274. fundur

13.08.2021 08:15

274. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 13. ágúst 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigurmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi, Dagmar R. Skúladóttir og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Úttekt á aðgengismálum í Reykjanesbæ (2020050172)

Dagmar R. Skúladóttir starfsmaður á umhverfissviði kynnti úttekt á aðgengismálum í Reykjanesbæ.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar fyrir góða kynningu. Unnið er að 5 ára úrbótaáætlun í aðgengismálum.

2. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 309 og nr. 310 (2021010027)

Lagðar fram til kynningar fundargerð nr. 309, dagsett 1. júlí 2021 í 8 liðum og fundargerð nr. 310, dagsett 29. júlí 2021 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerðir 309. fundar og 310. fundar

3. Kirkjuvegur 8 – deiliskipulag (2021030029)

Breyting á deiliskipulagi í Reykjanesbæ, svæði A (gamli bærinn) dags. 10. maí 1999, með áorðnum breytingum samkvæmt uppdrætti frá JeES arkitektum ehf. dags. 14. apríl 2021. Lóðinni á Kirkjuvegi 8 er skipt í tvær lóðir með aðkomu frá Kirkjuvegi og Klapparstíg. Á lóðirnar koma húsin sem áður stóðu við Hafnargötu 22 og 24. Auglýsingatíma er lokið og bárust engar athugasemdir.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Fylgigögn:

Deiliskipulag - Kirkjuvegur 8

 4. Tjarnabraut 4 - niðurstaða grenndarkynningar (2021040520)

Fyrir hönd Fögruborgar ehf. sækir Kristinn Ragnarsson arkitekt um breytingu á samþykktu deiliskipulagi með erindi dags. 29. apríl 2021. Breytingin felst í því að íbúðum fjölgi úr 10-11 íbúðum, samkvæmt gildandi deiliskipulagi, í 17 íbúðir og að bílastæðahlutfall færi úr 1.8 í 1.6 á íbúð. Jafnframt er gert ráð útskoti fyrir stigahús. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust.

Erindi frestað.

Fylgigögn:

Andmæli við fjölgun íbúða við Tjarnabraut 4

 5. Hafnargata 76 - niðurstaða grenndarkynningar (2020120023)

Tækniþjónusta SÁ ehf. leggur fram fyrirspurn fyrir hönd eigenda Hafnargötu 76 vegna ósk eigenda um leyfi til breytinga á húsnæði sínu en um er að ræða að byggja við vesturhlið í samræmi við uppdrætti dags. 16. nóvember 2020. Grenndarkynning hefur farið fram og bárust engar athugasemdir.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Aðaluppdráttur - Hafnargata 76

6. Háaleiti 15 - niðurstaða grenndarkynningar (2021050496)

Geir Reynir Egilsson sækir um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan á sama stað. Einnig sækir hann um að byggja yfir svalir, sbr. uppdrættir frá OMR verkfræðistofu ehf. dags. 27. maí 2021. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust. Gerð er athugasemd við að bílskúr loki mögulega gönguleið milli Háaleitis 15 og 17.

Bílskúrinn er innan lóðarmarka Háaleitis 15, en lóð Háaleitis 17 var stækkuð samkvæmt gögnum þjóðskrár. Göngustígur á þessum stað er ekki á áætlun. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Háaleiti 15 - fyrirspurn

7. Bjarkardalur 8 - niðurstaða grenndarkynningar (2021050139)

Sólrún Auðbertsdóttir óskar eftir heimild til að reisa lítið skýli/gustloka á hluta af svölum eins og meðfylgjandi teikningar sýna. Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Bjarkardalur 8 - teikningar

8. Skógarbraut 918A - niðurstaða grenndarkynningar (2021040446)

Ásbrú Íbúðir ehf. óska eftir að fjölga íbúðum á Skógarbraut 918 úr 24 í 42 í samræmi við uppdrætti OMR verkfræðistofu ehf. dags. 6. febrúar 2018. Bílastæðahlutfall er 1.8 og eru stæði sameiginleg með Skógarbraut 917. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust.

