311. fundur

17.03.2023 08:15

311. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn á Courtyard by Marriott hótelinu að Aðalgötu 60, 17. mars 2023, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Jóhann Gunnar Sigmarsson og Sigrún Inga Ævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingafulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Hilmar Örn Arnórsson verkefnastjóri byggingafulltrúa, Jakob Snævar Ólafsson og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritarar.

Helga María Finnbjörnsdóttir boðaði forföll, Jóhann Gunnar Sigmarsson sat fundinn.

Guðbergur Ingólfur Reynisson boðaði forföll, Sigrún Inga Ævarsdóttir sat fundinn.

1. Aðaltorg - kynning (2020060008)

Ingvar Eyfjörð og Einar Þór Guðmundsson frá Aðaltorgi mættu á fundinn og kynntu drög að deiliskipulagi Aðaltorgs.

Lagt fram.

2. K64 – kynning (2022100542)

K64 þróunaráætlun er ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin. Íslenska ríkið, Isavia ohf., Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar undir verkstjórn Kadeco með hópi innlendra og erlenda ráðgjafa.

Lagt fram.

3. Hlíðarhverfi 3. áfangi - drög að deiliskipulagi (2019120007)

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. leggja fram drög Arkís arkitekta ehf. að deiliskipulagi þriðja áfanga Hlíðarhverfis.

Breyta þarf aðalskipulagi áður en afstaða er tekin til framlagðra draga.

4. Hlíðarhverfi - óveruleg breyting á aðalskipulagi (2019060056)

Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Fyrirhuguð breyting tekur til skipulagssvæða ÍB28, ÍÞ2 og S45 sunnan Þjóðbrautar, austan við Reykjanesbraut og vestan við Móahverfi. Breytingin felst í því að íbúðarsvæði ÍB28 stækkar til austurs og íbúðum fjölgar úr 900 í 986.

Vinna þarf drög að skipulagi íþróttasvæðis og skólalóðar svo tryggt sé að svæðið þjóni sínu hlutverki þrátt fyrir þessa breytingu. Erindi er frestað.

5. Lerkidalur 1 (2023030104)

Ólíver M. Jensson óskar heimildar til að breyta bílgeymslu í íbúðarrými sbr. uppdrætti Beims ehf. dags. 3. mars 2023.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn: 

Lerkidalur 1

6. Brekadalur 48 (2023030103)

Hugrún Þorsteinsdóttir óskar heimildar til að reisa ýmis útihús á lóð utan byggingarreits sbr. uppdrætti M11 arkitekta ehf. dags 1. mars 2023.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn: 

Brekadalur 48

7. Huldudalur 15-17 (2023020476)

Óskað er eftir að fullnýta byggingarreit, heildarbyggingarmagn á lóð aukist úr 300m2 í 350m2 skv. uppdráttum AIA arkitekts slf. dags. 20. febrúar 2023. Sambærileg breyting var samþykkt á 297. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 19. ágúst 2022.

Sambærileg breyting Huldudals 19-21 var samþykkt á 297. fundi umhverfis- og skipulagsráðs í kjölfar grenndarkynningar án athugasemda. Í ljósi þess fordæmis er breytingin samþykkt.

Fylgigögn:

Huldudalur 15-17

8. Birkiteigur 23 - breyting á bílskúr (2022120359)

Dariusz C. Kryszewski óskar heimildar til að breyta bílskúr í íbúðarrými sbr. uppdrætti Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 19. desember 2022.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Birkiteigur 23

9. Sólvallagata 34 - stækkun á bílastæði (2023030319)

Hreinn L. Hreinsson óskar eftir heimild til að stækka bílastæði við eign sína að Sólvallagötu 34 sbr. erindi dags. 1. mars 2023.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2. Umhverfis- og skipulagsráð bendir á að fjölgun bílastæða innan lóðar hefur sjálkrafa í för með sér fækkun gestabílastæða í götu. Breytingar á bílastæðum kalla á breytingar á lóðarblaði og kostnaður vegna allra breytinga greiðist af lóðarhafa.

Fylgigögn:

Sólvallagata 34 

10. Heiðarvegur 4 – kvistur (2023030322)

Fyrir hönd eiganda Heiðarvegar 4, óska JeES arkitektar ehf. eftir heimild til að koma fyrir kvisti á þaki einbýlishúss á Heiðarvegi 4. Teikningar voru áður samþykktar árið 2000, en kvistur til norðurs aldrei framkvæmdur. Nú er byggingarumsókn um óbyggðan kvist runnin út og óskað er eftir að halda fyrri áformum áfram og fara í framkvæmdir á norður kvisti hússins í samræmi við meðfylgjandi gögn.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.

Fylgigögn:

Heiðarvegur 4

11. Dreifistöð 254 við Fitjabraut (2023030323)

HS veitur hf. óska eftir lóð undir dreifistöð við Fitjabraut sbr. tillögu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. að lóðablaði dags. 7. mars 2023.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.

Fylgigögn:

Dreifistöð 254

12. Flugvellir 23 - breyting á byggingarreit (2022090145)

Lava CarRental ehf. óskar heimildar til að víkja frá bundinni byggingarlínu á vesturhluta lóðar um 6,3 m sbr. erindi JeES arkitekta ehf. dags. 27. september. Erindið var afgreitt á 300. fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 7. október 2022. Mistök voru gerð við orðalag afgreiðslu og er erindið tekið upp að nýju.

Bundin byggingarlína verði óbreytt en lóðarmörk meðfram Reykjanesbraut færist utar um 6,3 metra.

13. Stækkun Keflavíkurflugvallar – umsagnarbeiðni (2023030279)

Skipulagsstofnun fer fram á að veitt verði umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar vegna stækkunar á Keflavíkurflugvelli.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars samþykkt.

14. Hvutti-Hagsmunafélag Hunda á Suðurnesjum – erindi (2023030324)

Hvutti-Hagsmunafélag hunda á Suðurnesjum með erindi dags. 14. febrúar 2023 leggur fram ósk um samstarf við Reykjanesbæ varðandi hreinsun á Patterson svæðinu sem mikið er notað af hundaeigendum til útiveru.

Ráðið þakkar vandað og metnaðarfullt erindi, en Patterson svæðið er í eigu ríkisins, hreinsun og viðhald svæða er almennt á ábyrgð landeigenda. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Erindi frá Hvutta

15. Þróun og skipulag hafnarsvæða Reykjaneshafnar (2022110379)

Á 303. fundi umhverfis- og skipulagsráðs voru Helga M. Finnbjörnsdóttir og Róbert J. Guðmundsson tilnefnd í samstarfshóp með fulltrúum Reykjaneshafnar til þess að vinna að skipulagi og þróun hafnarsvæða Reykjaneshafnar en Helga M. Finnbjörnsdóttir óskar eftir vegna anna að annar verði annar skipaður í hennar stað.

Umhverfis- og skipulagsráðs tilnefnir Guðberg Reynisson í stað Helgu M. Finnbjörnsdóttur í starfshóp um þróun og skipulag hafnarsvæða Reykjaneshafnar.

16. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa nr. 345 (2023010043)

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar fundargerð afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa nr. 345 í 7 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn: 

Með því að smella hér má skoða fundargerðina.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2023.