397. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. apríl 2021 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Þjónustu- og gæðastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021020193)
Bæjarráð óskaði eftir umsögn um drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar fyrir lok mars. Voru drögin send fulltrúum velferðarráðs og hefur eftirfarandi umsögn verið send til bæjarráðs:
Velferðarráð fagnar stefnunni og telur mikilvægt að hafa skýra stefnu varðandi þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar.
2. Landshlutateymi á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna (2020100072)
Helga Andrésdóttir sérfræðingur á velferðarsviði og Sigríður Ó. Guðjónsdóttir frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins mættu á fundinn og kynntu verkefnið.
Í lok október 2020 var undirritaður samstarfssamningur um landshlutateymi á Suðurnesjum milli Greiningar- og ráðgjafarstofu ríkisins, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fræðslu- og velferðarsviðs Reykjanesbæjar, fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og efla samþætta þjónustu við börn með sértækar þarfir vegna fötlunar. Með samstarfi verði þjónustuúrræði heildstæðari og veitt í meira mæli en nú er í heimabyggð fjölskyldnanna.
3. Öflug börn - skilvirkni í viðmiðum og reglum um fjárhagsaðstoð barna
Guðný Birna Guðmundsdóttir kynnti verkefni sem námshópur í MBA námi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands vann í samstarfi við velferðarsvið Reykjanesbæjar og miðar að því að auka skilvirkni vegna fjárhagsaðstoðar barna.
Niðurstöður verkefnisins ríma vel við þá vinnu sem hafin er við endurskoðun á reglum um félagsþjónustu sveitarfélagsins.
4. Mótvægisaðgerðir og viðspyrna við áhrifum COVID-19 á vinnumarkaðinn (2020040083)
Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi mótvægisaðgerðir og viðspyrnu við áhrifum COVID-19 á vinnumarkaðinn.
Hefjum störf er nýtt atvinnuátak stjórnvalda sem miðast við þá sem búa við langtímaatvinnuleysi og er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Átakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Einnig verður haldið áfram með samstarf Vinnumálastofnunar og atvinnurekenda um ráðningarstyrki og sumarstörf fyrir námsmenn verða í boði í sumar en reglugerð varðandi þau hefur ekki verið birt. Unnið er að undirbúningi vegna sumarstarfa hjá sveitarfélaginu.
5. Starfsáætlun velferðarsviðs 2021 (2021020397)
Starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2021 lögð fram.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með starfsáætlunina og telur hana gagnlegt verkfæri fyrir stjórn og stjórnendur til að fylgja eftir áhersluatriðum og gæðaverkefnum á velferðarsviði.
6. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
7. Fundargerð Samtakahópsins 18. mars 2021 (2021010500)
Fundargerðin lögð fram.
Velferðarráð vill enn og aftur benda á hversu mikilvægt það er að þverfaglegur hópur eins og Samtakahópurinn vinni að forvarnarmálum sveitarfélagsins. Velferðarráð fagnar því að fræðsluerindi og umræða um orkudrykkjaneyslu ungmenna hafi farið fram innan grunnskólanna í samstarfi við starfsfólk Fjörheima og því að 46 félagsmiðstöðvar vítt og breitt um landið hafi óskað eftir kynningu á fræðsluerindinu.
Velferðarráð tekur undir áskorun Samtakahópsins til námsráðgjafa grunnskólanna varðandi það að kynna sér fræðsluerindi doktors Láru G. Sigurðardóttur um skaðsemi nikótíns, heilsufarsáhrif og markaðssetningu á börn og ungmenni og því að beita sér fyrir fræðslu og umræðum um málefnið í þeirra skólum.
Velferðarráð tekur einnig undir áskorun til íbúa um að kanna rétt þeirra til íþrótta- og tómstundastyrks til tekjulágra heimila að upphæð kr. 45.000 fyrir hvert barn. Enn hafa einungis 40% þeirra sem eiga rétt á styrknum sótt um hann. Framlengdur frestur til að sækja um styrkinn er til 31. júlí 2021.
Auk þess er það von velferðarráðs að hægt verði að manna Ævintýrasmiðjur fyrir börn með auknar stuðningsþarfir eins og gert var síðasta sumar.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 18. mars 2021
8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2021010238)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Fjárhagsaðstoð
Í febrúar 2021 fengu 158 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 24.770.206. Í sama mánuði 2020 fengu 120 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 15.598.172.
Í mars 2021 fengu 163 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 25.895.019. Í sama mánuði 2020 fengu 124 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 16.956.296.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
í febrúar 2021 fengu alls 275 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.809.511. Í sama mánuði 2020 fengu 217 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.037.133.
Í mars 2021 fengu alls 269 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.702.579. Í sama mánuði 2020 fengu 228 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.211.909.
Áfrýjunarnefnd
Í febrúar 2021 voru 13 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 10 erindi voru samþykkt, 1 erindi var synjað og 2 erindum frestað.
Í mars 2021 voru 23 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 17 erindi voru samþykkt, 3 erindum var synjað og 3 erindum frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. apríl 2021.