Hér getur þú fylgst með framvindu framkvæmda í bænum og fengið nýjustu upplýsingar. Um lifandi gögn er að ræða sem breytast reglulega og gefa góða mynd af því sem er í gangi í bænum hverju sinni.
Grænásbraut lokuð 24.–28. mars vegna framkvæmda
Vegna framkvæmda verður hluti Grænásbrautar lokaður allri umferð frá mánudeginum 24. mars til föstudagsins 28. mars. Umferð verður beint um hjáleiðir á Valhallarbraut og Suðurbraut, og biðjum við vegfarendur að fylgja þeim leiðum.
Við viljum sérstaklega biðja ökumenn almenningsvagna að nota þessa hjáleið og forðast akstur í gegnum íbúðahverfi við Fjörubraut og Bogabraut til að trufla íbúa sem minnst.

Kirkjuvegi lokuð 26.–28. mars vegna framkvæmda
Vegna vinnu við fráveitu verður hluti Kirkjuvegar, milli Aðalgötu og Tjarnargötu, lokaður frá kl. 9 miðvikudaginn 26. mars og mun lokunin vara í um tvo sólarhringa ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Um verður að ræða svokallaða léttlokun, þannig að strætó og neyðarbílar komast leiðar sinnar.

Við þökkum fyrir skilninginn á meðan unnið er að þessum framkvæmdum og biðjum vegfarendur um að sýna tillitssemi.
Umhverfisvaktin verður uppfærð eins oft og unnt er yfir vikuna, en henni er deilt vikulega eða eins og nauðsynlegt er, hér á síðunni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum bæjarins á kortasjá Reykjanesbæjar .