Andmælt er fjölgun íbúða vegna fyrirkomulags bílastæða og aukinnar umferðar.

Bílastæðahlutfallið er 1.8 við Skógarbraut 918a hefur reynst fullnægjandi við fjölbýlishús. Bílastæða hlutfall Skógarbrautar 921 er 1,6 sem er í lægra lagi. Þegar bílastæði eru stór vegna fjölda íbúða þá verða gönguleiðir lengri. Treysta verður að húsfélög sem deila sameiginlegri aðkomu að lóð geti gert með sér samkomulag um nýtingu og rekstur.

Bent er á að gönguleið nýtist illa þar sem ný leikskólalóð aftengdi lóðina Skógarbraut 221 við hverfið og íbúar nýti því bílastæði sem gönguleið og auki bílaumferð skapi því hættu.

Tekið er undir þá ábendingu að bæta þurfi gönguleið og þarf sveitarfélagið að hafa aðkomu að lagfæringu á því. Vert er að halda upphaflegu skipulagi hverfisins þar sem bílaumferð og umferð gangandi er vel aðskilin.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Aðaluppdráttur - Skógarbraut 918A

9. Guðnýjarbraut 12 - niðurstaða grenndarkynningar (2021060180)

Sveinn Valdimarsson fyrir hönd eiganda sækir um að byggja einbýlishús á lóðinni sbr. uppdrætti Beims ehf. dags. 8. júní 2021. Fyrir nokkrum árum var neðri hæð steypt upp en ekki lokið við framkvæmdir. Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Guðnýjarbraut 12 - teikningar

10. Reykjanesvegur 46 – breyting á bílskúr (2021080174)

Eggert Sólberg Pálsson óskar heimildar fyrir að byggja nýjan bílskúr og rífa þann sem fyrir er á lóðinni í samræmi við uppdrátt Riss ehf. dags. 18. júní 2021

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Reykjanesvegur 46 - breyting á bílskúr

11. Víðidalur 22-32 - uppskipting á lóð (2021080177)

Sparri ehf. óskar eftir uppskiptingu lóðarinnar Víðidalur 22-32 með erindi dags. 15. júlí 2021.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Víðidalur 22-32 - uppskipting á lóð

12. Hringbraut 90 - niðurstaða grenndarkynningar (2020050507)

Eggert F. Gunnarsson óskar heimildar til að byggja bílskúr á lóð sinni við Hringbraut 90 í samræmi við uppdrætti Unit ehf. dags. 11. júní 2020. Norðurhlið bílskúrs er við lóðarmörk Hringbrautar 88. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir bárust.

Tekið er undir að vegna nálægðar við nágrannahús er friðhelgi einkalífs íbúa Hringbrautar 90 skert með því að heimila þaksvalir á bílskúr. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Afstöðumynd - Hringbraut 90

13. Unnardalur 6 (2021060090)

Míla ehf. sækir um leyfi fyrir 16m samskiptamastri inni á veitulóð að Unnardal 6 sbr. aðalupprætti Jóhanns M. Kristinssonar dags. 1. júní 2021 ásamt samkomulagi við HS Veitur hf. sem lóðarhafa um afnot af lóð.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Unnardalur 6

14. Brimdalur 5 – fyrirspurn um breytingu á byggingarreit (2021010568)

Halldór Jónsson lóðarhafi Brimdals 5 óskar eftir heimild til að byggja einbýlishús á einni hæð á lóðinni Brimdal 5 auk þess að lengja byggingarreit lóðarinnar til suðurs. Lóðin er samkvæmt skipulagi með heimild fyrir 2 hæða hús á frekar þröngum byggingarreit en hugmyndin er að reisa einnar hæðar hús á lóðinni. Því er óskað eftir að stærð byggingarreits breytist úr 11 x 14 m í 11 x 18.75 m. Samkvæmt erindi dags. 6. júlí 2021.

Erindi hafnað. Tillagan samræmist ekki götumynd og eignamynstri.

