378. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. ágúst 2019 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Neyðarsjóður - erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands (2019051283)
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs.
Velferðarráð hefur kynnt sér starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands og hefur skilning á mikilvægi frjálsra félagasamtaka í stuðningi við fólk sem stendur höllum fæti. Ráðið getur því miður ekki orðið við erindi Fjölskylduhjálpar að þessu sinni.
2. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar (2019050790)
Drög að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2019 lögð fram. Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
Fylgigögn:
Drög að jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar
3. Heilbrigðisstefna til ársins 2030 – kynningarfundur 19. ágúst 2019 (2019080207)
Fundarboð lagt fram.
Fylgigögn:
Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu 19. ágúst 2019 - fundarboð
Heilbrigðisstefna til ársins 2030
4. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2019050519)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Fjárhagsaðstoð
Í maí 2019 fékk 101 einstaklingur greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 12.385.138. Um var að ræða fjölgun um 15 einstaklinga milli apríl- og maímánaðar. Í sama mánuði 2018 fengu 84 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.
Í júní fengu 92 einstaklingar greiddan framfærslustyrk og alls voru greiddar kr. 12.201.337. Um var að ræða fækkun um 9 einstaklinga milli maí- og júnímánaðar. Í sama mánuði 2018 fengu 87 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Alls fengu 169 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í maí, samtals kr. 2.143.302.
Í júni fengu 163 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 2.085.156.
Áfrýjunarnefnd
Í maí voru lögð 14 mál fyrir áfrýjunarnefnd. 11 erindi voru samþykkt, einu erindi synjað og 2 erindum frestað.
Í júní voru 17 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 13 erindi voru samþykkt, 2 erindum synjað og 2 erindum frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. ágúst 2019.