Ljóðið Orð eftir Þórarinn Eldjárn sem heiti ráðstefnunnar er tekið úr.
Þann 22. september n.k. mun fræðslusvið Reykjanesbæjar og leikskólinn Tjarnarsel standa fyrir málþingi í Hljómahöll. Umfjöllunarefnið er orðaforði og tengsl hans við leik og nám ungra barna. Málþingið er haldið í tilefni af hálfrar aldar afmæli Tjarnarsels, sem er elsti leikskóli Reykjanesbæjar.
Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og erinda í málstofum og að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur, leikskólafulltrúa sem setið hefur í undirbúningsnefnd málþingsins hefur áhugi á málþinginu farið fram úr björtustu vonum. Alls 340 þátttakendur hvaðanæva af landinu hafa skráð sig til þátttöku í málþinginu. Með Ingibjörgu Bryndísi í undirbúningsnefnd voru Árdís Hrönn Jónsdóttir leikskólastjóri Tjarnarsels og Inga María Ingvarsdóttir fyrrverandi leikskólastjóri Tjarnarsels. „Við erum auðvitað afskaplega ánægðar með að finna þennan áhuga og stoltar af því að geta boðið upp á 10 fyrirlestra og erindi sem öll eru flutt af fagfólki sem býr og starfar hér á svæðinu. Þá á aðalfyrirlesarinn ættir sínar að rekja til Keflavíkur.“
Þess má geta að að málþingi loknu verður opið hús í leikskólanum Tjarnarseli milli kl.13:00-14:30. Þátttakendum er boðið að koma og skoða leikskólann og ævintýralegan garð, sem er eitt af námssvæðum barnanna sem dvelja í leikskólanum.
Dagskrá verður sem hér segir:
8:00-8:30 Skráning.
8:30-8:40 Setning málþings. Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar.
Sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2017 les ljóð.
8:40-9:40 Íslensk orð til skilnings og tjáningar.
Sigríður Ólafsdóttir nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ.
9:40-10:00 Kaffihlé
10:00-10:20 Orðaspjall með snjöllum foreldrum.
Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri í Tjarnarseli, Reykjanesbæ
10:20-10:40 Áskoranir og ævintýri.
Inga Sif Stefánsdóttir, deildarstjóri í Tjarnarseli, Reykjanesbæ
10:40-11:00 Garðurinn okkar – útinám í leikskóla.
Inga María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri í Tjarnarseli.
11:00-11:10 Kaffihlé
11:10-12:30 Málstofur
- Leikur að læra, menntar heiminn á hreyfingu.
B. Sif Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Garðaseli, Reykjanesbæ
- Gleði, kærleikur og orðaforði í jóga.
Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leikskólakennari á Gimli, Reykjanesbæ
- Skóla- og fjölskyldutungumál.
Kriselle Lou Suson, leikskólakennari á Akri, Reykjanesbæ og meistaranemi við HÍ
- Af máli mínu muntu þekkja mig.
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði og fyrrum sérfræðingur á MSHA.
- Samræðulestur – orðaforði.
Ingibjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri á Gefnaborg, Garði og meistaranemi við HÍ.
- Erasmus+ verkefni í leikskólanum Holti – Through democracy to literacy.
Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari og verkefnastjóri á Holti, Reykjanesbæ
13:00-14:30 Opið hús í leikskólanum Tjarnarseli, Tjarnargötu 19, Reykjanesbæ