277. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Skólavegi 1, 17. september 2021, kl. 08:15
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 314 (2021010027)
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 314, dagsett 14. september 2021 í 19 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fylgigögn:
Fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 314
2. Vatnsnesvegur 22 (2020020019)
Um er að ræða nýja byggingu innan lóðarmarka Vatnsnesvegar 22. Byggingin er hugsuð sem bílgeymsla norðan við núverandi íbúðarhús á lóðinni. Stærð byggingar er 5,0 m x 10,0 m og brúttóstærð 50 m². Hámarkshæð húss er 4,0 m. Þakkantur nær 50 cm út fyrir byggingarreit.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Vatnsnesvegur 22
3. Hringbraut 77 (2021090004)
Ína Björk Hannesdóttir óskar eftir heimild til að reisa nýbyggingu á norðausturhorni lóðarinnar Hringbraut 77. Stærð byggingar er 6,5 m x 8,5 m og brúttóstærð 55,3 m2. Hámarkshæð verður 3,8 m. Nýbyggingin verður byggð á lóðarmörkum til norðurs og austurs og ekki tengd við núverandi húsnæði á lóðinni Hringbraut 77.
Í nýbyggingu verði skipulögð 2ja herbergja íbúð, ekki hefðbundin bílgeymsla í samræmi við erindi Riss verkfræðistofu ehf. dags. 13. september 2021.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Hringbraut 77
4. Tjarnabraut 6 - andmæli við grenndarkynningu (2021050002)
Á 187. fundi umhverfis- og skipulagsráðs, 9. ágúst 2016, hafði verið samþykkt að fjölga íbúðum úr 14-15 í 27-32 íbúðir. Sótt var um breytingu á byggingareit og lítillegt hærra nýtingarhlutfalli á fundi dags. 21. janúar 2019. Samþykkt var breyting á skipulagi með grenndarkynningu vegna sömu lóðar, en s.kv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf grenndarkynning að fara fram að nýju. Óskað er heimildar að fjölga íbúðum úr 14-15 í 31 og bílastæðahlutfall 1,7 auk hærra nýtingarhlutfalls í samræmi við áður samþykktar skipulagsbreytingar á sömu lóðar. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var erindið samþykkt með fyrirvara um athugasemdalausa grenndarkynningu. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma. Sem að inntaki fjallar um aukna umferð samfara fjölgun íbúða og þ.a.l. aukna slysahættu fyrir börn á leið í skóla.
Svör við athugasemdum koma fram í minnisblaði dags. 14. september 2021. Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Tjarnabraut 6 - andmæli
Tjarnabraut 6 - minnisblað
Tjarnabraut 6
5. Hafnarbraut 12 - lóðarstækkun og nýbygging (2021090293)
Lóðarhafi óskar heimildar til lóðarstækkunar og að reisa á lóðinni skemmu í samræmi við uppdrætti Sigurðar H. Ólafssonar dags. 2. september 2021.
Erindi frestað.
Fylgigögn:
Hafnarbraut 12 - fyrirspurn
6. Mánagrund 21 a og b - stækkun (2021060281)
Vilhjálmur Arndal Axelsson og Anton G. Kristinsson sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sbr. teikningar frá teiknistofunni Örk ehf. dags. 16. ágúst 2021.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.
Fylgigögn:
Mánagrund 21 a og b - stækkun
7. Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn – vinnslutillaga (2020100160)
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi Njarðvíkurhöfn – suðursvæði, VSÓ ráðgjöf ehf. dags. september 2021 og nýtt deiliskipulag Kanon arkitektar ehf. dags. 13. september 2020. Áform eru um að auka við athafnasvæði hafnarinnar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur á suðursvæði Njarðvíkurhafnar. Móta þarf svæðið að auknum umsvifum og tilheyrandi uppbyggingu aðstöðu og landmótunar. Meðal framkvæmda sem koma til með að fylgja í kjölfar skipulagsbreytinga eru bygging þurrkvíar, dýpkun hafnarinnar, brimvarnargarður, landfylling og viðlegukantur. Þá er ráðgert að þróa þjónustuklasa fyrir sjávarútveginn í tengslum við hafnarsvæðið á aðliggjandi athafnasvæði þar sem lögð verður áhersla á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend til viðhalds, breytinga og endurnýjunar. Óskað er heimildar til að kynna tillöguna.
Samþykkt að kynna vinnslutillöguna opinberlega skv. 30. gr. skipulagslaga.
Fylgigögn:
Deiliskipulag
Aðalskipulagstillaga Njarðvíkurhöfn
8. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og skipulagslýsing (2021060053)
Hér er sett fram skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 vegna stækkunar á golfvelli Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2). Við landmótun golfvallarins verður notað efni sem fellur til við gatnagerð innan þéttbýlisins, samtals áætlað um 20.000 m³. Stækkunin fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því einnig sett fram matslýsing.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.