Fylgigögn:

Fyrirspurn - Brimdalur 5

15. Garðavegur 9 (2021080178)

Jónas Ragnarsson óskar heimildar til stækkunar á húsi samkvæmt uppdráttum Art stone slf. dags. 5. ágúst 2021 úr um 60m2 í um 160m2. Um er að ræða stækkun/viðbyggingu við núverandi einbýlishús, viðbættan bílskúr og verönd ásamt breytingu á þaki.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Garðavegur 9 - erindi

16. Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi - umsagnir (2021050334)

Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi Reykjanes. Orkuvinnsla, iðnaður og ferðamennska samþykktu árið 2004 með síðari breytingum, sem liggur innan marka Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Allmargar breytingar hafa verið gerðar á gildandi deiliskipulagi því eftir því sem starfsemi svæðisins hefur þróast og skipulagsforsendur breyst síðustu 17 ár. Reykjanesbær kynnti vinnslutillögu að deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010. Gefinn var kostur á að koma á framfæri ábendingum við vinnslutillögu áður en tillagan verður samþykkt til auglýsingar. Nokkrar ábendingar bárust.

Tekið er tillit til athugasemda eins og fram kemur í samantekt í vinnuskjali VSÓ ráðgjöf ehf. dags. 9. ágúst 2021

Fylgigögn:

Deiliskipulag 

17. Beiðni um úthlutun reits í Njarðvíkurskógum til skógræktar (2021080179)

Stúkan Sindri sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi óskar eftir að fá til afnota um einn hektara lands í Njarðvíkurskógum fyrir uppbyggingu skóglendis og græns svæðis.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið og að stúkan fái svæði til umráða í samráði við garðyrkjustjóra.

Fylgigögn:

Beiðni Sindra

18. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030 - lýsing til umsagnar (2021070342)

Suðurnesjabær óskar umsagnar um lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Fylgigögn:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sveitarfélagsins Garðs

19. Dalshverfi - nafnaleikur (2019050472)

Nýtt hverfi sem er framhald af Dalshverfi er í undirbúningi. Nýju hverfi fylgja margar nýjar götur sem eru nú nafnlausar og leitaði umhverfis- og skipulagsráð til bæjarbúa um tillögur að götunöfnum auk nafns fyrir hverfistorgið. En við torgið verður endastöð strætó og leikskóli. Skilyrðin voru að ending götunafna sé dalur og nöfnin séu hverfinu til sóma. 157 tillögur bárust.

Sett verður saman valnefnd sem tekur saman álitlegustu nöfnin. Veittar verða viðurkenningar fyrir valin nöfn.

20. Furudalur 3 - umsókn um lóð (2021060473)

Hörður Pálsson sækir um lóðina Furudal 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

21. Furudalur 3 - umsókn um lóð (2021060508)

Þórunn H. Jóhannesdóttir sækir um lóðina Furudal 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

 22. Furudalur 3 - umsókn um lóð (2021070210)

Sigurjón H. Andrésson sækir um lóðina Furudal 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

 23. Furudalur 3 - umsókn um lóð (2021080057)

Hjalti Guðjónsson sækir um lóðina Furudal 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

24. Furudalur 3 - umsókn um lóð (2021080068)

Davíð A. Gunnlausson sækir um lóðina Furudal 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

25. Furudalur 3 – umsókn um lóð (2021080195)

Jónmundur A. Tómasson sækir um lóðina Furudalur 3.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

26. Vallarás 13 - umsókn um lóð (2021080058)

Smíðafélagið ehf. sækir um lóðina Vallarás 13.

Lóðarúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn um lóð

27. Menntastefna Reykjanesbæjar (2020010070)

Óskað er umsagnar nefnda og ráða um Menntastefnu Reykjanesbæjar 2021-2030.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framkomnum drögum að menntastefnu. Mikilvægt er að samþykkt hennar fylgi aðgerðaráætlun um framkvæmd.

28. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022-2025 (2021060488)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs kynnti drög að verkefnum fjárhagsáætlunar 2022.

Lagt fram.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 24. ágúst 2021.