sækja um leyfi til að koma fyrir fjórum íbúðum á efstu hæð og svölum á 2. og 3. hæð. Skipt verður um glugga og svalahurðum komið fyrir.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
6. Vallarás 7 - Fyrirspurn (2019020165)
Húnbogi Þór Árnason óskar efir að hækka gólfkóta Vallarás 7 um 0,6m en hæðakóti verði óbreyttur.
Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.
7. Völuás 8 - Fyrirspurn (2019020166)
Húnbogi Þór Árnason óskar efir að hækka gólfkóta Völuás 8 í 20,6 og hækka hæðakóta um 10cm.
Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.
8. Grófin 8 - Fyrirspurn (2019020168)
F-14 ehf. sækir um að byggja hæð ofan á kjallara samkvæmt uppdráttum Riss Verkfræðistofu dags. 30.01.2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
9. Grænásbraut 501 - Fyrirspurn (2019020171)
Guðni S. Sigurðsson f.h. eigenda Plastgerð Suðurnesja ehf. og Ásbrú fasteignir ehf. óskar eftir skilgreindum 2600m2 byggingareit. Á lóðinni Grænásbraut 501 sem er 2,8ha er fyrir 4730m2 bygging. Heildarbyggingamagn fari í um 7330m2. Nýtingarhlutfall lóðar verði 0,26.
Þar sem umrædd lóð er mjög stór er ljóst að samanlagt umfang bygginga verður umtalsvert. Umhverfis- og skipulagsráð veitir framkvæmdaaðila heimild til að gera tillögu að deiliskipulagi.
10. Helguvík - Breyting á deiliskipulagi (2018100079)
Verkís ehf. óskar fyrir hönd Stakksbergs ehf. að skipulags- og matslýsing dags 30. janúar 2019 verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreinda skipulags og matslýsingu samkvæmt 2.mgr. 38. gr. laganna.
Bæjarstjórn á fundi dags 22.01.2019 féllst „fyrir sitt leyti á að Stakksberg ehf. hefji vinnu við skipulags- og matslýsingu og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við beiðni þeirra þar að lútandi. Það skal þó áréttað að Reykjanesbær hefur skipulagsvald á svæðinu og tekur skipulagstillögur fyrirtækisins til afgreiðslu þegar málsmeðferð skv. lögum er lokið. Þar áskilur sveitarfélagið sér rétt til að hafna tillögunum, enda byggi sú ákvörðun á lögmætum sjónarmiðum.“
Erindi samþykkt með tilvitnuðum fyrirvara bæjarstjórnar.
Gunnar Felix Rúnarsson fulltrúi Miðflokksins bókar: „Miðflokkurinn hafnar sem fyrr uppbyggingu/endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Slíkt er þvert gegn vilja megin þorra íbúa Reykjanesbæjar. Einnig skal á það minnt að slík andstaða er við málið að nú þegar hafa andstæðingar verksmiðjunnar skilað inn undirskriftarlistum með lögbundnu lágmarki íbúa til að knýja fram íbúakosningu. Fulltrúi Miðflokksins setur sig alfarið upp á móti þessari tillögu að breyta deiliskipulagi á þessu svæði“.
11. Flugvellir 18 - Fyrirspurn (2019020173)
Óskað er heimildar til minniháttar fráviks frá skipulagsskilmálum vegna þakforms og klæðninga.
Erindi samþykkt.
12. Dalshverfi ÍB9a - Heimild til deiliskipulags (2019020174)
Óskað er heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir ÍB9a Dalshverfi eins og það er efnt í aðalskipulagi. Skilmálar aðalskipulags fyrir svæðið kveða á um 400 nýjar íbúðir á 42,7ha svæði. Þéttleiki byggðar verði aukin frá fyrri áföngum. Í dalshverf eru nú um 9 íbúðir á hektara en það verði aukið í 15-20 íbúðir á hektara með lægra hlutfalli einbýlishúsa en hærra hlutfalli fjölbýlis- og raðhúsa. Hlutfall smærri íbúða verði aukið miðað við skiplag Dals- og Tjarnarhverfis. Hverfið myndi jaðar byggðar Reykjanesbæjar og aðkomu að Dalshverfis úr austri.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.
13. Tjarnarbraut 26 og 28 - Heimild til að breyta deiliskipulagi (2019020175)
Óskað er heimildar til að vinna breytingu á deiliskipulaginu; Breyting á deiliskipulagi Tjarnahverfis, 1. hluti; Tjarnarbraut 26 og 28 Reykjanesbæ. Staðfest 16.09.2008. Breytingin felst í að skipulagið er að hluta fært í upprunalegt horf með fjölbýlishúsum við Tjarnarbraut.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
14. Vallargata 24 - Erindi (2018080097)
Krafa um staðfestingu á stjórnvaldsákvörðun dags. 19. nóvember 2018 - Varakrafa endurupptaka skv. 24. gr. stjórnsýslulaga.
Erindi vegna uppsetningu loftnets var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 12.10.2018 og staðfest á fundi bæjarstjórnar dags 16.10.2018. Staðfest er að sú niðurstaða er óbreytt. Þar sem framlögð gögn eru í samræmi við þau gögn sem ákvörðun byggðist á er ósk um endurupptöku hafnað.
15. Seljudalur 25 - Lóðarumsókn (2019020177)
Ragnar Björn Helgason sækir um lóðina Seljudalur 25.
Úthlutun samþykkt.
16. Rekstur hótela og gistirýma - Minnisblað (2019010346)
Lagt fram.
17. Öspin - Viðbygging og lóðarstækkun (2019020178)
Óskað er heimildar til að stækka byggingu og lóð Aspar, sérdeildar fyrir börn með hreyfihömlun, við Brekkustíg 11 samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja. Viðbyggingin er um 282m2 og lóðastækkunin um 324m2.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. febrúar 2019.