Duglegir nemendur í vinnuskólanum.
Við erum búin að kynna vinnuskólann í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og næst á dagskrá er að opna fyrir umsóknir! Við opnum fyrir umsóknir næstkomandi föstudag, 4. apríl!
Umsóknirnar verður að finna á www.reykjanesbaer.is undir stjórnkerfi › laus störf.
Mikilvægt er að þið vandið ykkur við umsóknina og passið að fylla út rétta umsókn, en það er sér umsókn fyrir 8 bekk og önnur fyrir 9-10 bekk. Þetta er vegna þess að vinnutími og tímabil eru ekki eins hjá þessum hópum.
Vinnuskólinn hefur síðustu ár haft skrifstofuna í 88. húsinu við Hafnargötu, en þar sem lóðin þar hefur tekið miklum stakkaskiptum í vetur og ekki mikið pláss fyrir gáminn okkar þá ætlum við að kveðja þann stað og þökkum kærlega fyrir okkur. Í sumar ætlum við að opna skrifstofuna á efri hæð Reykjaneshallar. Þannig að á fyrsta degi hvers tímabils munu krakkarnir mæta við Reykjaneshöllina og er þar raðað niður í hópa.
Tímabilin 2014 eru eftirfarandi:
8. bekkur
4 daga vikunnar í 3 vikur.
Mánudag til fimmtudag frá 08.00 – 12.00
Frí á föstudögum! (nema annað sé tekið fram)
Tímabil A hefst 10. júní og lýkur 26. júní.
Unnið tvo föstudaga!
Tímabil B hefst 7. júlí og lýkur 24. júlí
Ekki unnið neina föstudaga!
9. – 10. bekkur
4 daga vikunnar
Mánudag til fimmtudag frá 08.00 – 16.00
Hádegismatur frá 12:00-13:00
Frí á föstudögum! (nema annað sé tekið fram)
Tímabil A hefst 10. júní og lýkur 3. júlí.
Unnið tvo föstudaga!
Tímabil B hefst 8. júlí og lýkur 1. ágúst
Ekki unnið neina föstudaga!
Okkur langar að vekja sérstaklega athygli á því að við erum búin að opna upplýsingasíðu fyrir vinnuskólann sem er einnig tengd við Facebook síðu vinnuskólans. Slóðin er www.vinnuskolinn.wordpress.com og www.facebook.com/vinnuskolirnb og hvetjum við bæði nemendur og foreldra til að smella á okkur like-i og fylgjast vel með, en þar er að finna allar upplýsingar og einnig munum við setja inn allar nýjar upplýsingar, setja inn myndir og auglýsa sumarleikinn okkar!
Minnum einnig á að nú fer hver að verða síðastur til að sækja um í flokkstjórann! Umsóknarfrestur er til 3. apríl.