Fundargerð 232. fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 4. júlí 2019 kl. 10:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 267 og 268 (2019050554)
Lögð fram til kynningar fundargerð 267. fundar, dagsett, 6. júní 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Einnig er lögð fram til kynningar fundargerð 268. fundar, dagsett, 20. júní 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Fylgigögn
Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 267
Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 268
2. Greencraft - Stapafell og Súlur (2019051682)
Romeo Ciuperca, framkvæmdastjóri Greencraft hefur fyrir hönd félagsins farið þess á leit við Reykjanesbæ að sveitarfélagið gefi fyrirtækinu viljayfirlýsingu, sem segi til um það að sveitarfélagið leggist ekki gegn áformum fyrirtækisins að svo stöddu. Áform fyrirtækisins eru að vinna efni úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV, sem eftir meðhöndlun fyrirtækisins verði hægt að nota sem íblöndunarefni og til að skipta út sementi við gerð steinsteypu. Erindið var fyrst lagt fram 17. maí 2019, frestað og óskað eftir nánari gögnum, sem hafa nú borist.
Málinu frestað, óskað eftir frekari gögnum.
Fylgigögn
Greencraft Stapafell og Súlur
3. Básvegur 10 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2019060442)
Urta Islandica ehf. leggur inn fyrirspurn um viðbyggingu við Básveg 10. Fyrst lagt fram 9. janúar 2019, vel var tekið í erindið en óskað eftir frekari gögnum. AOK arkitektar leggja fram nýja uppdrætti dags. 10. júní 2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Fylgigögn
Urta Básvegur
4. Selvík 9 - Leiga á hluta lóðar (2019052036)
Bergraf-Fasteignir ehf. óskar eftir því að leigja 2.250m2 af lóðinni Selvík 9 sem er 11.216m2 til að nýta sem geymslusvæði.
Reglur um lóðaveitingar í Reykjanesbæ heimila ekki þennan gjörning. Erindi hafnað.
Fylgigögn
Selvík 3 og 9
5. Viking Huts - Uppsetning smáhýsa á landi við Víkingaheima (2019070006)
Friðrik Ólafsson leggur fram fyrirspurn um að setja upp smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn á svæðinu með greinargerð dags 11. júní 2019.
Hugmyndin er vel ígrunduð og skýr. Stefna um framtíðarnot svæðisins hefur ekki verið mótuð. Hugmyndinni vísað til vinnu við deiliskipulag Fitja.
Fylgigögn
Viking Huts - greinagerð
6. Leirdalur 25 - Fyrirspurn ( 2019052057)
Elvar Gottskálksson óskar eftir að setja svalir á suðurhlið íbúðar sinnar við Leirdal 25.
Deiliskipulagsskilmálar fyrir þessi hús kveða sérstaklega á um samræmt útlit sem þessi breyting gengur gegn. Erindi hafnað.
Fylgigögn
Leirdalur 25 - fyrirspurn
7. Melteigur 4 - Ósk um breytingu á götuheiti eignar (2019060466)
Sveinbjörn Sverrisson og Sigrún Sumarliðadóttir óska eftir að staðfangi hússins sé breytt og það tilheyri Aðalgötu.
Lóðin er staðsett í öðrum enda Melteigs þar sem hann tengist Aðalgötu. Staðfangið veldur engri óvissu eða ruglingi sem réttlætti breytinguna. Erindi hafnað.
Fylgigögn
Melteigur 4
8. Suðurnesjalína 2 - Umsögn um frummatsskýrslu (2019050744)
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar um Suðurnesjalínu 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík, frummatsskýrsla maí 2019.
Samþykkt.
Fylgigögn
Suðurnesjalína 2 frummatsskýrsla
9. Dalsbraut 30 - Girðing á lóðamörkum (2019070007)
Bjarki Sveinson f.h. Miðbæjareignir ehf. sækir um að reisa skjólgirðingu á lóðamörkum við göngustíg Dalsbrautar 30.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Fylgigögn
Dalbraut 30 skipulag
10. Hrannargata 6 - Fyrirspurn (2019070008)
Kiwi veitingar ehf. leggja inn fyrirspurn um stækkun á húsi. Tveimur hæðum verður bætt ofan á einnar hæðar byggingu sem fyrir er, eldhús verður á fyrstu hæð en veitingasalir á hinum tveimur samkvæmt uppdráttum AOK arkitekta dags. 15.06.2019.
Breytingin er umfangsmikil og vegna staðsetningar nokkuð áberandi í bæjarmyndinni, auk þess sem starfsemi eykst umtalsvert með tilheyrandi umferð, en aðkoma er þröng. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið en vinna þarf deiliskipulag. Undirbúa þarf erindið nánar og óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag að lóðinni og næsta nágrenni. Erindi frestað.
Fylgigögn
Fyrirspurn Hrannargata 6
11. Víðidalur 9 - Niðurstaða hlutkestis (2019051970)
Anton Levchenko er úthlutað lóðinni Víðidalur 9.
Fylgigögn
Víðidalur 9 - niðurstaða hlutkestis
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 11. júlí 2019.