Umhverfisvaktin 16.-17. des

Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.

 

Mánudagur 16. des til þriðjudags 17. des

Grænásbraut við gatnamót Keilisbrautar og Flugvallarbrautar verður lokuð kl 8:00 að morgni vegna gatnaframkvæmda. Gert er ráð fyrir að opnað verði aftur fyrir umferð kl 16:00 þriðjudaginn 17 desember.

Hjáleið verður um Keilisbraut og Flugvallarbraut.

 

Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar .

Umhverfisvaktin

Hér má lesa fréttir af framkvæmdum í Reykjanesbæ.