356. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23.10.2017 kl. 14:00.
Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar. Sigríður Daníelsdóttir mætti á fundinn vegna 1. og 2. máls.
1. Fjárhagsáætlun 2018 (2017080097)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fer yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
2. Gjaldskrá velferðarsviðs 2018 (2017080098)
Í framhaldi af 2. máli 354. fundar er lögð fram drög af gjaldskrá velferðarsviðs 2018.
Velferðarráð leggur til að gjaldtaka:
- Í ferðaþjónustu fatlaðra taki mið af gjaldskrá almenningssamgangna í Reykjanesbæ og verði 50% af gjaldskrá stakra ferða.
- Í ferðaþjónustu aldraðra taki mið af gjaldskrá almenningssamgangna í Reykjanesbæ og verði sú sama og gjaldskrá stakra ferða.
- Vegna félagsstarf aldraðra verði óbreytt.
- Vegna heimsendingu matar til aldraðra samsvari raunkostnaði kr. 276,- hver ferð.
3. Drög að breytingum á reglum um húsnæðismál (2017010329)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, leggur fram til kynningar drög að breytingum á reglum um húsnæðismál.
4. Mælaborð 2017 (2017010356)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur velferðarsviðs Reykjanesbæjar í september Mælaborði 2017.
5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning í september 2017 (2016100308)
Farið yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í september 2017.
Fjárhagsaðstoð
Í september 2017 var greitt til framfærslu kr. 9.533.328,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 77. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 9.033.075,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 82.
Milli ágúst og september 2017 voru 17 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 15 nýjar umsóknar samþykktar á móti.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í september 2017 var greitt kr. 1.541.370,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 120.
Áfrýjunarnefnd
Í september 2017 voru 8 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 7 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2017.