440. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. febrúar 2025 kl. 13:00
Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.
Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, Katrín Alda Ingadóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Eyjólfur Gíslason boðaði forföll og sat Unnar Stefán Sigurðsson fundinn í hans stað.
1. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar 3. apríl 2025 - undirbúningur (2025020172)
Erindi frá ungmennaráði Reykjanesbæjar varðandi Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar sem verður haldið 3. apríl 2024. Ungmennaráð heldur þingið og óskar eftir samstarfi við fagráð og starfsfólk Reykjanesbæjar við undirbúning þingsins. Ráðið kallar eftir upplýsingum um viðbrögð við tillögum sem komu fram á þinginu sem haldið var árið 2023, einnig er óskað eftir tillögum að spurningum eða umræðuefni fyrir komandi þing. Hvert svið er beðið um að tilnefna einn tengilið til að vinna að verkefninu með ungmennaráði.
Velferðarráð tilnefnir Eydísi Rós Ármannsdóttur verkefnastjóra á velferðarsviði sem tengilið ungmennaráðs fyrir velferðarsvið.
Fylgigögn:
Niðurstöður Barna- og ungmennaþings 2023
2. Smáhúsin (2023070008)
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, fór yfir stöðu verkefnisins og næstu áfanga.
Smáhúsin eru að mestu tilbúin og gert er ráð fyrir því að fyrstu íbúar geti flutt inn á næstunni. Húsin eru nauðsynleg viðbót í fjölbreytta flóru þjónustu velferðarsviðs Reykjanesbæjar, enda eru um 10-13 íbúar sveitarfélagsins í brýnni þörf fyrir þessa tegund búsetuúrræðis. Gerð hefur verið viljayfirlýsing um samstarf helstu samstarfsaðila í nærsamfélaginu sem þjónusta íbúa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Sameiginlegt markmið þeirra er að sinna einstaklingsbundinni þjónustu við íbúa smáhúsanna eins og best verður á kosið hverju sinni.
Velferðarráð þakkar fyrir þá góðu vinnu sem unnin hefur verið í þessum málaflokki og fagnar fyrirhuguðu samstarfi á milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Reykjanesapóteks, Frú Ragnheiðar og Lögregluembættisins á Suðurnesjum. Ráðið hvetur til samkenndar og mannúðlegrar nálgunar um verkefnið og óskar þess að bæjarbúar nálgist umræðuna af nærgætni.
3. Skipan í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks (2019120096)
Notendaráð fatlaðs fólks í Reykjanesbæ tilnefnir eftirfarandi aðila til setu í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks:
Margeir Steinar Karlsson, Guðný Óskarsdóttir og Unnur Hafstein Ævarsdóttir sem aðalmenn og Ragnar Lárus Ólafsson sem varamaður.
Velferðarráð tilnefnir eftirfarandi aðila í samráðshópinn:
Ásmundur Friðriksson, Magnús Einþór Áskelsson og Sveindís Valdimarsdóttir sem aðalmenn.
4. Starfsáætlun velferðarsviðs 2025 (2025010427)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2025.
5. Fundargerð Samtakahópsins 29. janúar 2025 (2025020056)
Fundargerðin lögð fram.
Velferðarráð fagnar því að fræðsla sé í boði í grunnskólum bæjarins fyrir foreldra og forráðamenn um málefni sem skipta máli í uppeldi barna þeirra. Nú er í boði í grunnskólum Reykjanesbæjar fræðsla frá Skúla Braga Geirdal um jafnvægi á skjátíma, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru og hvetur velferðarráð foreldra til að nýta sér þessa fræðslu sem og aðra fræðslu sem verður í boði fyrir foreldra og forráðamenn.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 29. janúar 2025
6. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 3. febrúar 2025 (2025020033)
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 21. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar 3. febrúar 2025
7. Mælaborð ársins 2024 (2024020127)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð velferðarsviðs fyrir árið 2024.
8. Fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur janúar 2025 - tölulegar upplýsingar (2025020181)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í janúar 2025.
Fjárhagsaðstoð
Í janúar 2025 fengu 160 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 27.015.849 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 168.849 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 47.
Í sama mánuði 2024 fengu 247 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 39.236.923 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 158.854 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 76.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í janúar 2025 fengu 273 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.845.575 kr.
Í sama mánuði 2024 fengu 316 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.547.262 kr.
Áfrýjunarnefnd
Í janúar 2025 voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 14 erindi lögð fyrir nefndina. 10 erindi voru samþykkt, 1 erindi frestað og 3 erindum var synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.19. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.