254. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn, 21. ágúst 2020, kl. 08:15
Viðstaddir:Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur (2020070219)
Á fundinn mættu Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri og Dr. Bergur Sigfússon jarðfræðingur frá CarbFix ohf. og kynntu verkefnið. Umhverfis- og skipulagsráð þakkar fyrir góða kynningu og tekur vel í erindið.
Fylgigögn:
Beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur
2. Afgreiðslu og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 288 (2020010081)
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 288, dagsett 11. ágúst 2020 í 11 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fylgigögn:
Fundargerð 288
3. Hafnargata 12 - Breyting á deiliskipulagi (2020040425)
Breyting á deiliskipulagi í samræmi við skipulagsuppdrátt JeEs arkitekta dags. 29. maí 2020, íbúðum er fækkað úr 58 í 40, heimilt verður að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Deiliskipulag Hafnargata 12
4. Hreinsistöð við Ægisgötu (2019080273)
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir skolphreinsistöð við Ægisgötu samkvæmt uppdráttum Arkís dags. 2. júní 2020. Heimilt verður að byggja á lóðinni skolphreinsistöð, sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900m² að stærð með útsýnispalli. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí s.l. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgigögn:
Deiliskipulagsuppdráttur
5. Hringbraut 90 heimildar til að byggja bílskúr (2020050507)
Eggert F Gunnarsson óskar heimildar til að byggja bílskúr á lóð sinni við Hringbraut 90 í samræmi við uppdrætti Unit ehf. dags 11. júní 2020. Norðurhlið bílskúrs er við lóðarmörk Hringbrautar 88.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Hringbraut 90
6. Deiliskipulag Kalmanstjörn - Nesvegur 50 (2020080234)
Stofnfiskur leggur fram deiliskipulag fyrir svæðið sem er 32 ha og afmarkast af lóðarmörkum Nesvegs 50 samkvæmt uppdráttum Tækniþjónusta SÁ ehf. dags 7. maí og greinargerð dags. apríl 2020. Deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins er frestað, en það er framtíðar vatnstökusvæði fiskeldis.
Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Fylgigögn:
Deiliskipulagstillaga Kalmannstjörn, greinagerð
7. Freyjuvellir 28 niðurstaða grenndarkynningar (2020050485)
Glóra ehf. fyrir hönd eigenda að Freyjuvöllum 28, óskar heimildar til að reisa viðbyggingu við bílskúr samkvæmt uppdráttum dags. 20. maí 2020. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Athugasemd barst á auglýsingatíma, þar sem lýst er áhyggjum af því að byggingin skyggi á vetrarsól síðla dags. Óskað var eftir að unnið verði skuggavarp til þess að meta þau áhrif. Nágrannar leggja fram andmæli dags 17. ágúst 2020.
Tekið er tillit til athugasemda og ljóst er að áhrif skuggavarps og umfang byggingar er meiri en ásættanlegt getur talist. Erindi hafnað.
Fylgigögn:
Freyjuvellir 28 - andmæli
8. Vesturgata 5 (2020070289)
Guðmundur Sigurðsson óskar heimildar til að rífa núverandi bílskúr og byggja annan stærri á sama stað í samræmi við uppdrátt Beims ehf. dags 20. júlí 2020.
Tekið verði tillit til skilmála deiliskipulags svæðisins. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Vesturgata 5
9. Guðnýjarbraut 13 stækkun á byggingarreit (2020070287)
Heiðbjörg ehf. óskar eftir að byggingarreitur sé stækkaður um 2m til suðvesturs og fjarlægð að lóðarmörkum verði um 3m samkvæmt uppdráttum KRark dags. 14. janúar 2019.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Guðnýjarbraut
10. Tenging við Aðalgötuhringtorg (2020070360)
Árétting vegna bréfs Isavia dags. 21. júlí 2020, ósk um vegtengingu við Aðalgötuhringtorg Reykjanesbraut á landi innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar.
Vegna afgreiðslu umhverfis‐ og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á fundi sínum 7. ágúst 2020 á erindi Isavia, er áréttað að fyrirhugaður vegur er hugsaður víkjandi gagnvart skipulagi Reykjanesbæjar sem á eftir að taka á framtíðartengingu Reykjanesbrautar við Aðalgötu. Isavia gerir sér grein fyrir að um bráðabrigðaástand er að ræða en á meðan vegtengingin fær að halda sér er óskað eftir að gerður verði samningur um að Isavia sé veghaldari og beri ábyrgð á rekstri hans.
Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Bréf til Reykjanesbæjar, vegtenging við Aðalgötu hringtorg
11. Fífudalur – lokun (2019060045)
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 7. júní 2019 var samþykkt erindi íbúa við Fífudal um að loka götunni í annan endann sem tilraun til eins árs. Erindi barst frá íbúum við Fífudal um opnun götunnar aftur. Þar sem ekki er einhugur meðal íbúa við götuna um lokun hennar og aðstæður við enda götunnar hentuðu ekki fyrirkomulaginu var ákveðið að opna götuna aftur. Erindi bárust frá nokkrum íbúum götunnar um að fresta opnun, eða loka götunni aftur. Einnig að ákvörðun um opnun götunnar væri ekki í samræmi við stjórnsýslulög.
