439. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15. janúar 2025 kl. 12:30
Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir og Eyjólfur Gíslason.
Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Katrín Alda Ingadóttir boðaði forföll og sat Frosti Kjartan Rúnarsson fundinn í hennar stað.
1. Smáhús – staða verkefnis (2023070008)
Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, fór yfir stöðu mála varðandi húsnæði fyrir íbúa með fjölþættan vanda.
2. Reglur um fjárhagsaðstoð - tillaga að breytingu (2022010182)
Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, lagði fram tillögu að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð. Breytingarnar eru fyrst og fremst gerðar til að skýrari grunnur sé fyrir það verklag sem viðhaft er.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
3. Skjólið (2025010187)
Vilborg Pétursdóttir, teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis, mætti á fundinn og lagði fram erindi varðandi aðstöðu fyrir Skjólið, sem er lögbundið stuðningsúrræði fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir.
Velferðarráð telur mikilvægt að Skjólið fái viðunandi aðstöðu sem hentar starfseminni og felur sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra barna- og fjölskylduteymis að vinna málið áfram.
4. Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks (2019120096)
Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og fór yfir málið ásamt Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs. Samþykkt hefur verið að skipað verði í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Samráðshópurinn verði skipaður þremur kjörnum fulltrúum og þremur fulltrúum úr notendaráði fatlaðs fólks. Velferðarráð mun tilnefna þrjá fulltrúa til setu í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks og leitað verður til notendaráðs fatlaðra í Reykjanesbæ um að tilnefna þrjá fulltrúa.
Velferðarráð óskar eftir tilnefningum frá notendaráði fatlaðra í Reykjanesbæ um þrjá fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara.
5. Tölulegar upplýsingar (2024020127)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í desember 2024.
Fjárhagsaðstoð
Í desember 2024 fengu 156 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 23.293.385 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 149.316 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 49.
Í sama mánuði 2023 fengu 297 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 49.365.973 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali kr. 166.215 á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 110.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í desember 2024 fengu 264 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.579.238 kr.
Í sama mánuði 2023 fengu 320 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.556.228 kr.
Áfrýjunarnefnd
Í desember 2024 voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 13 erindi lögð fyrir nefndina. 8 erindi voru samþykkt, 2 erindum frestað og 3 erindum var synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:53. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2025.