283. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Courtyard by Marriott 15. desember 2021, kl. 17:00
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
1. Endurskoðun Aðalskipulags 2020-2035 – tillaga (2019060056)
Tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar lagt fram. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. og Kanon arkitektum ehf. Óskað er heimildar til að auglýsa tillöguna.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að tillagan sé auglýst og að í ársbyrjun verði haldnir íbúafundir til kynningar á tillögunni í hverfum bæjarins.
Fylgigögn:
Greinargerð aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035
Umhverfisskýrsla
Þéttbýlisuppdráttur
Sveitarfélagsuppdráttur
2. Nýtt tengivirki á Njarðvíkurheiði - breyting á deiliskipulagi (2020060543)
VSÓ ráðgjöf ehf. fyrir hönd Landsnet ehf. leggur fram drög að skipulagsbreytingu á lóð tengivirkis á Njarðvíkurheiði með erindi dags. 15. júní 2021. Það er gert ráð fyrir að færa lóð tengivirkis lítilsháttar til suðurs sem þá lendir þá utan við þéttbýlismörkin í gildandi aðalskipulagi og utan við iðnaðarsvæði I4. Óskað er eftir heimild til breytingar á deili- og aðalskipulagi.
Heimild er veitt til minniháttar breytingar á aðalskipulagi. Breytingin er umfangslítil og hefur því óverulega breytingu á landnotkun í för með sér, landnotkunarflekinn er minni og færist lítillega til. Breytingin er staðbundin og hefur ekki áhrif á aðra einstaka aðila. Einnig samræmist hún breytingu sem þegar hefur verið kynnt í vinnslutillögu aðalskipulags.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Aðalskipulagsbreyting
Nýtt tengivirki á Njarðvíkurheiði - tillaga að breytingu á deiliskipulagi
3. Hafnarbakki 10 (2019120105)
Ásmundur Ö. Valgeirsson sækir um að breyta iðnaðarhúsnæði við Hafnarbakka 10 í fjölbýlishús með 15 íbúðum. Byggingin er að mestu leiti á tveimur hæðum, en sá hluti hússins sem er á suð-austur hluta lóðar er á einni hæð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Aðaluppdráttur - Hafnarbakki 10
4. Flugvallarbraut 936 - breytt notkun (2021120001)
TGJ ehf. leggur fram fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis við Flugvallarbraut 936 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með vinnustofu. Lóðin er á græna treflinum við AT5 en samkvæmt vinnslutillögu aðalskipulags og rammaskipulagi fyrir Ásbrú er lóðin á svæði sem síðar er ætlað íbúðabyggð.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Flugvallarbraut 936
5. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar (2021060053)
Nýtt hreinsivirki og frárennslislögn, göngu- og reiðhjólastígar og stækkun golfvallar í Grindavík. Breytt aðalskipulag.
Í tillögunni er gert ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík inn á stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík.
Aðgengi og þjónusta vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og athafnasvæði í Hraunsvík vegna landtöku sæstrengs. Breytt aðalskipulag.
Í tillögunni eru skilgreindar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í landi Hrauns og Ísólfsskála, til að bæta aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum og breytingu á landi Hraunsvíkur fyrir aðkomu sæstrengs og athafnasvæði fyrir aðstöðuhús og varaaflsstöð.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við breytingarnar.
Fylgigögn:
Aðalskipulag Grindavíkur - breyting
Gossvæði og sæstrengur
6. Skólavegur – lækkun á hámarkshraða (2021120270)
Tillaga að hámarkshraði akandi umferðar á Skólavegi verð 30 km/klst. milli Hringbrautar og Hafnargötu. Gatan er húsagata milli Hringbrautar og Sólvallagötu og milli Sólvallagötu og Hringbrautar er sjúkrahús og Fjölskyldusetur en þó nokkur umferð gangandi fólks þverar götuna. Vegna aðkomu sjúkrabíla eru ekki lagðar til þrengingar eða aðrar hraðahindranir.
Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
Tillaga að lækkun hámarkshraða
7. Úthlutunarreglur Dalshverfis 3. áfanga - drög (2019050472)
Lagt fram.
8. Samantekt ársins 2021 (2021120264)
Byggingafulltrúi og skipulagsfulltrúi fóru yfir helstu verkefni líðandi árs og áherslur næsta árs.
Lagt fram.
9. Mælaborð umhverfissviðs (2021040087)
Sviðsstjóri fór yfir verkefni ársins.
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.