354. fundur velferðarráðs haldinn í Súlum, Tjarnargötu 12 þann 15. ágúst 2017 kl. 14:00
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir, Ísak Ernir Kristinsson, Jasmína Crnac, Sólmundur Friðriksson, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. María Rós Skúladóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu mætir á fundinn vegna 2. máls.
1. Fjárhagsáætlun 2018 (2017080097)
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fjárhagsrammi fyrir málaflokk 02-Félagsþjónusta fyrir árið 2018 verði kr: 1.620.000.000 nettó. Skv. tímaramma fjárhagsáætlunarferlis er stefnt að því að skiladagur starfs-og fjárhagsáætlunar fagnefnda sé 30. september 2017.
2. Gjaldskrá velferðarsviðs 2018 (2017080098)
Gjaldskrá velferðarsviðs tekur til gjaldskrár heimaþjónustu, aksturs fatlaðra og aldraðra og heimsendingar á mat til aldraðra, auk þjónustukorts í félagsstarfi aldraðra. Dagdvöl aldraðra fylgir gjaldskrá skv. reglugerð um dagsvistun aldraðra.
María Rós kynnti tillögur að reglum um notkun á sameiginlegu rými þjónustumiðstöðvar á Nesvöllum. Velferðarráð samþykkir reglurnar.
3. Félagslegt húsnæði (2017080099)
Félagslegar leiguíbúðir voru í lok árs 2016 samtals 239 og skiptust í almennar félagslegar leiguíbúðir samtals 175 og íbúðir aldraðra, bæði hlutdeildar- og leiguíbúðir samtals 64.
Fyrir liggja 103 umsóknir um almennar félagslegar íbúðir og 63 umsóknir um íbúðir aldraðra.
Biðtími er að meðaltali 3,5 ár eða 42 mánuðir. Endurúthlutanir félagslegra íbúða hafa dregist saman á undanförnum árum sem og umsóknum um félagslegt húsnæði. Nýjum umsóknum virðist þó fara fjölgandi í ár.
Rekstur Fasteigna Reykjanesbæjar hefur verið erfiður og til að gera félagið fjárhagslega sjálfbært liggur fyrir að leigugjald mun hækka og leiguverð samræmt frá 1. október nk. Jafnframt er gert ráð fyrir tilfærslu félagsins yfir í húsnæðissjálfseignarstofnun (HSES).
Ísak Ernir lagði fram hugmyndir af tillögum um endurskoðun á reglum varðandi félagslega húsnæðiskerfið sem Hera Ósk sviðsstjóri mun vinna áfram og leggja fram á næsta fundi velferðarráðs.
4. Málefni hælisleitenda (2017070131)
Hera Ósk lagði fram samantekt af fundi með fulltrúum Útlendingastofnunar varðandi hugmyndir þeirra um framtíð hælisleitenda hér á svæðinu.
5. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 15. september 2017 (2017080034)
Bæjarráð vísaði til velferðarráðs erindi um Landsfund jafnréttisnefnda sveitafélaga til kynningar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2017.