355. fundur

25.09.2017 00:00

355. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25.09.2017 kl. 14:00.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Rammi fjárhagsáætlunar 2018 (2017080097)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fer yfir ramma fjárhagsáætlunar 2018.
Rætt um helstu áherslur sviðsins fyrir árið 2018.

2. Drög að breytingum á reglum um húsnæðismál (2017010329)
Frestað.

3. Drög að stefnu í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ (2017090256)
Lagt fram til kynningar.

4. Fjölþætt heilsurækt í Reykjanesbæ - heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (2016100308)
Áfangaskýrsla lögð fram til kynningar.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning í júní - ágúst 2017 (2017030440)
Farið yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í júní - ágúst 2017

Fjárhagsaðstoð
Í júní 2017 var greitt til framfærslu kr. 8.968.232,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 80. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr.10.429.273,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 100.

Milli maí og júní 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 21 nýjar umsóknar samþykktar á móti.

Í júlí 2017 var greitt til framfærslu kr. 7.931.811,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 75. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 11.035.931,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 99.

Milli júní og júlí 2017 voru 23 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 18 nýjar umsóknar samþykktar á móti.

Í ágúst 2017 var greitt til framfærslu kr. 8.668.108. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 79. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 10.840.293,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 98.

Milli júlí og ágúst 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 19 nýjar umsóknar samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í júní 2017 var greitt kr. 1.142.387,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 88.

Í júlí 2017 var greitt kr. 1.209.922,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 98.

Í ágúst 2017 var greitt kr. 1.329.606,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 109.

Áfrýjunarnefnd
Í júní 2017 voru 4 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, öll erindi samþykkt/staðfest.

Í ágúst 2017 voru 13 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 12 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið 15:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2017.