271. fundur

21.05.2021 08:15

271. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 21. maí 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Víkurbraut 21-23 – kynning á breytingu á deiliskipulagi (2021050056)

Jón Stefán Einarsson frá JeES arkitektum mætti á fundinn og kynnti tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 21-23.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Kynning

2. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 305 (2021010027)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 305, dagsett 11. maí 2021 í 6 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 305. fundar

3. Lóð Skotdeildar Keflavíkur (2021050331)

Skotdeild Keflavíkur óskar eftir stofnun lóðar undir starfsemi þeirra í samræmi við lóðarblað meðfylgjandi erindi dags. 5. maí 2021.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Lóðarblað

4. Brekkustígur 31 – uppskipting á lóð (2021050332)

Landeigendur Y-Njarðvíkurhrepps sf. og lóðarhafar Brekkustígs 31 óska heimildar til uppskiptingar á lóð í samræmi við drög að lóðarblaði meðfylgjandi erindi dags. 7. maí 2021.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Tillaga 

5. Smáratún 33 – bílastæði (2021050333)

Lóðarhafi óskar eftir afnotum af grænu svæði milli götu og lóðarmarka undir bílastæði samkvæmt erindi dags. 6. maí 2021.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Ósk um stækkun á bílastæðum

6. Hringbraut 90 – svalir á bílskúrsþaki (2020050507)

Óskað er heimildar til að koma fyrir verönd á þaki bílskúrs við Hringbraut 90 í samræmi við erindi dags. 28. apríl 2021 og uppdrætti Unit ehf.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Afstöðumynd

7. Tjarnabraut 6 (2021050002)

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 187, 9. ágúst 2016, hafði verið samþykkt að fjölga íbúðum úr 14-15 í 27-32 íbúðir. Sótt var um breytingu á byggingareit og lítillegt hærra nýtingarhlutfalli á fundi dags. 21. janúar 2019 og var samþykkt breyting á skipulagi með grenndarkynningu vegna sömu lóðar, en s.kv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf grenndarkynning að fara fram að nýju. Óskað er heimildar að fjölga íbúðum úr 14-15 í 31 og bílastæðahlutfall 1,7 auk hærra nýtingarhlutfalls í samræmi við áður samþykktar skipulagsbreytingar á sömu lóðar.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Afstöðumynd - Tjarnabraut

8. Borgarvegur 24 – ósk um endurupptöku (2020110238)

Með erindi dags. 20. apríl 2021 mótmælir lóðarhafi afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. mars 2021.

Samþykkt er að fallast á ósk lóðarhafa að lóðarmörk færist til upprunalegs horfs eins og þau eru sett fram í lóðarleigusamningi þar sem dregist hafði úr hömlu að uppfæra lóðargögn og samkomulag við fyrri lóðarhafa er glatað. Sveitarfélagið kostar breytingar á bæjarlandi en ekki innan lóðar.

Fylgigögn:

Andmæli við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs

9. Hólagata 39 – niðurstaða grenndarkynningar (2021020379)

BHC fasteignir ehf. með bréfi dags. 11. febrúar 2021 óskar heimildar til að hækka húsið um eina hæð, endurnýja bílgeymslu og byggja aðra í samræmi við uppdrætti Sigurðar H. Ólafssonar dags. 7. febrúar 2021. Grenndarkynningu er lokið og ein andmæli bárust. Andmælt er að bílskúrsveggur mun hafa veruleg áhrif á notkunarmöguleika innkeyrslu að húsi nágrana þar sem bæði vindáhrif og snjósöfnun mun gera innkeyrsluna ónothæfa.

Afstaða milli húsa við götuna er slík að þó við bætist bílskúrsveggur, skjólgirðing eða limgerði breytir það litlu varðandi snjósöfnun. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Hólagata 39 - fyrirspurn

10. Sjótökuholur – framkvæmdaleyfi (2019051552)

Vegna tafa á framkvæmdum þarf HS Orka hf. að óska eftir framlengingu á gildistíma framkvæmdaleyfisins. Jafnframt hefur orðið breyting á áformum um sjótöku á þann á hátt að í stað þess að stækka núverandi sjóvinnslusvæði er gert ráð fyrir nýju sjótökusvæði upp við virkjunina.

Samþykkt er að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn með fyrirvara um endanlega afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagstillögu fyrir umrætt svæði.

Fylgigögn:

Beiðni um framlengingu á framkvæmdaleyfi

11. Reykjanesvirkjun – deiliskipulagstillaga (2021050334)

Drög að nýrri deiliskipulagstillögu sem kemur í stað gildandi deiliskipulags sem nær yfir tvö sveitarfélög og hafa áorðið fjöldi breytinga.

Erindi frestað.

12. Ný lóð fyrir heilsugæslustöð (2021050336)

Framkvæmdasýsla ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leggja fram frumathugun vegna lóðar fyrir nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík. Niðurstaða forathugunar er lóð nr. 9 í skjalinu uppfyllir skilyrðin sem sett eru fram í athugunni betur en aðrar lóðir sem skoðaðar voru.

Umhverfis- og skipulagsráð er sammála staðarvali fyrir nýja heilsugæslustöð sem mun þjóna íbúum Innri-Njarðvíkur vel. Ráðið bendir jafnframt á að íbúum Suðurnesja fer ört fjölgandi og miðað við mannfjöldaspár er brýnt að undirbúningur þriðju heilsugæslustöðvar í sveitarfélaginu hefjist strax.

13. Stæði fyrir ferðavagna (2021050338)

Róbert Jóhann Guðmundsson leggur fram þá tillögu að Reykjanesbær bjóði íbúum Reykjanesbæjar stæði fyrir ferðavagna yfir sumartímann. Það er í mörgum tilfellum erfitt fyrir fólk að leggja hjólhýsum og öðrum ferðavögnum við heimili sín þar sem þau taka mjög mikið pláss og hefta oft aðgengi annarra um götur og gangstéttar og í sumum tilfellum er fólk að leggja ferðavögnum á opin svæði þar sem þeir eiga ekki að vera. Því er lagt fram að umhverfis- og skipulagsráð finni stað fyrir ferðavagna.

Sviðsstjóra umhverfissviðs og starfsfólki falið að koma með tillögu að staðsetningu á næsta fund.

Fylgigögn:

Tillaga 

14. Landsáætlun í skógrækt – umsögn (2021050154)

Óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.

Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

Sveitarfélagið gerir ekki athugasemd við landsáætlun í skógrækt 2021-2030.

Fylgigögn:

Drög að landsáætlun í skógrækt

15. Bonn áskorun í skógrækt (2021050339)

Skógræktin og Landgræðslan leituðu til sveitafélaga til að taka Bonn áskoruninni.

Bonn áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Bonn áskorun í skógrækt

16. Brekadalur 14 – umsókn um lóð (2021050083)

Húsanes Verktakar ehf. sækja um lóðina Brekadalur 14.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

17. Brekadalur 16 – umsókn um lóð (2021050082)

Húsanes Verktakar ehf. sækja um lóðina Brekadalur 16.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

18. Brekadalur 18 - umsókn um lóð (2021050081)

Húsanes Verktakar ehf. sækja um lóðina Brekadalur 18.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

19. Brekadalur 20 – umsókn um lóð (2021050087)

Húsanes Verktakar ehf. sækja um lóðina Brekadalur 20.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

 

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að taka eftirfarandi á dagskrá:

20. Mælaborð umhverfissviðs (2021040087)

Mælaborð lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. júní 2021.