235. fundur

20.09.2019 08:15

235. fundur Umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12, 20. september 2019, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Hafnargata 81, 83 og 85 breyting á deiliskipulagi (2019090467)

Byggingafélag Gylfa og Gunnars leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, húsum verði fækkað úr þremur í tvö, en hækkuð í 8-9 hæðir.
Erindið samrýmist ekki stefnu um ásýnd bæjarins, erindi hafnað.

Fylgigögn:

Hafnargata 81-85

2. Hafnagata 31B krafa um endurskoðun (2019051555)

Jón Þór Þorgrímsson og Aldís Yngvadóttir Hafnagötu 33b mótmæla byggingaráformum á Hafnagötu 31b vegna misræmis við grenndarkynningu.
Sent í grenndarkynningu á ný með uppfærðum gögnum.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að tímabil grenndarkynningar sé stytt, samkv. 44.gr, málsgrein 3, Skipulagslaga.

Fylgigögn:

Misræmi grenndarkynning Hafnagata 31B

3. Heiðarból 27 Fyrirspurn um bílskúr (2019090463)

Guðmundur F. Valgeirsson óskar heimildar til að stækka hús sitt við Heiðarból 27. Stækkunin felst í viðbyggingu við núverandi bílskúr upp að bílskúr við lóðamörk Heiðarbóls 21. Byggingu á tengigangi milli húss og bílskúrs og stækkun á anddyri. Stækkun er samtals um 61,5m2.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Heiðarból 27, Fyrirspurn

4. Gistiheimili - fyrirspurn um lóð (2019090465)

Árni Guðmundsson leggur fram erindi þar sem hann óskar eftir lóð fyrir 550m2 gistiheimili, en með möguleika á stækkun.
Engar lóðir eru lausar fyrir slíka starfssemi eins og stendur.

Fylgigögn:

Gistiheimili - fyrirspurn um lóð

5. Dalsbraut 30 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019070007)

Bjarki Sveinsson f.h. Miðbæjareigna ehf. sækir um að reisa skjólgirðingu á lóðamörkum við göngustíg Dalsbrautar 30. Grenndarkynningu er lokið. Ein andmæli bárust er varða hæð og lengd girðingar.
Tekið er undir að skjólveggur er hár og skapar ekki gott fordæmi fyrir girðingu meðfram göngustígnum, en vegna hæðasetningu á lóð er fallhætta. Samþykkt er 90 cm há girðing við lóðarmörkin að stíg.

Fylgigögn:

Dalsbraut 31 niðurstaða grenndarkynningar

6. Niðurrif á togaranum Orlik (2019070172)

Lögð er fram matskyldufyrirspurn vegna niðurrifs togarans Orlik við Njarðvíkurhöfn september 2019. Skipulagsstofnun óskar umsagnar Reykjanesbæjar.
Erindi frestað. 

7. Reykjanesbær - skilti (2019090067)

Drög lögð fram.

8. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - deiliskipulag (2019090479)

Fjölbrautarskóli Suðurnesja leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar skólans.
Deiliskipulagið þarf að ná til alls skipulagsreitsins en þó að minnsta kosti til allra sambyggðar bygginga á reit. Óskað er eftir frekari gögnum. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Deiliskipulag Fjölbrautarskóla 2019

9. Selvík 23 - umsókn um lóð (2019090379)

Potter ehf. sækir um lóðina Selvík 23.
Úthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð Selvík 23

10. Endurskoðun Umhverfisstefnu Reykjanesbæjar (2019090464)

Endurskoðuð umhverfisstefna mun taka mið af stefnu Reykjanesbæjar til 2030 og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

11. Deiliskipulag öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli (2019090541)

Óskað er eftir umsögn vegna deiliskipulags öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

Fylgigögn:

DSK greinagerð

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2019