346. fundur

01.10.2024 08:30

346. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn í Grófinni 2 þann 1. október 2024, kl. 08:30

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Jón Már Sverrisson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála og Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála sem ritaði fundargerð.

Gunnar Felix Rúnarsson boðaði forföll og sat Jón Már Sverrisson fundinn í hans stað.

1. Umferðarmál - hönnun og framkvæmdir (2022110639)

Samúel Torfi Pétursson þróunarstjóri og Bergný Jóna Sævarsdóttir sjálfbærnistjóri frá Kadeco mættu á fundinn. Brynjar Vatnsdal frá Isavia sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Farið var yfir valkostagreiningu, matsþætti og forsendur varðandi framtíðarskipan Reykjanesbrautar frá Fitjum að Rósaselstorgi frá VSÓ og Vegagerðinni.

Guðlaugi H. Sigurjónssyni sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt Gunnari Kr. Ottóssyni skipulagsfulltrúa falið að vinna minnisblað fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem haldinn verður 4. október næstkomandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. október 2024.