Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Halldór G. Guðmundsson hjá Allt hreint ehf. undirrituðu samninginn. Hér eru þeir ásamt Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs.
Gengið hefur verið til samninga við Allt hreint ræstingar ehf. á ræstingum í grunnskólum Reykjanesbæjar og voru samningar undirritaðir í dag. Samningur er gerður til þriggja ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum í eitt ár í senn.
Ríkiskaup, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óskaði eftir tilboðum í ræstingarnar sl. vor og bárust tvö gildandi tilboð, frá Allt hreint ræstingum ehf. og ISS ehf. Alls fimm aðilar keyptu útboðsgögn en sú staðreynd að mikil spenna er á markaði og erfitt að fá fólk til starfa gæti hafa haft áhrif á fjölda tilboða. Einnig var gerð krafa í útboðslýsingu um að fyrirtæki sem gengið yrði til samninga við væri með Svansvottun.
Tilboðin frá Allt hreint og ISS voru nánast samhljóða, en það var ekki nema 0,97% á milli tilboða í heildina. Ef litið er framhjá sumarþrifum sem voru valkvæð í útboðinu, þá var munurinn 1,1%.
Frá undirritun samnings; Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Halldór G. Guðmundsson hjá Allt hreint ehf. og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs.