Auðveldari leið fyrir börn og fullorðna að tilkynna til barnaverndar

Reykjanesbær
Reykjanesbær

Reykjanesbær hefur komið upp sérstökum tilkynningarhnöppum fyrir bæði börn og fullorðna á vefnum. Með hnöppunum er aðgengi barna og fullorðinna að barnavernd Reykjanesbæjar orðið betra.

Börn geta nú sent rafræna tilkynningu til barnaverndar vegna ofbeldis eða vanrækslu, hvort sem þau gera það fyrir sig eða vini sína sem þau hafa áhyggjur af.  Að koma hnöppunum á vefinn er aðeins fyrsta skrefið í mikilvægri vinnu með hagsmuni og velferð barnanna okkar að leiðarljósi. Verkefnið verður unnið áfram og séð til þess að öll börn viti af þessum möguleika.