358. fundur

14.02.2025 10:00

358. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn að Skógarbraut 946 þann 14. febrúar 2025 kl. 10:00

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir og Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Eysteinn Eyjólfsson boðaði forföll og sat Hjörtur Magnús Guðbjartsson fundinn í hans stað.

Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstýra umhverfismála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur sem ritaði fundargerð.

1. Vinnslutillaga deiliskipulags - Suðurbrautarreitur (2023030660)

Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger frá A2f arkitektum mættu á fundinn og lögðu fram fyrir hönd Stofnhúsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Suðurbrautarreit, 3,3 ha. reitur kenndur við Suðurbraut 765. Á reit er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á 3-5 hæðum með allt að 300 íbúðum af fjölbreyttri gerð. Sérstakir byggingarreitir eru ætlaðir sérstakri notkun annarri en fyrir íbúðir, t.d. samkomuhús, garðskála o.fl.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með uppbyggingaráform í Ásbrúarhverfi, samantekt athugasemda verður lögð fram á næsta fundi. Erindi frestað.

2. Vinnslutillaga deiliskipulags - Spítalareitur (2023030010)

Hans Orri Kristinsson frá Sen&Son arkitektum og Bjarni Árnason frá Hille Melbye arkitekter mættu á fundinn og lögðu fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Spítalareit sem afmarkast af Flugvallarbraut, Grænásbraut og Breiðbraut. Á deiliskipulagssvæðinu verður gert ráð fyrir lágreistri 2- 4 hæða byggð fjölbýlishúsa sem mynda svokallaða randbyggð með allt að 250 íbúðum. Skipulagssvæðið er vel staðsett á Ásbrú og er hluti af tveimur hverfum samkvæmt rammaskipulagi, þ.e. í hjarta Ásbrúar og Offiserahverfinu svokallaða. Það er því mikilvægt að reiturinn uppbyggður verði sterkur tengipunktur mismunandi hverfahluta.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með uppbyggingaráform í Ásbrúarhverfi, samantekt athugasemda verður lögð fram á næsta fundi. Erindi frestað.

3. Vinnslutillaga deiliskipulags - Breiðbrautarreitur (2025020232)

Hildur Gunnlaugsdóttir og Bjarki Gunnar Halldórsson frá Stúdíó Jæja mættu á fundinn og lögðu fram fyrir hönd Kadeco vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Breiðbrautarreit sem afmarkast af Lindar-, Grænás- og Breiðbraut. Nýjar byggingar skapa skjól fyrir ríkjandi áttum, norðan og austanátt, en opnast að sama skapi til móts við suður og vestur. Þetta einfalda grunnstef tekur svo á sig ólíkar myndir þar sem það lagar sig að núverandi aðstæðum en með þessu móti tekst að skapa fjölbreytilegt byggðarmynstur með áhugaverðum sjónásum á milli ólíkra staða innan svæðisins.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með uppbyggingaráform í Ásbrúarhverfi, samantekt athugasemda verður lögð fram á næsta fundi. Erindi frestað.

4. Vinnslutillaga deiliskipulags - Suðurbrekka (2025020233)

Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger frá A2f arkitektum mættu á fundinn og lögðu fram fyrir hönd Kadeco vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Suðurbrekku, svæði sunnan við Skógarhverfi, austan Virkisbrautar að Flugvallarbraut. Byggingar verði 1-3 hæðir og blanda af sérbýli og fjölbýli með um 200 íbúðum alls af fjölbreyttri gerð. Markmiðið er að nýtt deiliskipulag á Suðurbrekkureit skapi heildstæða og hlýlega byggð einbýlishúsa, raðhúsa og lítilla fjölbýlishúsa.

Umhverfis- og skipulagsráð lýsir yfir ánægju með uppbyggingaráform í Ásbrúarhverfi, samantekt athugasemda verður lögð fram á næsta fundi. Erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.