348. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað þann 11. október 2024, kl. 08:15
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Gunnar Ellert Geirson deildarstjóri umhverfismála og Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
1. Tjarnabraut 26-40 - lóðaumsóknir (2024090525)
Alls bárust 204 umsóknir um 6 lóðir. Af þeim voru 177 gildar umsóknir. Þar sem umsóknir einstaklinga nutu forgangs var dregið úr 153 umsóknum. Dregið var um 1. 2. og 3. val. Falli umsækjandi í fyrsta vali frá lóðarumsókn gengur lóðin til þess næsta eða þess þriðja ef svo ber undir. Gildir þetta til 1. maí 2025. Losni einhver lóðanna eftir þann tíma er lóðin laus til umsókna. Ef lóð losnar fyrir þann tíma og enginn þeirra þriggja sem dregin var þiggur lóðina er lóðin laus til umsókna að nýju.
Fylgigögn:
Lóðarúthlutun í Tjarnahverfi
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. október 2024.