Ákvörðun var í samræmi við stjórnsýslulög, ákvörðunin var til bráðabirgða og átti að endurskoða að ári liðnu. Fundur var haldinn með íbúum við Fífudal og lagt er til að til reynslu verði gatan gerð að einstefnu, þrengingum komið fyrir og umferð mæld. Niðurstaða verði endurskoðuð í ljósi reynslunnar að ári liðnu eða fyrr ef umhverfis- og skipulagsráð metur það svo.
Fylgigögn:
Andmælabréf vegna opnunar Fífudals
12. Baugholt 23 fyrirspurn um lóðarstækkun (2020080237)
Pétur Óli Pétursson óskar eftir lóðarstækkun og heimild til að byggja bílskúr á lóðinni í samræmi við uppdrátt dags 30. júlí 2020 og skýringarmyndir.
Erindi frestað.
Fylgigögn:
Baugholt 12 - fyrirspurn
13. Stapafell og Rauðamelur Umsókn ÍAV um framkvæmdaleyfi (2020080238)
Samkvæmt skilmálum aðalskipulags fyrir Efnistökusvæði E1 Rauðamel, E2 Stapafell og E3 Súlur þá er heimilt að nema 1 milljón rúmmetra úr E1, 5 milljón rúmmetra úr E2 og 1 milljón rúmmetra úr E3. Skipulagsstofnun setur ýmsa fyrirvara í áliti sínu m.a. að svæðið sé deiliskipulagt í samráði við aðliggjandi sveitarfélag. Í samráði við umsóknaraðila er samþykkt að veita framkvæmdaleyfi til að nema 1 milljón rúmmetra úr E1 Rauðamel. Þegar aðalskipulagi hefur verið breytt og deiliskipulag unnið í samræmi við það, verður erindið tekið fyrir aftur.
Fylgigögn:
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Rauðamel
Rauðimelur efnistaka mat á umhverfisáhrifum
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Stapafell
Umhverfismat Stapafell og Súlur efnistaka
14. Hughrif í bæ (2019120294)
Lagt fram til upplýsingar. Umhverfis- og skipulagsráð þakkar greinargóða skýrslu og lýsir yfir mikilli ánægju með starf hópsins í sumar sem gerði bæinn skemmtilegri og lyfti bæjarandanum.
Fylgigögn:
Skýrsla skapandi sumarstörf
15. Fjárhagsáætlun 2021 (2020080298)
Sviðsstjóri kynnti drög að verkefnum fjárhagsáætlunar 2021.
16. Hugmyndir frá Betri Reykjanesbær (2020060548)
a. Setja upp leikvöll við Hafdal og Brimdal í Innri Njarðvík
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Verkefnið er á áætlun en ekki tímasett.
b. Malbika göngustíg við Brimdal og Mardal
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Verkefnið er á áætlun en ekki tímasett.
c. Útivistarsvæði fyrir fjölskyldur
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Þetta verkefni er þegar í vinnslu og framkvæmdir hafnar.
d. Malbika Stapabraut í austurátt
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Þessu verkefni er lokið.
e.Tengja strandlengju göngustíga milli Innri Njarðvíkur og Kef
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Unnið er að deiliskipulagi Fitja og áætlað að framkvæmdum við göngustíga verði lokið 2021.
f. Hringtorg í Innri Njarðvík
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gatnaskipulagið á þessu svæði er í endurskoðun.
g. Göngu- og hjólastígar
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Þetta verkefni er á áætlun og í vinnslu í samstarfi við nágrannasveitarfélög og Vegagerðina.
h. Átak í gróðursetningu við Reykjanesbraut
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gróðursetning er á áætlun.
i. Gróðursetning trjáa í Innri Njarðvík
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gróðursetning er á áætlun.
j. Hringtorg við Hljómahöll
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gatnaskipulagið á þessu svæði er í endurskoðun.
k. SportCourt körfuboltavöllur við Myllubakkaskóla
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndinni er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
l. Íslensk Ylströnd
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndavinna er hafin.
m. Ærslabelgur v.Njarðvíkurskóla
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Hugmyndinni er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
n. Tjarnargarður Innri-Njarðvík
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Unnið er að fjölgun bekkja við göngustíga í bænum.
o. Frisbee folfvöllur á Ásbrú.
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Undirbúningi er lokið og framkvæmd hefst á þessu ári.
p. Undirgöng Grænásbrekku
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gatnaskipulagið er í endurskoðun á þessu svæði.
q. Smáfuglagarður og minigolf eða frisbee eða annað svipað.
Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd sem verður tekin til skoðunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.