335. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar haldinn 10. ágúst 2015 að Tjarnargötu12, kl: 14:00.
Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Baldur Rafn Sigurðsson varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.
1. Fjárhagsáætlun 2015 (2015010174)
Staða fjárhagsáætlunar 30. júní 2015.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs janúar - júní 2015.
2. Framtíðarsýn 2016-2022 (2015080056)
Drög að framtíðarsýn Velferðarsviðs 2016-2022
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, gerði grein fyrir undirbúningsvinnu vegna framtíðarsýnar Velferðarsviðs fyrir árin 2016-2022.
3. Barnvæn félagsþjónusta (2015080058)
Tilmæli Ráðherranefndar Evrópuráðsins um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu við börn og fjölskyldur.
Gert grein fyrir helstu tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins.
4. Reglur um útleigu á félagslegum íbúðum (2015050102)
Tillögur að breytingum á reglum um útleigu á félagslegum íbúðum í Reykjanesbæ.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, gerði grein fyrir tillögum að breytingum á reglum.
Lagt til að reglur um útleigu á félagslegum íbúðum verði felldar inn í 9. kafla reglna um félagslega þjónustu. í Reykjanesbæ.
5. Biðlisti félagslegra íbúða (2013050513)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, gerði grein fyrir umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði.
6. Access Iceland - verður þitt sveitarfélag með? (2014120107)
Kynningarbæklingur og auglýsing frá Velferðarráðuneytinu um styrki til framkvæmda á úttektum í aðgengismálum að opinberum byggingum.
Lagt fram til kynningar.
7. Tölfræði VEL janúar - júní 2015 (2015030359)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í maí og júní 2015 og bar saman við sömu mánuði árið 2014.
Fjárhagsaðstoð
Í maí 2015 var greitt til framfærslu kr. 17.000.780,-. Fjöldi einstaklinga var 155.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 23.312.502,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 213.
Í júní 2015 var greitt til framfærslu kr.13.511.168,-. Fjöldi einstaklinga var 131.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 22.175.259,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 210.
Húsaleigubætur
Í maí 2015 var greitt kr. 32.614.575,- í húsaleigubætur. Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.847.395,- í húsaleigubætur,
Í júní 2015 var greitt kr. 32.638.259,- í húsaleigubætur, Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 35.547.285,-
Áfrýjunarnefnd
Í maí voru 9 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 6 erindi samþykkt og 3 erindum synjað.
Í júní voru 13 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 7 erindi samþykkt, 6 erindum synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2015.
Bæjarstjórn samþykkti fundargerðina 11-0