Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035

Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heimilaði 3. janúar 2023 að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð VSÓ ráðgjöf dags 23. janúar 2023.

Markmið breytingar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun. Að skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar.

Tillagan er til sýnis hér á heimasíðu Reykjanesbæjar og á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 21. apríl til 9. júní 2023.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 9. júní 2023.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

UppdráttuR DEILISKIPULAGSTILLÖGUR Greinagerð


Reykjanesbær 5. april 2023

Skipulagsfulltrúi