343. fundur

13.05.2016 14:36

343. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 13. maí 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 14:00.

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.

 

1. Starfsáætlun Velferðarsvið 2016 (2016050135)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, kynnir starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2016. Farið yfir helstu áherslur og nýsköpun sem sviðið leggur áherslu á á árinu.

 

2. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum (2016040180)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir ársfund Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum. Farið yfir ársreikning og fundargerð.

 

3. Félagslegt leiguhúsnæði (2016050139)

Upplýsingar um fjölda umsækjenda á biðlista eftir félagslegu húsnæði

Farið yfir fjölda umsækjenda á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ. Um áramót voru 119 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 93 börn. Í apríllok 2016 voru 125 umsækjendur á biðlista, þar á bakvið voru 95 börn.

Rætt um húsnæðismál umsækjenda með fíkni- og geðvanda og felur Velferðarráð sviðsstjóra að ræða við Hjálpræðisherinn og Rauða kross Íslands.

 

4. Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála um kostnað vegna búsetu (2016010039)

Lagt fram til kynningar.

 

5. Heimilisfriður – meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum (2016050138)

Beiðni um samstarfssamning.

Heimilisfriður (áður Karlar til ábyrgðar) leitast eftir samstarfssamningum við sveitarfélög vegna kostnaðar við sálfræðiþjónustu fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum. Sá kostnaður var áður inni í samningi Heimilisfriðar við Velferðarráðuneytið en hefur nú verið felldur út.

Erindinu frestað.


6. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í mars og apríl 2016 (2016040059)

Farið yfir stöðu fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta

Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í mars og apríl 2016 og bar saman við sömu mánuði árið 2015.

Fjárhagsaðstoð

Í mars 2016 var greitt til framfærslu kr. 14.425.608,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 128. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 16.948.762,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 166.

Í apríl 2016 var greitt til framfærslu kr. 12.674.916,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 18.531.709 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 169.

Í mars og apríl fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk milli mánaða umtalsvert. Í mars voru 21 umsækjandi sem ekki endurnýjaði umsókn sína, fjöldi nýrra umsókna  samþykktar í mánuðinum voru jafnmargar. Í apríl voru 26 umsækjendur sem ekki endurnýjuðu umsóknir sínar, 14 nýjar umsóknir samþykktar í mánuðinum.


Húsaleigubætur

Í mars 2016 var greitt kr. 30.155.570,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 34.452.506,- í húsaleigubætur.

Í apríl 2016 var greitt kr. 31.206.323,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 33.561.881,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd

Í mars 2016 voru 13 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 10 erindi samþykkt/staðfest og 3 erindum synjað.

Í apríl 2016 voru 10 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd,  8 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað og 1 erindi synjað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. maí 2016.