Almannavarnastig fært í neyðarstig vegna COVID-19

Covid-19 á Íslandi
Covid-19 á Íslandi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr hættustigi upp á neyðarstigi vegna COVID-19.

Aflétting af neyðarstigi á hættustig var lýst yfir 12. febrúar síðastliðinn því þá gekk vel að ná niður COVID-19 smitum í samfélaginu. Hækkun á neyðarstig gerist samhliða hertum sóttvarnarreglum sem mun hafa áhrif daglegt líf almennings.

Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir, 6. mars 2020, hafa 6144 smit verið staðfest, 45.906 lokið sóttkví og 527.579 sýni verið tekin. Tuttugu og níu einstaklingar hafa látist vegna COVID-19. Í dag eru 19.887 íbúar á Íslandi fullbólusettir og 18.255 einstaklingar hafa hafið bólusetningu (fyrri bólusetning).

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.covid.is