350. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13.02.2017 kl. 15:00.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.
1. Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2016090329)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir drög að reglum Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Velferðarráð leggur til eftirfarandi breytingar;
3.grein 2. liður mun þá hljóma með eftirfarandi hætti: „2. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Reykjanesbæ þegar sótt er um.“
Meirihluti Velferðarráðs samþykkir breytinguna. Rökstuðningur fyrir breytingunni er að búsetuskilyrðing kemur illa við tekjulægstu hópa samfélagsins og vinnur gegn fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Einnig skiptir máli að Reykjanesbær er eitt af fimm stærstu sveitarfélögum landsins en ekkert hinna er með skerðingarákvæði vegna búsetu.
Elfa Hrund Guttormsdóttir, Jasmina Crnac, Sólmundur Friðriksson.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði greiða atkvæði gegn breytingunni þar sem kostnaður hennar rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Miðað við fyrirliggjandi gögn er áætlað að kostnaðurinn geti farið allt að 21 milljón umfram fjárhagsáætlunar 2017. Fjárhagsáætlun 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum bæjarstjórnar og er því ábyrgðarhluti kjörinna fulltrúa að reyna eftir fremsta megni að halda sig innan hennar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að halda ætti inni búsetuskilyrðum sem yrðu svo endurskoðuð við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Ingigerður Sæmundsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson
4. grein mun þá hljóma með eftirfarandi hætti: „Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000 kr. fær leigjandi greiddar 600 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning, að teknu tilliti til lækkunar samkvæmt öðrum skilyrðum 4. gr. og að teknu tilliti til áhrifa tekna samkvæmt 5. gr. reglna þessara. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 60.000 kr. Sú fjárhæð kemur til endurskoðunar þegar breyting verður á grunnfjárhæðum húsnæðisbóta samkvæmt lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.“
Velferðarráð samþykkir breytinguna samhljóða.
8 grein mun þá hljóma með eftirfarandi hætti: „Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur
60% af leigufjárhæð. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns. Ákvæði 3 5.gr. reglna þessarar gilda ekki um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15- 17 ára barna.“
Velferðarráð samþykkir breytinguna samhljóða.
Þar sem um ætlaðan kostnaðarauka er að ræða í fyrirliggjandi drögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning er fundargerðinni vísað beint til bæjarráðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 16. febrúar 2017.