361. fundur

17.04.2018 00:00

361. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17.04.2018 kl. 13:30.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Baldur Rafn Sigurðsson varamaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Stefnumótun í öldrunarþjónustu (2017090256)
Fundarmenn upplýstir um stöðu í stefnumótun í öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar.
Skýrsla ætti að liggja fyrir, fyrir næsta fund velferðarráðs.

2. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2018040197)
Beiðni frá Útlendingastofnun um fjölgun einstaklinga í þjónustu hælismála hjá Reykjanesbæ rædd.
Ráðið felur Heru Ósk að boða fulltrúa frá Útlendingastofnun á næsta fund ráðsins.

3. Húsnæðismál utangarðsfólks (2018010070)
Svarbréf við erindi frá Umboðsmanni Alþingis vegna húsnæðismála utangarðsfólks lagt fram til kynningar.
Velferðarráð óskar eftir að tillögur að úrlausnum í málefnum utangarðsfólks verði lögð fyrir næsta fund ráðsins.

4. Fundargerðir úthlutunarhóps velferðarráðs janúar – mars 2018 (2018010366)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

5. Fundargerðir samtakahóps 8. og 20. mars 2018 (2018020349)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

6. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra janúar – apríl 2018 (2018030109)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

7. Fundargerðir Öldungaráðs janúar – mars 2018 (2018010210)
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

8. Ársfundur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 26. apríl 2018 (2018040202)
Velferðarsvið þarf að tilnefna aðila í stjórn Fjölsmiðjunnar á næsta ársfundi. Velferðarráð leggur til að sviðsstjóri velferðarsviðs verði tilnefndur áfram í stjórn, staðgengill sviðsstjóra verði varamaður hans.

9. Ársskýrsla velferðarsviðs (2018040140)
Lögð fram til kynningar.

10. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2018020247)
Farið yfir lykiltölur sviðsins.

Fjárhagsaðstoð

Í janúar 2018 var greitt til framfærslu kr. 10.112.137,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 86. Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 10.081.550,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 87.

Milli desember 2017 og janúar 2017 voru 17 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 17 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Í febrúar 2018 var greitt til framfærslu kr. 9.635.733,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 82. Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 10.347.547,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 88.

Milli janúar og febrúar 2018 voru 14 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 10 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Í mars 2018 var greitt til framfærslu kr. 9.494.844,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 78. Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 9.042.245,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 77.

Milli febrúar og mars 2018 voru 14 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 10 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í janúar 2018 var greitt kr.1.810.371,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 142.

Í febrúar 2018 var greitt kr. 1.698.364,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 141.

Í mars 2018 var greitt kr. 1.761.129,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 138.

Áfrýjunarnefnd

Í janúar 2018 voru 14 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd. 12 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindi synjað.

Í febrúar 2018 voru 14 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd. 12 erindi samþykkt/staðfest, 2 erindi synjað.

Í mars 2018 voru 6 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd. 5 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað.

11. Önnur mál
Hera Ósk greindi frá ráðningu Hilmu Hólmfríðar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og sérfræðings í Velferðarráðuneytinu, í stöðu verkefnastjóra fjölmenningarmála. Hún mun hefja störf í sumar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 8. maí 2018.