255. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 4. september 2020, kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfissviði, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Kynning á söguefni varðandi Ásbrú (2020090015)
Málinu frestað.
2. Afgreiðslu og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 289 (2020010081)
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 289, dagsett 27. ágúst 2020 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fylgigögn:
Fundargerð 289. fundar
3. Baugholt 23 fyrirspurn um lóðarstækkun (2020080237)
Pétur Óli Pétursson óskar eftir lóðarstækkun og heimild til að byggja bílskúr á lóðinni í samræmi við uppdrátt dags 30. júlí 2020 og skýringarmyndir.
Erindi frestað á síðasta fundi en ný gögn hafa verið lögð fram.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Baugholt 23 - erindi
4. Kópubraut 12 (2020080061)
Úlfar Guðmundsson og Þórdís E. Kristinsdóttir óska eftir að breyta bílgeymslu í íbúðarhluta.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.
Fylgigögn:
Kópubraut 12 - breyting á bílgeymslu
5. Brekadalur 20 - Umsókn um lóð (2020080404)
Francisco Jose Valladares Lainez sækir um lóðina Brekadalur 20
Lóðaúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
6. Völuás 13 - Umsókn um lóð (2020080402)
Francisco Jose Valladares Lainez sækir um lóðina
Lóðaúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
7. Skipulagsverkefni í vinnslu (2020090016)
Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi fór yfir skipulagsverkefni sem eru í vinnslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020