Grindavíkurbær kynnir hér tillögu að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Annars vegar er um að ræða breytingu vegna sæstrengs sem kemur á land í Hraunsvík og mun jarðstrengur svo lagður með Suðurstrandarvegi og hins vegar breytingar aðalskipulags vegna eldgoss við Fagradalsfjall þar sem stefnt er að efla öryggi ferðafólks og gera aðstöðu til ferðaþjónustu, bílastæðum, þjónustubyggingum og breytingu á stígakerfi.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032.
Fylgigögn:
Golfvöllur - stækkun
Kynning á aðalskipulagsbreytingu í Grindavík
9. Fiskeldi á Reykjanesi (2021090022)
VSÓ ráðgjöf ehf. leggur fram greinargerð aðalskipulag Reykjanesbæjar – breyting. Deiliskipulag fiskeldis á Reykjanesi. Stækkun iðnaðarsvæðis I5a – fiskeldi, skipulags- og matslýsingu dags. ágúst 2021. Óskað er umsagnar um skipulags og matslýsinguna.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
Fylgigögn:
Fiskeldi - lýsing
10. Bolafótur - breyting á aðalskipulagi og stækkun á fyrirhuguðu miðsvæði (2019060056)
Stefán Thordersen fyrir hönd S3 ehf. með erindi dags. 3. september 2021 óskar eftir að spilda með landeignarnúmer L229496 sem er við botn Bolafóts verði skilgreint sem miðsvæði í endurskoðun aðalskipulags.
Erindi vísað til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
Fylgigögn:
Breyting á skipulagi - Bolafótur
11. Leikskólinn Gimli - merktar gönguleiðir (2021090281)
Erindi leikskólans Gimli með hugmyndum að skiltum á gönguleiðinni við sjávarsíðuna fyrir aftan Njarðvíkurskóla og á gönguleiðinni í Njarðvíkurskógi. Leikskólinn Gimli fékk styrk frá Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar fyrir verkefnið Jóga í vettvangsferðum. Verkefnið fór af stað með nemendum skólans haustið 2020. Hugmyndin var að vinna með núvitund, öndunaræfingar, jógastöður og slökun úti í náttúrunni. Nemendur læri þannig að tileinka sér þær aðferðir úti í náttúrunni sem þau iðka í jóga inni.
Umhverfis- og skipulagsráðs fagnar heillandi verkefni og samþykkir erindið. Starfsfólki umhverfissviðs falið að vera þeim innan handar við framkvæmdir.
Fylgigögn:
Erindi frá leikskólanum Gimli
12. Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar (2021090015)
Reykjanesbær veitir umhverfisviðurkenningar íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesbæ. Óskað var eftir ábendingum frá íbúum um nágranna og fyrirtæki sem eru að gera góða hluti í umhverfismálum. Þetta gátu verið fallegir garðar, vel heppnuð endurbygging á gömlum húsum, fegrun lóða og svæða umhverfis íbúðarhús eða fyrirtæki.
Umhverfis- og skipulagsráð veitir eftirtöldum umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar 2021:
Freyjuvellir 6 – viðurkenning fyrir fallegan og mjög vel hirtan garð.
Hraundalur 1 - viðurkenning fyrir fallegan og mjög vel hirtan garð.
Suðurgata 9 – viðurkenning fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi.
Hafnargata 14-18 – viðurkenning fyrir vel heppnaða endurbyggingu gamalla húsa.
Hátún 21 og 23 – viðurkenning fyrir vel heppnað viðhald á parhúsi.
Fífumói 5 – viðurkenning fyrir vel heppnað viðhald á fjölbýlishúsi.
BYGG - viðurkenning fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu í Hlíðarhverfi.
HUG Verktakar - Viðurkenning fyrir markvissa framkvæmd og frágang við Vallarbraut 12.
Hughrif í bæ – viðurkenning fyrir að glæða bæinn lífi á skemmtilegan hátt, annað sumarið í röð.
13. Völuás 2 - umsókn um lóð (2021090046)
Garún ehf. sækir um lóðina Völuás 2.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
14. Flugvellir 11 - umsókn um lóð (2021090212)
Herlegheit ehf. sækir um lóðina Flugvellir 11.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
15. Einidalur 9 - umsókn um lóð (2021090223)
Sjávarbraut ehf. sækir um lóðina Einidalur 9.
Þar sem einstaklingar hafa forgang við úthlutun sérbýlishúsalóða samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins og fyrir liggur umsókn einstaklings um sömu lóð er erindi hafnað.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
16. Einidalur 9 - umsókn um lóð (2021090228)
Brynja D. Stefánsdóttir sækir um lóðina Einidalur 9.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
17. Flugvellir 23 – umsókn um lóð (2021090307)
Festi fasteignir ehf. sækir um lóðina Flugvellir 23.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Umsókn um lóð
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.58. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. september.