404. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 10. nóvember 2021 kl. 14:00
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Friðjón Einarsson, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Fundargerð Samtakahópsins 27. október 2021 (2021010500)
Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir fundargerð Samtakahópsins frá 27. október sl. Hann gerði m.a. grein fyrir forvarnarherferð ríkislögreglustjóra í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi. Auk þess kynnti Hafþór skýrslu um stöðu og þróun ofbeldishegðunar ungmenna á Íslandi á árunum 2012-2020.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 27. október 2021
FFGÍR - kynning
Hlutfall framhaldsskólanema sem hafa aldrei orðið ölvuð 2000-2020
Þróun á notkun vímuefna meðal 10. bekkinga á Íslandi árin 1998-2021
Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi - kynning
Staða og þróun ofbeldishegðunar barna á Íslandi - skýrsla
Útivistartími barna
Endurskinsmerki
2. Samfélagsgreining á Suðurnesjum (2021030491)
Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála kynnti niðurstöður samfélagsgreiningar á Suðurnesjum sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir starfshóp um samfélagsgreiningar á Suðurnesjum. Greiningin á sér stoð í aðgerðaáætlun ríkisins um eflingu þjónustu á Suðurnesjum og var markmið hennar að rannsaka lífsgæði, viðhorf og líðan íbúa á Suðurnesjum í þeim tilgangi að gera aðgerðir og ákvarðanatöku skilvirka og mælanlega og auka rannsóknir sem sveitarfélög og ríki geta byggt á við stefnumótun fyrir svæðið í heild og einstaka málaflokka.
Fylgigögn:
Samfélagsgreining á Suðurnesjum: Lífsgæði, líðan og virkni íbúa - niðurstöður
3. Lýðheilsustefna Reykjanesbæjar - aðgerðaáætlun 2022 (2021050298)
Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi gerði grein fyrir vinnu lýðheilsuráðs við gerð aðgerðaáætlunar lýðheilsustefnu fyrir árið 2022.
4. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2021010238)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.
Fjárhagsaðstoð
Í október 2021 fengu 127 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 19.374.813. Í sama mánuði 2020 fengu 145 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 20.602.115. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fækkað um 12,4% milli október 2020 og 2021.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í október 2021 fengu alls 283 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.941.456. Í sama mánuði 2020 fengu 246 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.380.047. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 15,0% milli október 2020 og 2021.
Áfrýjunarnefnd
Í október 2021 voru 40 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 29 erindi voru samþykkt, 3 erindum var synjað og 8 frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. nóvember 2021.