Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur hér á landi og um heim allan þriðjudaginn 5. október.
Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum, en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni.
Alltaf til staðar er yfirskrift Alþjóðadags kennara, sem haldinn er hátíðlegur um veröld alla, 5. október. Það eru Alþjóðasamtök kennara sem velja yfirskriftina og er henni meðal annars ætlað að vísa í frábæra framgöngu kennara á tímum heimsfaraldurs.
Kennarasamband Íslands efnir til rafræns Skólamálaþings á kennaradeginum.
Við óskum kennurum í Reykjanesbæ til hamingju með daginn og hvetjum skólana okkar til að halda upp á hann!