Aðventugarðurinn – opið fyrir umsóknir

Undirbúningur fyrir fallega Aðventugarðinn okkar er nú kominn á fullt skrið. Markmiðið með Aðventugarðinum er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir jólabörn á öllum aldri á aðventunni. Aðventugarðurinn verður opinn frá kl. 14:00-17:00 laugardaga og sunnudaga frá 7. – 22. desember og frá kl. 18-21 á Þorláksmessu. Þá er undirbúningur fyrir opnun Aðventusvellsins einnig farinn af stað og er áætlað að svellið opni í nóvember.

Reykjanesbær býður og hvetur áhugasama aðila til að taka þátt í að skapa sannkallaða jólastemningu í Aðventugarðinum en nú er opið fyrir umsóknir um sölukofa og umsóknir fyrir hvers kyns viðburðahald, uppákomur eða dagskrá. Leiga á sölukofum er ókeypis.

Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember.

Umsókn um sölukofa (ókeypis) : https://form.jotform.com/242752490911356

Umsókn um viðburðahald: https://form.jotform.com/242753291209356