383. fundur

08.01.2020 14:00

383. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. janúar 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Atvinna og stuðningur við atvinnuleitendur (2019090355)

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Halldóra Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála sátu fundinn í þessu máli.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun og Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum mættu á fundinn og fóru yfir stöðu og horfur á vinnumarkaði og úrræði sem í boði eru fyrir fólk í atvinnuleit.

Í nóvember 2019 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ 9,2% og á Suðurnesjum 8,2%. Töluverð óvissa er varðandi horfur á vinnumarkaði vegna þeirrar stöðu sem er í flugrekstri.

Fundað hefur verið með atvinnurekendum á svæðinu í þeim tilgangi að auka samstarf á milli þeirra og Vinnumálastofnunar.

Boðið er upp á starfstengd námskeið fyrir fólk í atvinnuleit í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og er reynt að miða þau við atvinnulífið á svæðinu. Markmiðið er að ná til sem flestra og eru haldin námskeið á íslensku, ensku og pólsku.

2. Framfærsla 2020 (2019120098)

Samkvæmt reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð skal velferðarráð taka ákvörðun um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar ár hvert.

Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðast við framreikning á vísitölu neysluverðs í desember ár hvert. Lagt er til, í samræmi við framreikning, að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fari úr kr. 149.678,- í kr. 152.717,- pr. mánuð árið 2020.

Velferðarráð samþykkir hækkunina.

3. Starfsáætlun velferðarsviðs 2020 (2019120103)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti helstu áherslur í starfsáætlun velferðarsviðs.

4. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2019050519)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir mælaborð og tölulegar upplýsingar vegna desembermánaðar.

Fjárhagsaðstoð

Í desember 2019 fengu 118 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 17.134.428,-. Í sama mánuði 2018 fengu 86 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Alls fengu 197 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í desember, samtals kr. 2.691.602,-. Í sama mánuði 2018 fengu 149 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins.

Áfrýjunarnefnd

Í desember voru 17 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 13 erindi voru samþykkt, 3 erindum synjað og 1 erindi frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.