273. fundur

23.06.2021 08:15

273. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 23. júní 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Arason og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 307 og nr. 308 (2021010027)

Lagðar fram til kynningar fundargerð nr. 307, dagsett 8. júní 2021 í 12 liðum og fundargerð nr. 308, dagsett 15. júní 2021 í 9 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 307. fundar

Fundargerð 308. fundar

2. Ásahverfi - áskorun íbúa (2021060374)

Erindi íbúa Ásahverfis með 77 undirskriftum barst 6. maí 2021. Áskorun íbúa Ásahverfis til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um að gera úrbætur og laga það sem upp á vantar til að klára það sem lagt var upp með í skipulagi hverfisins. Áskorunin er sett fram í fjórum liðum: 1. Aðkoma inn í hverfið, 2. Leiksvæði og gönguleiðir, 3. Örugg leið til skóla og 4. Frágangur byggingarsvæða.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar vel unna og málefnalega áskorun. Undanfarin misseri hefur verð unnið þétt í umferðargreiningu, tillögum og lausnum en umferðarþungi hefur aukist töluvert á helstu götum bæjarins. Unnið er að endurbótum á stofngönguleiðum barna og áskorunin nýtist í áframhaldandi vinnu við að gera leið gangandi, hjólandi og akandi greiðari og öruggari. Ráðið felur starfsmönnum USK að koma með tillögur að frekari úrbótum að lokinni umferðarlíkansgreiningu sem nú stendur yfir.

Fylgigögn:

Áskorun til USK

3. Ásahverfi – breyting á deiliskipulagi (2021040429)

Ásahverfi niðurstaða könnunar. Send voru út 175 bréf og þar af fóru 50 bréf á íbúa við Klettás og Grænás. Alls bárust 20 svör, þar af voru 7 jákvæð, 11 neikvæð en 2 hlutlaus. Ýmsir þeirra sem tóku afstöðu voru mjög neikvæðir en fáir afgerandi jákvæðir. Flestir nýttu tækifærið til þess að bera fram almennar athugasemdir og tillögur um það sem betur má fara í hverfinu. Brann þá helst á fólki umferðarmálin með erfiðri tengingu við Njarðarbraut og gönguleiðir skólabarna.

Lítill stuðningur er við breytingu á deiliskipulagi hverfisins að svo stöddu. Oftast er vísað til aukins umferðarþunga sem að mati íbúa er ekki á bætandi. Vísað er til að breytingin lækki fasteignaverð þeirra húsa sem fyrir eru. En svara þarf kalli íbúa eftir úrbótum. Ekki verður farið breytingu á deiliskipulagi hverfisins.

4. Deiliskipulagstillaga Reykjanesi - drög (2021050334)

HS orka hf. leggur fram drög að greinargerð og deiliskipulagstillögu VSÓ ráðgjöf ehf. fyrir starfssvæði virkjunarinnar á Reykjanesi. Óskað er heimildar til almennrar kynningar á skipulagsdrögum. Megininntak skipulagstillögunnar er að gildandi deiliskipulagsmörkum, sem ná yfir sveitarfélagamörk Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar sé breytt og að mörkin fylgi sveitarfélagamörkum og markaðar séu lóðir í auðlindagarðinum. Framsetningu er breytt fyrir hagræði og skýrleika. https://dskreykjanes.netlify.app/

Heimilt er að leggja skipulagsdrögin fram til almennrar kynningar.

Fylgigögn:

Deiliskipulagstillaga Reykjanes - drög

5. Hafnargata 12 - breyting á deiliskipulagi (2020040425)

BLUE Fjárfestingar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. dags. 29. maí 2021. Breytingarnar eru þær að bílastæði á lóð verða staðsett ofanjarðar í stað bílakjallara. Bílastæðafjöldi á íbúð með tveimur svefnherbergjum verður 1.5 í stað 1.4 og íbúð með einu svefnherbergi verður 1 í stað 1.4. Innkeyrsla lóðar er frá Norðfjörðsgötu í stað Hafnargötu (í samræmi við umferðagreiningu unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. dags. 27. september 2018). Lóðarveggur við lóðarmörk Hafnargötu má vera að hámarki 1.1m hár frá gólfkóta fyrstu hæðar, lóðarveggur við Aðalgötu má vera að hámarki 1.1m hár frá kóta nærliggjandi lóðar. Gera verður uppbrot við vegg í samræmi við línu lóðarveggs í uppdrætti. Minniháttar frávik uppbrots er heimil með samþykki skipulagshönnuða, án breytingar á deiliskipulagi.

Klæðningar húsa skulu vera vandaðar og endurspegla umhverfið. Val yfirborðefna er frjálst, svo framarlega að það uppfylli þau skilyrði. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar.

Óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Ráðið veitir leyfi til þess að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verður kynningarfundur á auglýsingatímabilinu.

Fylgigögn:

Breyting á deiliskipulagi

6. Dalshverfi og Stapaskóli - breyting á deiliskipulagi (2021020055)

Óskað er heimildar til að auglýsa tillögur breytinga á deiliskipulagi Dalshverfis 1. áfanga en þar er skipulagsmörkum breytt lítilsháttar og í 2. áfanga er skipulagi lóðar Stapaskóla breytt í samræmi við niðurstöðu samkeppni um skólann og endanlegri útfærslu. Tillögur eru settar fram á uppdráttum Kanon arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021, minnisblað Eflu hf. um umferðarhávaða og mótvægisaðgerðir dags. 13. júní 2021 og minnisblað VSÓ ráðgjöf ehf. um samgöngur við Stapaskóla dags. 21. maí 2021.

Óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Ráðið veitir leyfi til þess að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Deiliskipulagsuppdráttur

7. Menntastefna Reykjanesbæjar 2021-2030 – drög til umsagnar (2020010070)

Óskað er umsagnar nefnda og ráða um Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030

Lagt fram.

8. Hafnargata 81-85 – kynning á breytingu á deiliskipulagi (2021050056)

OS fasteignir ehf. leggja fram drög að breytingu á deili- og aðalskipulagi.

Óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Ráðið veitir leyfi til þess að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verður kynningarfundur á auglýsingatímabilinu.

Fylgigögn:

Deiliskipulag

9. Tengivirki Njarðvíkurheiði - breyting á skipulagi (2020060543)

VSÓ ráðgjöf ehf. fyrir hönd Landsnet ehf. leggur fram drög að skipulagsbreytingu á lóð tengivirkis á Njarðvíkurheiði með erindi dags. 15. júní 2021. Það er gert ráð fyrir að færa lóð tengivirkis lítilsháttar til suðurs sem þá lendir þá utan við þéttbýlismörkin í gildandi aðalskipulagi og utan við iðnaðarsvæði I4. Óskað er eftir heimild til breytingar á deili- og aðalskipulagi.

Erindi vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.

Fylgigögn:

Tengivirki Njarðvíkurheiði

10. Kerfisáætlun 2021-2030 - opið umsagnarferli (2021060207)

Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 kv. tengingu frá Suðurnesjum að Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum. Nánari upplýsingar um framkvæmdir, tímaramma og hagræn áhrif má finna á landsnet.is.

https://www.landsnet.is/um-okkur/utgafa-og-samskipti/kynningarrit-og-skyrslur/kerfisaaetlun-2021-2030/ 

Með atburði undanfarins árs í huga þarf að endurmeta raforkutengingar Suðurnesja með afhendingaröryggi, skilvirkni og áreiðanleika afhendingar í huga. Búast má við eldsumbrotum hvar sem er á skaganum og hraun renni í hvaða átt sem er.

Fylgigögn:

Kerfisáætlun

11. Aðalskipulagsbreyting Grindavík - ósk um umsögn (2021060053)

Óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagslýsingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 25.maí sl. Skipulagslýsingin varðar breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík.

Reykjanesbær gerir ekki athugasemdir við breytingu aðalskipulags Grindavíkur 2018-2032 og nýs deiliskipulags sem gert verður til að skilgreina framkvæmdir sem fyrirhugað er að fara í landi Hrauns og Ísólfsskála til að bæta þjónustu og aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Ekki eru heldur gerðar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi vegna tilfærslu hreinsivirkis við Eyjabakka í Grindavík, legu sæstrengs/ljósleiðara og uppbyggingu göngu og reiðhjólastíga frá íbúðarsvæðunum vestast í Grindavík.

Fylgigögn:

Aðalskipulagsbreyting Grindavík

12. Berghólabraut 7 – lóðarstækkun (2020020694)

Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir hönd Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. leggur fram erindi þann 9. júní 2021 með uppdráttum dags. 15. júlí 2020 um stækkun lóðar um 5 m til norðurs undir skýli fyrir spilliefni.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3 með fyrirvara um jákvæða umsögn HS veitna og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

13. Fráveita – ný hreinsistöð (2020021108)

Sviðstjóri kynnti minnisblað Eflu verkfræðistofu hf. dags. 7. júní 2021 um nýja hreinsistöð í Keflavík og uppbyggingu hreinsunar fráveitu í Reykjanesbæ.

Lagt fram.

14. Félagsmálaráðuneytið - ósk um lóð fyrir öryggisvistun (2021060376)

Félagsmálaráðuneytið leggur fram erindi með bréfi dags. 9. júní 2021 og óskar eftir lóð fyrir undir nýbyggingu öryggisúrræðis fyrir einstaklinga sem hlotið hafa dóm á grundvelli 62. gr. hegningarlaga og einstaklinga sem þurfa meiri og /eða annarskonar þjónustu vegna fötlunar sinnar en hægt er að veita í hefðbundnum búsetuúrræðum á vegum sveitarfélaga. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að staðsetningu lóðar og óskar heimildar til breytingar á aðalskipulagi vegna svæðis fyrir samfélagsþjónustu og heimildar til að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið þegar nánari þarfagreining liggur fyrir.

Erindi frestað.

15. Eikardalur 13 - niðurstaða hlutkestis (2021050522)

Kristinn E. Guðmundsson sækir um lóðina Eikardal 13 og er úthlutuð lóðin að loknu hlutkesti sem fór fram á skrifstofu skipulagsfulltrúa þann 21. júní.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

16. Lerkidalur 9 – niðurstaða hlutkestis (2021050461)

Gísli F. Ólafsson sækir um lóðina Lerkidal 9 og er úthlutuð lóðin að loknu hlutkesti sem fór fram á skrifstofu skipulagsfulltrúa þann 21. júní.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

17. Völuás 12 - umsókn um lóð (2021060096)

Jón H. Kristmundsson sækir um lóðina Völuás 12.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

18. Bergás 3 - umsókn um lóð (2021060277)

Ásgeir S. Guðbjartsson sækir um lóðina Bergás 3.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

19. Bergás 5 - umsókn um lóð (2021060268)

Gyða M. Sigfúsdóttir sækir um lóðina Bergás 5.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

20. Furudalur 3 – umsókn um lóð (2021060372)

Erla G. Grétarsdóttir sækir um lóðina Furudal 3.

Umsókn dregin tilbaka.

21. Brekadalur 4 – umsókn um lóð (2021060371)

Erla G. Grétarsdóttir sækir um lóðina Brekadal 4

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 1. júlí 2021.