351. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27.03.2017 kl. 13:15.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.
1. Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ (2017030440)
Framtíðarþing um farsæl efri ár í Reykjanesbæ verður haldið á Nesvöllum fimmtudaginn 6. apríl nk.
2. Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ - heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (2016100308)
Kynning á verkefninu og skráning fer fram á Nesvöllum þriðjudaginn 18. apríl nk.
3. Starfsáætlun velferðarsviðs 2017 (2017030441)
Lagt fram til kynningar.
4. Félagslegt leiguhúsnæði (2016050139)
Farið yfir stöðu á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.
Velferðarráð lýsir yfir áhyggjum á löngum biðtíma eftir félagslegu húsnæði og fjölda þeirra sem eru heimilislausir eða búa við ótryggar aðstæður, sem eru 23 einstaklingar.
5. Mælaborð 2017 - febrúar (2017010356)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur velferðarsviðs Reykjanesbæjar í febrúar í Mælaborði 2017.
6. Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð (2017010329)
Í 2. máli 349. fundar velferðarráðs var afgreiðsla á breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð sem laut að sérstökum húsaleigubótum frestað.
Velferðarráð samþykkir breytinguna.
7. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning í janúar og febrúar 2017 (2017030442)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í janúar og febrúar 2017.
Fjárhagsaðstoð
Í janúar 2017 var greitt til framfærslu kr. 10.081.550,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 87. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr.12.830.391,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116.
Milli desember 2016 og janúar 2017 voru 16 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 15 nýjar umsóknar samþykktar á móti.
Í febrúar 2017 var greitt til framfærslu kr. 10.347.547,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 88. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 14.705.026,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 128.
Milli janúar og febrúar 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 16 nýjar umsóknir samþykktar á móti.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í janúar 2017 var greitt kr. 682.860,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 73. Í febrúar 2017 var greitt kr. 726.102,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 74.
Áfrýjunarnefnd
Í janúar 2017 voru 19 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 16 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindum synjað og 1 erindi frestað. Enginn fundur haldinn í áfrýjunarnefnd í febrúar.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. apríl 2017.