334. fundur Fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar haldinn 11. maí 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00
Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.
1. Reglur um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ (2015050102)
Tillaga að breytingu á reglum um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ kafli 5.10 um greiðslur vegna lögmannskostnaðar
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar leggur fram til samþykktar drög að breytingum á reglum um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ, kafli 5.10 um greiðslur vegna lögmannskostnaðar.
Með hliðsjón af síðustu tveimur árum má áætla kostnaðarauka upp á kr. 715.000,- sem rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð samþykkir breytingar á reglum.
2. Ályktun gerð á fundi félags daggæslufulltrúa 26. mars 2015 (2015020097)
Félag daggæslufulltrúa á Íslandi fundaði í Fjölskyldusetrinu, Reykjanesbæ 26. mars 2015 og ályktaði um mikilvægi breytinga á umgjörð starfsemi dagforeldra.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar leggur til að við núverandi endurskipulagningu verkefna á nýjum sviðum sveitarfélagsins sem taka gildi 1. júní nk. verði málefni daggæslu barna í heimahúsi færð yfir til fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
Með þeirri breytingu verði þjónusta dagforeldra betur tengd starfsemi leikskóla sveitarfélagsins of heildarsýn á þjónustuþörf og þróun úrræða sett á eina hendi hvað varðar þjónustu við yngstu íbúana og foreldra þeirra.
3. Fjárhagsáætlun fjölskyldu- og félagssviðs (2015010174)
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar eftir fyrsta ársfjórðung 2015
Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar eftir fyrsta ársfjórðung 2015.
4. Drög að samningi við HÍ og RBF (2015050084)
Drög að endurnýjun samnings félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands og Reykjanesbæjar um aðild og stuðning við Rannsóknarstofnun í barna -og fjölskylduvernd
Fjölskyldu- og félagsmálaráð samþykkir endurnýjun á samningi Reykjanesbæjar við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd til næstu þriggja ára.
5. Opnun Hæfingarstöðvarinnar 22. maí 2015 (2014080304)
Flutningur Hæfingarstöðvarinnar í nýtt húsnæði. Tillaga að opnu húsi 22.maí 2015.
Farið yfir dagskrá opnunar Hæfingarstöðvarinnar 22. maí nk.
6. Virkni - námskeið fyrir einstaklinga á fjárhagsaðstoð (2015020251)
Mat MSS á Virkni, námskeiði haldið fyrir Fjölskyldu-og félagsþjónustu Reykjanesbæjar janúar - apríl 2015
Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs kynnir samantekt eftir fyrsta námskeiðið VIRKNI sem haldið var í samstarfi við MSS 23. febrúar - 23. apríl 2015.
26 einstaklingum var boðin þátttaka á námskeiðinu, 18 hófu þátttöku og 16 luku námskeiðinu með góðum árangri.
Námskeiðið kostaði 750.000,- og ályktar Fjölskyldu- og félagsmálaráð að fjárhagslegur ávinningur sé af úrræðinu.
7. Umsókn um endurnýjun á starfleyfi (2013010842)
Umsókn um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi.
Sigríður Eiríka Jónsdóttir sækir um endurnýjun á starfsleyfi til daggæslu barna í heimahúsi til næstu þriggja ára.
Endurnýjun leyfis er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra.
8. Þjónustuhópur aldraðra á Suðurnesjum (2015050078)
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum frá 7.apríl 2015
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum lögð fram til upplýsingar.
9. Tölfræði FFR 2015 (2015030359)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka
Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í mars og apríl 2015 og bar saman við sömu mánuði árið 2014.
Fjárhagsaðstoð
Í mars 2015 var greitt kr. 18.841.732,- í fjárhagsaðstoð, Fjöldi einstaklinga var 166.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 26.659.698,- í fjárhagsaðstoð. Fjöldi einstaklinga var 240.
Í apríl 2015 var greitt kr. 19.275.113,- í fjárhagsaðstoð,.Fjöldi einstaklinga var 163.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 25.659.698,- í fjárhagsaðstoð, Fjöldi einstaklinga var 224.
Húsaleigubætur
Í mars 2015 var greitt kr. 34.452.506,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr.35.513.255,- í húsaleigubætur.
Í apríl 2015 var greitt kr. 33.561.881,- í húsaleigubætur, Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 35.436.712,-.
Áfrýjunarnefnd
Í mars voru 12 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 6 erindi samþykkt, 1 erindi frestað og 5 erindum synjað.
Í apríl voru 13 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 10 erindi samþykkt, 1 erindi samþykkt að hluta, 2 erindum synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. maí 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.