228. fundur

17.04.2019 10:00

228. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. apríl 2019 kl. 10:00

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Kristín Stefanía Þórarinsdóttir og Ríkharður Ibsen.

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri, Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi, Sigurður Ingi Kristófersson, deildarstjóri umhverfismála og Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 263 og 264 (2019010328)

Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar, dagsett 4. apríl 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. 
Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

Einnig er lögð fram til kynningar fundargerð 264. fundar, dagsett 11. apríl 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

2. Unnardalur 1-23 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019020383)

Bjarkardalur ehf. óskar með bréfi dagsett 5. febrúar 2019 eftir heimild til þess að fjölga íbúðum að Unnardal 1-23 úr 24 íbúðum í 36 íbúðir, stytta fjarlægð frá lóðamörkum til norðurs og suðurs úr 4m í 3m og færa bílastæðakröfu niður í 1,6 á íbúð úr 2 á íbúð. Skilmálar verði til samræmis við breytt skipulag Trönudals 1-15.

Andmæli við breytingum á skipulagi lóða við Unnardal 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19 og 21 bárust. Andmælin eru í sjö liðum með undirskriftalista tuttugu nafna íbúa við Mardal og Hafdal. Svör við andmælum koma fram á minnisblaði skipulagsfulltrúa dags 12.04.2019.

Erindi frestað.

3. Þórustígur 30 - Breyta bílskúrum í íbúðir (2018110222)

Birkir Guðsteinsson og Félagshús ehf. sækja um að breyta bílskúrum við Þórustíg 30 í íbúðir. Erindi var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 23.11.2019. Frekari gögn hafa borist.

Erindi hafnað. Stenst ekki byggingarreglugerð. Núverandi geymsluhúsnæði er við þjóðveg í þéttbýli sem liggur alveg að lóðamörkum. Ekki mögulegt að breyta í íbúðarhúsnæði þar sem gluggar eru í lóðamörkum og nálægð við þjóðveg í þéttbýli of mikil.

4. Suðurgata 9 - Fyrirspurn (2019040201)

Ingvi Þór Sigríðarson leggur inn fyrirspurn og óskar eftir að stækka húsið um 1,8m2 til austurs og byggja tvo kvistglugga á austurhlið þaks samkvæmt uppdráttum Tækniþjónustu SÁ dags. 07.03.2019. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn Minjastofnunar dags. 2. apríl 2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

5. Vatnsnesvegur 7 - Fyrirspurn (2019040202)

Erik the Red Seafood ehf. leggur inn fyrirspurn um 242 m2 viðbyggingu.

Erindi frestað. Unnið er að skipulagi svæðisins.

6. Rekstur hótela og gistirýma (2019010346)

Ráðið tekur undir tillögu skipulagsfulltrúa. Þar sem breytingar á aðalskipulagi eru í vinnslu og vilji er til að endurskoða stefnuna varðandi rekstur gistiheimila í flokki 2 á íbúðasvæðum leggur ráðið til að sveitarfélagið gefi jákvæða umsögn um framlengingu starfsleyfa gistiheimila sem þegar eru í rekstri en stefnan verði óbreytt gagnvart umsóknum frá nýjum rekstraraðilum. Slík framlenging gildi út árið 2020 eða þar til endurskoðað aðalskipulag hefur verið samþykkt. Framlengingin miðist við að umfang starfseminnar aukist ekki frá því sem verið hefur.

7. Flugvellir 23 - Lóðarumsókn (2019040135)

Fara ehf. sækir um lóðina Flugvellir 23.

Úthlutun samþykkt.

8. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019040025)

Jóhannes Bjarni Bjarnason sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

9. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019040056)

Þuríður Sveinsdóttir sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

10. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019040057)

Rósella Billeskov Pétursdóttir sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

11. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019040200)

Gréta Súsanna Fjeldsted sækir um lóðina Hamradalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

12. Almenningssamgöngur í Reykjanesbæ 2019 (2018080300)

Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti nýtt fyrirhugað strætókerfi fyrir ráðinu. Ráðið fagnar nýrri útfærslu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.