Áætluð verklok gatnaframkvæmda í Reykjanesbæ

Reykjanesbær vill upplýsa bæjarbúa um áætluð verklok þeirra gatnaframkvæmda sem eru nú í gangi í bænum.

Þjóðbraut:
Verið er að vinna að nýjum hluta Þjóðbrautar og er gert ráð fyrir að hann verði opnaður fyrir umferð í lok september.

Skólavegur:
Malbikun Skólavegar er áætluð þriðjudaginn 3. september. Eftir Ljósanótt verður unnið við gangstéttir og annan yfirborðsfrágang, sem á að klárast í lok september.

Gönguljós á Njarðarbraut:
Ný gönguljós hafa verið pöntuð eftir að bilun kom upp í núverandi ljósum. Nýju ljósin og stýringarnar verða sett upp fyrir lok september. Bæjarbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum vegna þessa, þar sem gömlu ljósin biluðu á mjög óheppilegum tíma og afgreiðslufrestur nýrra er lengri en vonir stóðu til.

Við þökkum íbúum fyrir þolinmæðina á meðan þessar framkvæmdir standa yfir og vonumst til að þær skili sér í bættri umferð og öryggi í bænum.