Njarðvíkurhöfn

Njarðvíkurhöfn

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 5. apríl 2022 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn leggja fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2022. Greinargerð og umhverfismat koma fram á uppdrætti ásamt skuggavarpi og rýmismyndum. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags.

Tillagan er til sýnis frá og með 12. maí til 30. júní 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is

Uppdráttur

Skipaþjónustuklasi - kynning

Njarðvíkurhöfn - kynning