234. fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6. september 2019 kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Hannes Friðriksson, Jón Már Sverrisson, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
1. Greenkraft - Kynning og ósk um heimild til að vinna deiliskipulag (2019051682)
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsvinnu í samráði við skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn:
Bréf til umhverfis- og skipulagsráðs
2. Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 271 (2019050554)
Lögð fram til kynningar fundargerð 271. fundar, dagsett 22. ágúst 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í sex liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Fundargerð 271. afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa
3. Fjárhagsáætlun 2020 - Tillaga (2019090056)
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar.
4. Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar (2019070222)
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að umsögn.
Samþykkt.
Fylgigögn:
Auglýsing fyrir skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar
5. Svæðisskipulag Suðurnesja - Ósk um umsögn (2019070283)
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að umsögn.
Samþykkt.
6. Hafnargata - Suðurgata - Skólavegur - Vatnsnesvegur - Deiliskipulag (2019060301)
Reykjanesbær lætur vinna deiliskipulagstillögu fyrir svæði sem afmarkast af Hafnargötu, Suðurgötu, Skólavegi og Vatnsnesvegi. Tillagan var kynnt hagsmunaaðilum á vinnslustigi. Húseigendur sem eiga fasteignir á svæðinu sem skipulagið nær yfir voru upplýstir um að farið verði í deiliskipulagsvinnu og óskað væri samráðs með bréfi dags. 21. júní 2018. Haldinn var fundur með hagsmunaaðilum dags 31. október 2018. Tillagan var auglýst tímabilið 4. júlí til 22. ágúst 2019 og haldinn var opinn íbúafundur þann 20. ágúst. Ein skrifleg athugasemd barst á auglýsingatíma um einkabílastæði. Svar við því er að samningur um einkabílastæði er óbreyttur.
Samþykkt að senda deiliskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Hafnargata, Suðurgata
7. Leirdalur 22-28 - Deiliskipulagsbreyting (2019090061)
KRark fyrir hönd lóðarhafa óska heimildar til að breyta samþykktu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Leirdalur 22-24 og 26-28. Í stað 4 tveggja hæða raðhúsa á lóð komi 5 einnar hæðar raðhús. Byggingarreitir verði stækkaðir úr 30x10m í 35x12m. Nýtingarhlutfall á lóð verði 0,33 á lóðinni Leirdalur 26-28.
Erindi frestað.
8. Faxabraut 51 - Bílskúr (2019080410)
Sigurlaug H. Jóhannsdóttir óskar eftir að byggja bílskúr á lóð sinni í samræmi við uppdrætti Glóru ehf. dags. 22. júlí 2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
Fylgigögn:
Faxabraut 51
9. Nesvegur 50 - Umsókn um byggingarleyfi (2019080392)
Stofnfiskur hf. óskar heimildar til að byggja 524 m2 sláturhús á lóð sinni í samræmi við uppdrætti Tækniþjónustu SÁ, dags. 15. ágúst 2019.
Stærð og starfsemi er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir reit AT13 og önnur starfsemi en Stofnfisks er ekki á þessum reit.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að umsóknin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Nesvegur 50 fyrirspurn um byggingarleyfi
10. Nesvegur 50 - Ósk um heimild til að vinna deiliskipulag (2019090059)
Stofnfiskur hf. óskar heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Nesvegur 50 í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir reit AT13.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn:
Nesvegur 50 Ósk um heimild
11. Baugholtsróló - Útikennslusvæði (2019090060)
Holtaskóli óskar eftir að fá úthlutað svæði við Baugholtsróló til að útbúa útikennslusvæði í bréfi dags. 28. ágúst 2019.
Samþykkt. Nánari útfærsla í samstarfi við starfsfólk umhverfissviðs.
Fylgigögn:
Útikennslusvæði Baugholtsróló
12. Vallarbraut 12 - Breyting á deiliskipulagi (2019080268)
Riss ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við uppdrátt dags. 12.08.2019. Breytingin felst í að snúa byggingu á reit og aðkoma verði norðan megin. Hæðir verði fjórar í stað þriggja og að fjölga íbúðum úr 9 í 15.
Frestað.
Fylgigögn:
Vesturbraut 12 Deiliskipulagsbreyting
Vallarbraut 12 Deiliskipulag
13. Iðavellir 14B - Fyrirspurn um skilti (2019090063)
Bjarni Sigurðsson óskar leyfis til að koma fyrir auglýsingaskilti á þaki Iðavalla 14b samkvæmt fyrirspurn móttekinni dags. 29. ágúst 2019. Skiltið verði tæplega 5 m2 LED skilti.
Frestað.
Fylgigögn:
Iðavellir 14b fyrirspurn um skilti
14. Skiltareglugerð Reykjanesbæjar (2019090067)
Drög að skiltareglugerð lögð fram.
15. Erindisbréf til umhverfis- og skipulagsráðs (2019090077)
Lagt fram.
16. Hamradalur 3 - Lóðarumsókn (2019080374)
Tyrfingur Á. Þorsteinsson sækir um lóðina Hamradalur 3.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Hamradalur 3 Lóðaumsókn
17. Fuglavík 16 - Lóðarumsókn (2019080642)
Camper Iceland ehf. sækir um lóðina Fuglavík 16.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Fuglavík 16 Lóðaumsókn
18. Dalsbraut 30 – Niðurstaða grenndarkynningar (2019070007)
Bjarki Sveinsson f.h. Miðbæjareigna ehf. sækir um að reisa skjólgirðingu á lóðamörkum við göngustíg Dalsbrautar 30. Grenndarkynningu er lokið. Ein andmæli bárust er varða hæð og lengd girðingar.
Frestað.
Fylgigögn:
Dalsbraut 30 - Niðurstaða grenndarkynningar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2019.